15 episodes

Körfuboltaþátturinn Boltinn Lýgur Ekki, sem hefur verið leiðandi í körfuboltaumfjöllun á Íslandi, er kominn á Suðurlandsbrautina, heimili körfuboltans á Íslandi.Fjallað er um móður allra íþrótta á hispurslausan hátt. Íslenski boltinn í aðalhlutverki en NBA verður á sínum stað ásamt heitum tökum og góðum gestum.Það eru Véfréttin sjálf, Sigurður Orri og Tommi Steindórs sem stýra þættinum sem er í þráðbeinni á X977 alla fimmtudaga frá 16-18.

Boltinn lýgur ekki Tal

  • Sports

Körfuboltaþátturinn Boltinn Lýgur Ekki, sem hefur verið leiðandi í körfuboltaumfjöllun á Íslandi, er kominn á Suðurlandsbrautina, heimili körfuboltans á Íslandi.Fjallað er um móður allra íþrótta á hispurslausan hátt. Íslenski boltinn í aðalhlutverki en NBA verður á sínum stað ásamt heitum tökum og góðum gestum.Það eru Véfréttin sjálf, Sigurður Orri og Tommi Steindórs sem stýra þættinum sem er í þráðbeinni á X977 alla fimmtudaga frá 16-18.

  Boltinn Lýgur Ekki - Landsleikir, einkunnir og vel tímasettur 1. deildar leikur

  Boltinn Lýgur Ekki - Landsleikir, einkunnir og vel tímasettur 1. deildar leikur

  BLE bræður hittust after dark í Fiskabúrinu og fóru yfir allar deildir nema Subway deild karla, landsleikjauppgjör þar sem svipan var ekki spöruð og enduðu þetta svo á smá NBA spjalli.

  • 1 hr 1 min
  Boltinn Lýgur Ekki - Véfréttakviss, refsingar og aukin harka í NBA deildinni

  Boltinn Lýgur Ekki - Véfréttakviss, refsingar og aukin harka í NBA deildinni

  BLE bræður fengu fyrst til sín guðföðurinn, Kjartan Atla Kjartansson, til að renna yfir NBA deildina og svo kom sá ungverski, Máté Dalmay, í Fiskabúrið til að fara yfir Subway deildina auk þess að keppa í Kvissi við Tomma.

  • 1 hr 59 min
  Boltinn Lýgur Ekki - Blóðgaður, brjálaður og barnalegir Blikar

  Boltinn Lýgur Ekki - Blóðgaður, brjálaður og barnalegir Blikar

  BLEverjar skiluðu uppgjöri fyrir síðustu daga. 

  Sturlaður Stewart í Detroit, skallamaðurinn spilar enn í 2. deildinni, Leikdagur hjá Tómasi á Ásvöllum og sigurvegarar og taparar í Subway deild karla.

  • 1 hr 1 min
  Boltinn Lýgur Ekki - Í landsliðinu til þess að mæta á æfingar

  Boltinn Lýgur Ekki - Í landsliðinu til þess að mæta á æfingar

  BLE bræður fengu til sín góðan gest í dag. Sá slæmi, Steinar Aronsson kom í stúdíóið. Yfirferð yrfir nývalið landslið karla fyrir undankeppni HM 2023 , agamál í neðri deildunum og fleira. Aðalmálið á dagskrá var svo Subway deild karla.Farið yfir öll liðin. 

  -Bestur hingað til? 
  -Mestu vonbrigðin? 
  -Hver á eitthvað inni? 
  -Hvaða leikmanni ætti að bæta í liðið?

   Þetta, og margt fleira í BLE þætti dagsins.

  • 2 hrs 2 min
  Boltinn Lýgur Ekki - Dómari skallar leikmann | Leikdagur í Vesturbænum

  Boltinn Lýgur Ekki - Dómari skallar leikmann | Leikdagur í Vesturbænum

  BLEverjar voru í sínu nátturulega umhverfi (tveir í lokuðu rými) á mánudegi og fóru yfir hlutina á mettíma. Leikdagur, Deadline day, 2. deild, 1. deild, winners, loosers og margt margt fleira.

  • 47 min
  Boltinn Lýgur Ekki - Kokhraustir á Króknum | Búið að gleyma Baldri í Þorlákshöfn

  Boltinn Lýgur Ekki - Kokhraustir á Króknum | Búið að gleyma Baldri í Þorlákshöfn

  BLE verjar fengu til sín tvo frábæra gesti í þessum þætti. Fyrir hönd Þorlákshafnar var Heiðar Snær mættur en fyrir hörðustu Tindastólsmenn landsins var Gunnar Birgisson á svæðinu. Fyrsti hálftíminn fór í NBA deildina en svo var Véfréttin mætt með kraftröðun fyrir Subway deild karla fyrir strákana að rífa í sig. Liðunum var raðað í styrkleikaröð eftir því hvernig þau eru að spila á þessari stundu.

  • 2 hrs

Top Podcasts In Sports

You Might Also Like