12 episodes

Classic með Nönnu Kristjáns er nýr þáttur á Útvarp 101. Classic er afslöppuð og óhefðbundin nálgun á klassíska tónlist fyrir byrjendur og lengra komna. Farið verður yfir líf, störf og helstu verk stærstu nafna tónlistarsögunnar til að sanna að allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi þegar kemur að klassískri tónlist.

Classic með Nönnu Kristjáns Útvarp 101

  • Music History

Classic með Nönnu Kristjáns er nýr þáttur á Útvarp 101. Classic er afslöppuð og óhefðbundin nálgun á klassíska tónlist fyrir byrjendur og lengra komna. Farið verður yfir líf, störf og helstu verk stærstu nafna tónlistarsögunnar til að sanna að allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi þegar kemur að klassískri tónlist.

  Lully

  Lully

  Hver er besta leiðin til að fagna velheppnaðri konunglegri endaþarmsskurðaðgerð? Getur það verið lífshættulegt að starfa sem hljómsveitarstjóri? Nanna Kristjánsdóttir veltir þessu fyrir sér, ásamt öðru, í nýjasta þætti af útvarpsþættinum Classic, en umfjöllunarefnið að þessu sinni er barrokkmeistarinn Jean-Babtiste Lully.

  • 57 min
  Liszt

  Liszt

  Hver er uppruni fyrirbærisins „fangirl“? Hvers vegna myndi nokkur kona að geyma sundurtugginn vindlastubb í brjóstaskorunni? Nanna Kristjánsdóttir veltir þessu og öðru fyrir sér í ellefta þætti af útvarpsþættinum Classic, en í þetta skipti er til umræðu ungverski píanósnillingurinn Franz Liszt.

  • 1 hr 1 min
  Satie

  Satie

  Hver er besta lausnin við tilvistarkreppu? Hvert er leiðinlegasta tónverk sögunnar? Í 10. þætti af útvarpsþættinum Classic fjallar Nanna Kristjánsdóttir um furðufuglinn Erik Satie.

  • 53 min
  Wagner

  Wagner

  Hver var uppáhaldsópera Hitlers? Hver hinna klassísku meistara á metið í að kokkála? Í níunda þætti útvarpsþáttarins Classic fjallar Nanna Kristjánsdóttir um Richard Wagner.

  • 1 hr 9 min
  Chopin

  Chopin

  Hvað eiga Serge Gainsbourg og deadmau5 sameiginlegt? Var Victor Hugo queer ally? Í áttunda þætti af útvarpsþættinum Classic fjallar Nanna Kristjánsdóttir um pólska undrabarnið Frédéric Chopin.

  • 1 hr 6 min
  Purcell

  Purcell

  Hvernig hljóðar djammtónlist fyrri alda? Hvað eiga íbúar London enska bakaranum Thomas Farriner að þakka? Í sjöunda þætti af útvarpsþættinum Classic fjallar Nanna Kristjánsdóttir um hinn enska Henry Purcell.

  • 54 min

Top Podcasts In Music History

Listeners Also Subscribed To