34 episodes

Flosi Þorgeirsson fræðir Baldur Ragnarsson um áhugaverða liðna atburði.

Draugar fortíðar Hljóðkirkjan

  • History
  • 4.9 • 292 Ratings

Flosi Þorgeirsson fræðir Baldur Ragnarsson um áhugaverða liðna atburði.

  #29 Blóðug sverð undir rísandi sól

  #29 Blóðug sverð undir rísandi sól

  Í þessum þætti verður ögn dreypt á sögu Japans og sérstaklega þjóðfélagsstétt sem nefndist Samurai. Við skoðum tvo af frægustu stríðsmönnum Japans en annar þeirra var kona. Það kemur nefnilega í ljós þegar nánar er að gáð að konur tóku virkan þátt í bardögum og vígaferlum í Japan til forna.

  • 1 hr 36 min
  #A5 Hinn rafræni gapastokkur nútímans

  #A5 Hinn rafræni gapastokkur nútímans

  Á öldum áður tíðkaðist að dæma fólk til setu í gapastokki fyrir minni háttar brot. Hinn seki var þá festur á fótum en stundum einnig höndum. Gapastokkar voru ekki síst til háðungar og niðurlægingar og voru því yfirleitt á torgum í bæjum, svo allir sæju hinn seka. Fólk gat því tekið þátt í refsingunni með því að skopast að eða jafnvel pynta viðkomandi. Hér á Íslandi voru engin þorp og gapastokkar því hafðir hjá kirkjum svo messugestir gætu skemmt sér yfir smán hins seka. Gapastokkar voru bannaðir með lögum á Íslandi árið 1809. En erum við hætt að hæða og smána opinberlega? Við ræðum það í þessum aukaþætti af Draugum fortíðar.

  • 1 hr 47 min
  #28 Góði nasistinn frá Nanjing

  #28 Góði nasistinn frá Nanjing

  Stundum fellur gott fólk í þá gryfju að hrífast af varhugaverðri hugmyndafræði. Það henti manninn sem við fjöllum um í þessum þætti. Í heimalandi sínu er hann nær óþekktur en í stóru og fjölmennu ríki, langt frá heimkynnum hans, er hann þjóðhetja sem bjargaði þúsundum mannslífa. Vert er að vara við óhugnaði í þættinum.

  • 1 hr 33 min
  #27 Barist til þrautar

  #27 Barist til þrautar

  Flest höfum við heyrt um hetjulega baráttu Spartverja í Laugaskörðum árið 480 f.kr. Færri hafa líklega heyrt um orrustu í fjarrænu landi sem stendur okkur þó mun nær í tíma. Liðsmunurinn þar gerir það þó að verkum að þetta er eitt fræknasta dæmi sögunnar um herlið sem verst alveg til síðasta manns.

  • 1 hr 23 min
  #26 Dularfull örlög Dupont de Ligonnès fjölskyldunnar

  #26 Dularfull örlög Dupont de Ligonnès fjölskyldunnar

  Nú beinum við sjónum okkar að einu óhugnanlegasta og sorglegasta sakamáli síðustu ára. Hvað gerðist eiginlega í rólegu úthverfi í frönsku borginni Nantes í aprílbyrjun 2011?

  • 1 hr 28 min
  #25 Drephlægilegur dauðdagi?

  #25 Drephlægilegur dauðdagi?

  Stundum er sem sorgin og gleðin séu systur því svo hárfín lína virðist milli hláturs og gráturs. Í þessum þætti ræða Baldur og Flosi hvort hlæja megi að dauðanum eða ekki. Við skoðum sérstaklega ákveðin verðlaun, kenndan við heimsþekktan náttúrufræðing. Ólíkt öðrum verðlaunum þá vill enginn hljóta þessi.

  • 1 hr 32 min

Customer Reviews

4.9 out of 5
292 Ratings

292 Ratings

agustgod ,

Feel good og àvanabindandi

Hversu oft er hægt að gefa 5 stjörnur

Harpastebba ,

Veisla í eyrun

Ég fíla Flosa og ef Baldur les inn á hljóðbók þá kaupi ég hana á fullu verði. Frábært hlaðvarp!

slembilukka ,

Sagnfræðileg veisla með geðheilbrigðislegum undirtónum

Númer eitt. Það er leikþáttur í hverjum þætti sem fær mann til að líða eins og maður sé kominn aftur í tímann.

Númer tvö. Hver þáttur hefst á frekar berskjaldaðri umræðu um andlega líðan með hliðsjónar af algengum geðsjúkdómum eins og þunglyndi og alkóhólisma, sem hefur meira aðstoðað mann sjálfan við að skilja eigin líðan.

Númer þrjú. Eftir hlustun á hverjum þætti veit maður meira um eitthvað merkilegt en maður gerði fyrir hlustun.

Númer fjögur. Öllu er lokið.

Top Podcasts In History

Listeners Also Subscribed To