
52 episodes

Einmitt Einar Bárðarson
-
- Music Interviews
-
-
5.0 • 15 Ratings
-
Einmitt eru samtöl á sunnudagsmorgnum þar sem Einar ræðir við áhugaverða einstaklinga úr öllum áttum um smelli og skelli á lífsins svelli.
-
52. Króli „Dalirnir breytast ekki þó maður þekki þá betur“
Kristinn Óli Haraldsson, Króli, er gestur minn í þætti 52. Fjölhæfur ungur listamaður sem hefur notið mikillar velgengni og lýðhylli allt frá árinu 2017 þegar hann og Jói P stukku fram á sjónarsviðið með laginu “BOBA” en hann hefur ekki fundið vellíðan í velgengninni. Hann glímir við kvíða og þunglyndi sem hann hefur náð að lifa með en ekki kannski alveg náð að hemja. Hann talar af miklu hispursleysi um baráttu sína sem er ennþá fyrirferðarmikið verkefni í hans lífi. Í þættinum tölum við um erfið viðfangsefni og rétt að benda á síma Píeta samtakanna 552 2218 og Hjálparsíma Rauða Krossins 1717 fyrir aðstoð við sömu viðfangsefni.
-
51. Bjarni Karlsson: "Hvers vegna erum við grimm?"
Bjarni Karlsson er gestur minn í þessum þætti en hann er nýbúinn að senda frá sér bókina " Bati frá tilgangsleysi". Þar eins og í samtalinu okkar leitast hann við að svara spurningunni: Hvers vegna erum við grimm og heimsk? Samtalið okkar fer um víðan völl siðfræðinnar og guðfræðinnar og þar fléttast saman veraldleg og trúarleg hugsun um það sem skiptir máli í dag, að taka ábyrgð gagnvart umhverfi og mennsku.
-
50. Magni: "Tommy Lee að reyna við Ragnhildi Steinunni"
Magni „okkar“ Ásgeirsson er gestur minn í þessum þætti. Við höfum verið vinir til áratuga núna og mig langaði að ræða við hann um Rockstar Supernova tímabilið og samvistirnar við Tommy Lee og félaga í Los Angeles. Síðan ræðum við auðvitað bransann frá öllum hliðum og álagið sem því fylgir að vera í 10 starfandi hljómsveitum og rauða flaggið sem hann fékk í ágúst þegar hann var keyrður með bláu ljósin á sjúkrahúsið á Akureyri og hvernig bóndasonurinn frá Borgarfirði eystri reynir að „minnka“ álagið.
-
49. Sigríður Hrund „Heppin að fá fæðingarþunglyndi þrisvar“
Sigríður Hrund Pétursdóttir, eigandi Vinnupalla ehf. og fyrrverandi formaður Félags kvenna í atvinnulífinu er gestur minn í þessum þætti. Hún talar ljós, eins og hún kallar það, dreifir mildi og náð sem hún hefur tamið sér eftir margra ára sjálfsvinnu því lífið er ekki alltaf dans á rósum. Hún fékk fæðingarþunglyndi í þrígang og segir það heppni. Hvernig má það vera og hvernig vinnur maður sig inn í ljós eftir þa
-
48. Baldur Rafn "Metró maðurinn er orðinn miðaldra"
Baldur Rafn Gylfason hárgeiðslumeistari og eigandi Bpro heildsölunnar. Baldur var einn þeirra sem lagði grunn af innreið "Metró mannsins" til Íslands upp úr aldamótum. Metró maðurinn leyfði sér meira en bara ljósabekki og strípur til að hressa upp á útlitið. Metró maðurinn notaði líka snyrtivörur, krem og hárvörur sem ekki var algengt á þeim tíma. Nú er Metró maðurinn orðinn miðaldra og nú er hann að takast á við hækkandi kollvik, lélegan hvirfil, bauga og hrukkur. Baldur Rafn er gestur í nýjasta þættinum af Einmitt hlaðvarpi Einars Bárðarsonar og í þættinum fara þeir um víðan völl og vopna metró manninn inn í miðaldra slaginn.
-
47 Gabríel Ólafs “frægasti tónlistarmaður á Íslandi sem enginn veit hver er”
Gestur minn í þessum þætti er Gabríel Ólafsson, tuttugu og fjögurra ára gamall tónlistarmaður og tónskáld. Hann hefur á örstuttum tíma náð fádæma árangri í útgáfu og ekki bara það því hann rekur hljóðver á Íslandi þar sem Apple TV+, BBC og Netflix sækja þjónustu hans. Ofan á það er hann á samningi við Decca Records, sem er í eigu útgáfurisans Universal Music Group og verkin hans eru spiluð í milljóna vís um allan heim. Gabríel er þannig mjög líklega frægasti tónlistarmaður á Íslandi sem enginn veit hver er.