
25 episodes

Flimtan og fáryrði Gunnlaugur Bjarnason and Ármann Jakobsson
-
- Books
-
-
4.4 • 14 Ratings
-
Hlaðvarp um íslenskar bókmenntir fyrri alda í léttum dúr. Þorir þegar aðrir þegja...
-
Sérstakur jólaþáttur – Jólin eru tími álfa og óvætta
Flimtan og fáryrði hafa lokið göngu sinni í bili og þá kemur að aukaefninu! Jólin eru hátíð ljóss og friðar – og berserkja, álfa og annarra óvætta. Gunnlaugur og Ármann eru í jólaskapi í sérstökum jólaþætti sem vegna fjölda áskorana var bætt við...
-
24 – Á slóðum væringja
Hverjir voru Væringjar og hvernig varð sagnaritun um þá til? Og er Grís gott nafn á sveinbörn? Ármann og Gunnlaugur ræða við Sverri Jakobsson sagnfræðing sem sendir brátt frá sér bók um Væringja og dvelja að mestu í Miklagarði en þó er einnig vikið að...
-
23 – Stjörnulögfræðingar
Hrafnkels saga er fáum öðrum Íslendingasögum lík. Höfundur hefur takmarkaðan áhuga á ættfræði og nennir ekki að lýsa útliti manna en hefur áhuga á nýríkum stjörnulögfræðingum, hefndarþyrstum griðkonum og slyngum skósveinum. En tekst Ármanni að koma...
-
22 – Unglingagengi ræðst á varnarlausa
Gunnlaugur og Ármann fá góðan gest, Guðrúnu Nordal, og aftur er haldið á Sturlungaöld og rætt um eitt helsta voðaverk aldarinnar þegar hópur af vopnuðum unglingum réðst á konur og börn á Sauðafelli. Þessi þáttur er alls ekki fyrir þá sem finnst of mikið...
-
21 – Börn eru hættuleg
Börn virðast sakleysisleg en enginn er óhultur þegar þau taka að leika „alþingisleikinn“ og afhjúpa leyndarmál fullorðinna. Ekki er heldur snjallræði að fá erfiðan ungling til að hugsa um fiðurfé heimilisins. Og hver vill vera á Hufflepuff-vistinni? Enn...
-
20 – Sjáum við rauðálfinn?
Í sumum Íslendingasögum birtist brothætt karlmennska þar sem jafnvel mestu hetjur verða fyrir skensi gárunga. Gunnlaugur og Ármann velta því upp hvort harða gagnrýni á kynjakerfið og kúgunartilburði þess megi finna í 13. aldar sögum og hvaða áhrif það...