12 episodes

Í Fordæmalausum tímum munum við skrásetja þessa undarlegu tíma sem við erum að upplifa, það hvernig fólk er að takast á við lífið í miðjum Covid-19 heimsfaraldrinum.Við heyrum persónulegar sögur úr kófinu, förum í vettvangsferðir og veltum fyrir okkur þeim samfélagslegu spurningum sem við stöndum frammi fyrir nú og í kjölfar faraldursins. Við bendum á að þið getið sent okkur ykkar sögur á ruv.is/sogur-ur-kofinu. Þátturinn er á dagskrá tvisvar í viku nú á meðan samkomubannið varir.

Fordæmalausir tímar RÚV

  • Science

Í Fordæmalausum tímum munum við skrásetja þessa undarlegu tíma sem við erum að upplifa, það hvernig fólk er að takast á við lífið í miðjum Covid-19 heimsfaraldrinum.Við heyrum persónulegar sögur úr kófinu, förum í vettvangsferðir og veltum fyrir okkur þeim samfélagslegu spurningum sem við stöndum frammi fyrir nú og í kjölfar faraldursins. Við bendum á að þið getið sent okkur ykkar sögur á ruv.is/sogur-ur-kofinu. Þátturinn er á dagskrá tvisvar í viku nú á meðan samkomubannið varir.

  Námsmenn erlendis, covid-kennsla, atvinnuleysi og nafnlaus frásögn

  Námsmenn erlendis, covid-kennsla, atvinnuleysi og nafnlaus frásögn

  Í þættinum í dag verður meðal annars rætt við íslenska nemendur í erlendum háskólum. Margir þeirra hafa flúið heim til Íslands á meðan á ástandið gengur yfir. Þeir lýsa breyttum aðstæðum í náminum, fjar-fyrirlestrum á nóttunni, dansæfingum á stofugólfinu og hópavinnu tímabelta á milli. Kolbrún Þorbjörg Pálsdóttir, forseti menntavísindasviðs Háskóla Íslands, ræðir um covid-kennslu og áhrif faraldursins á framtíð menntunar. Við heyrum um hjón sem hafa bæði þurft að skrá sig á atvinnuleysisbætur, í fyrsta skipti á ævinni, nú þegar þau nálgast sextugt En við byrjum á nafnlausri frásögn sem við fengum senda inn í gegnum vefinn okkar, sögur úr kófinu.

  Fámennt brúðkaup, atvinnulaus leiðsögumaður og framtíðin

  Fámennt brúðkaup, atvinnulaus leiðsögumaður og framtíðin

  Í dag ætlum við að rýna í framtíðina. Við heyrum af atvinnulausum leiðsögumanni, förum í fámennt brúðkaup í Grasagarðinum og ræðum við Björn Þorsteinsson heimspeking um heiminn eftir covid.

  Útfarir, missir og nýtt líf

  Útfarir, missir og nýtt líf

  Í þætti dagsins skoðum við upphaf lífsins og endalok. Við fylgjumst með ungu pari eignast sitt fyrsta barn í miðju kófi. Við heyrum sögu Bjarna Líndal sem missti konuna sína, Ágústu Ragnhildi Benediktsdóttur úr Covid-19 í byrjun apríl. Og við ræðum við séra Sigurð Jónsson um mikilvægi táknrænna athafna á borð við útfarir og hvað gerist þegar hefðum og venjum er raskað á okkar erfiðustu stundum.

  Fæðing, andlát og hefðir sem haldreipi

  Fæðing, andlát og hefðir sem haldreipi

  Í þætti dagsins skoðum við upphaf lífsins og endalok. Við fylgjumst með ungu pari eignast sitt fyrsta barn í miðju kófi. Við heyrum sögu Bjarna Líndal sem missti konuna sína, Ágústu Ragnhildi Benediktsdóttur úr Covid-19 í byrjun apríl. Og við ræðum við séra Sigurð Jónsson um mikilvægi táknrænna athafna á borð við útfarir og hvað gerist þegar hefðum og venjum er raskað á okkar erfiðustu stundum.

  8: Upplýsingaóreiða, blaðamannafundur, faraldursfræðingur

  8: Upplýsingaóreiða, blaðamannafundur, faraldursfræðingur

  Áttundi þátturinn af sérútgáfu Lestarinar, Fordæmalausir tímar. Í þessum þáttum reyna dagskrárgerðarmenn Lestarinnar að skrásetja hina undarlegu tíma sem við erum að upplifa, það hvernig fólk er að takast á við lífið í miðjum Covid-19 heimsfaraldri.Þar eru sagðar persónulegar sögur úr kófinu, við heimsækjum framlínuna í baráttunni við faraldurinn og veltum fyrir okkur framtíðinni. Í þætti dagsins beinum við sjónum okkar að fréttum og upplýsingamiðlun. Við fylgjum blaðamanni Stöðvar 2 á daglegan upplýsingafund Almannavarna. Rætt verður við Kristjönu Ásbjörnsdóttur faraldursfræðing við háskólann í Washington, en hún hefur þurft að rökræða um faraldurinn við sjálfskipaða sérfræðinga á samfélagsmiðlum undanfarnar vikur. Og við ræðum um upplýsingaóreiðu og áreiðanleika frétta við þá Finn Dellsén, heimspeking, og Hauk Má Helgason, rithöfund og blaðamann.

  7: Landspítalinn, Covid-deildin, áföll og heilsa

  7: Landspítalinn, Covid-deildin, áföll og heilsa

  Sjöundi þáttur sérútgáfu Lestarinnar: Fordæmalausir tímar. Í þættinum í dag fáum við innsýn í störf framlínustarfsfólks á Landspítalanum. Við heyrum í hjúkrunarfræðingi, geislafræðingi, lækni og sjúkraliða svo eitthvað sé nefnt. Heyrum um hlífðarbúninga og handþvott, ótta, samstöðu, andlát og bata. Og undir lok þáttar verður rætt við Örnu Hauksdóttur, prófessor við læknadeild háskóla íslands, um heilsufarsleg áhrif samfélagslegra áfalla.

Top Podcasts In Science