4 episodes

Hvað er hannyrðapönk og hvað gera hannyrðapönkarar? Sigrún Braga- og Guðrúnardóttir er hannyrðapönkari og í fjórum þáttum kynnir hún stefnuyfirlýsingu hannyrðapönkara og segir sögur af handverksfólki sem frá örófi alda hefur notað handavinnu til að láta gott af sér leiða. Handverksfólki sem hefur jafnvel varðveitt sögu heimsins í sjálfu sér, með húðflúrum. Umsjón: Sigrún Bragadóttir.

Hannyrðapönk RÚV

  • Arts

Hvað er hannyrðapönk og hvað gera hannyrðapönkarar? Sigrún Braga- og Guðrúnardóttir er hannyrðapönkari og í fjórum þáttum kynnir hún stefnuyfirlýsingu hannyrðapönkara og segir sögur af handverksfólki sem frá örófi alda hefur notað handavinnu til að láta gott af sér leiða. Handverksfólki sem hefur jafnvel varðveitt sögu heimsins í sjálfu sér, með húðflúrum. Umsjón: Sigrún Bragadóttir.

  Hannyrðapönk, húðflúr og kynhlutverkin

  Hannyrðapönk, húðflúr og kynhlutverkin

  Hvað er kyn og kynhlutverk? Hvernig atvikaðist það eiginlega að prjón sé talið vera kvenleg dyggð og að smíðavinna sé karlmannsverk? Í lokaþætti Hannyrðapönks fjallar Sigrún um handverk, hannyrðir og húðflúr út frá stöðluðum hugmyndum okkar um kynhlutverkin. Við heyrum meðal annars viðtöl við menn sem brjóta staðalmyndir karlmennskunnar með útsaumi og prjóni og fræðumst verkefnið Karlar í skúrum. Umsjón: Sigrún Bragadóttir.

  Hannyrðapönk, húðflúr og kynþáttahyggja

  Hannyrðapönk, húðflúr og kynþáttahyggja

  Geta hannyrðir verið hlaðnar kynþáttahyggju og ef svo er, hvernig komum við auga á það? Getum við notað hannyrðir til að vekja athygli á samfélagsmeinum og hvatt samferðafólk okkar til góðra verka? Í þriðja þætti Hannyrðapönks fjallar Sigrún um birtingarmynd þjóðernis- og kynþáttahyggju í handverki, hannyrðum og húðflúri. Við fræðumst um uppruna mynstra, þar með talið 8 blaða rósarinnar. Einnig fáum við að heyra sögur af fólki sem notaði handavinnu sína til að hjálpa fólki á flótta undan ólýsanlegum þjáningum. Umsjón: Sigrún Bragadóttir.

  Hannyrðapönk, húðflúr og stjórnmál

  Hannyrðapönk, húðflúr og stjórnmál

  Hvað á hekl, húðflúr, fjöldamótmæli og snýtiklútar sameiginlegt? Í 2. þætti Hannyrðapönks fjallar Sigrún um pólitískar aðgerðir í gegnum handverk, handavinnu og húðflúr. Við heyrum sögur af fólki sem grípur til aldagamals handverks til að vernda mennskuna í heiminum á brothættum tímum og hvernig húðflúr hefur alltaf verið pólitískur gjörningur í sjálfu sér. Umsjón: Sigrún Bragadóttir.

  Í upphafi var hannyrðapönk og húðflúr

  Í upphafi var hannyrðapönk og húðflúr

  Hvað er hannyrðapönk og hvað gera hannyrðapönkarar eiginlega? Hvað á rúmlega 5300 ára gamalt morðmál sameiginlegt með húðflúruðum handleggjum dagsins í dag? Í þessum 1. þætti Hannyrðapönks heyrum við meðal annars viðtal við ljósmóður hannyrðapönksins, Betsy Greer, og hvernig hún ýtti þessari gömlu gjörningastefnu úr vör á ný. Við fræðumst um forn húðflúr og hvernig listin að flúra fólk er ekki bara nútíma hégómi heldur í raun fornt handverk. Umsjón: Sigrún Bragadóttir.

Top Podcasts In Arts