54 min

Haraldur Þorleifsson - Í hjólastól upp á toppinn Alfa hlaðvarp

    • Management

Hvernig er hægt að vera fullur í fimm ár, taka sig svo saman í andlitinu, og á næstu 5 árum búa til eitt flottasta fyrirtæki landsins? Viðmælandi þessa þáttar Haraldur Þorleifsson þekkir það af eigin raun. Hann deilir hér með okkur sinni átakanlegu sögu. Haraldur er lítið þekktur á Íslandi, en er orðin einskonar rokkstjarna erlendis á sínu sviði. Það þarf ekki annað en að googla nafnið hans til að komast að því. Hönnunarfyrirtæki Haraldar, Ueno, veltir um 2,5 milljarði króna og komst nýlega á lista Inc. í Bandaríkjunum yfir þau fyrirtæki sem hafa vaxið hvað hraðast. Á meðal viðskiptavina Ueno eru Reuters, Facebook, RedBull, Airbnb, Lonely Planet, Cisco auk Símans og Nova hér heima. Sem dæmi þá kom Ueno að hönnun ESPN Body Issue árið 2017 og rebranding fyrir Uber 2018. Haraldur og Ueno hafa hlotið ótal alþjóðleg verðlaun fyrir hönnun sína. Ueno er með skrifstofur í San Fransisco, Los Angeles og New York. Einnig glæsilega skrifstofu í Hafnartorgi þar sem fyrirtækið sinnir m.a. viðskiptavinum sínum hér heima. Saga Haraldar er einstök. Haraldur sem er í hjólastól hefur unnið sig upp úr röð persónulegra áfalla og erfiðleika en stendur eftir reynslunni ríkari, sterkur, næmur og mjög ákveðinn í að ná árangri. Hann er óvenju opinn, alla vega miðað við þessa tilfinningalegu tréhesta sem við Íslendingar oft erum. Það var magnað að tala við hann og við vonum að þú njótir viðtalsins.

Hvernig er hægt að vera fullur í fimm ár, taka sig svo saman í andlitinu, og á næstu 5 árum búa til eitt flottasta fyrirtæki landsins? Viðmælandi þessa þáttar Haraldur Þorleifsson þekkir það af eigin raun. Hann deilir hér með okkur sinni átakanlegu sögu. Haraldur er lítið þekktur á Íslandi, en er orðin einskonar rokkstjarna erlendis á sínu sviði. Það þarf ekki annað en að googla nafnið hans til að komast að því. Hönnunarfyrirtæki Haraldar, Ueno, veltir um 2,5 milljarði króna og komst nýlega á lista Inc. í Bandaríkjunum yfir þau fyrirtæki sem hafa vaxið hvað hraðast. Á meðal viðskiptavina Ueno eru Reuters, Facebook, RedBull, Airbnb, Lonely Planet, Cisco auk Símans og Nova hér heima. Sem dæmi þá kom Ueno að hönnun ESPN Body Issue árið 2017 og rebranding fyrir Uber 2018. Haraldur og Ueno hafa hlotið ótal alþjóðleg verðlaun fyrir hönnun sína. Ueno er með skrifstofur í San Fransisco, Los Angeles og New York. Einnig glæsilega skrifstofu í Hafnartorgi þar sem fyrirtækið sinnir m.a. viðskiptavinum sínum hér heima. Saga Haraldar er einstök. Haraldur sem er í hjólastól hefur unnið sig upp úr röð persónulegra áfalla og erfiðleika en stendur eftir reynslunni ríkari, sterkur, næmur og mjög ákveðinn í að ná árangri. Hann er óvenju opinn, alla vega miðað við þessa tilfinningalegu tréhesta sem við Íslendingar oft erum. Það var magnað að tala við hann og við vonum að þú njótir viðtalsins.

54 min

Top Podcasts In Management