16 episodes

Heilahristingur er léttur og skemmtilegur spurningaþáttur þar sem tvö lið svara spurningum um allt milli himins og jarðar. Þetta misserið mun nýr gestaspyrill vikunnar sitja með Jóhanni Alfreð um hverja helgi og ákveða þemu þáttarins.

Heilahristingur RÚV

    • Society & Culture
    • 4.3 • 12 Ratings

Heilahristingur er léttur og skemmtilegur spurningaþáttur þar sem tvö lið svara spurningum um allt milli himins og jarðar. Þetta misserið mun nýr gestaspyrill vikunnar sitja með Jóhanni Alfreð um hverja helgi og ákveða þemu þáttarins.

    Þorkell Gunnar - HM-Hristingur

    Þorkell Gunnar - HM-Hristingur

    Heilahristingur snýr aftur í dag. Nýr gestaspyrill mun sitja með Jóhanni Alfreð í hverjum þætti fram yfir áramót. Gestaspyrill dagsins er Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, íþróttafréttamaður. Heimsmeistaramótið í knattspyrnu hefst í dag og að því tilefni er HM-hristingur. Allar spurningarnar tengjast HM í fótbolta beint eða óbeint. Lög frá löndunum sem taka þátt, spútnikliðin, dómaraskandalar og stjörnur HM í áranna rás er meðal þess sem kemur við sögu í þætti dagsins. Lið Venediktssonar sem mynda þeir Guðmundur Benediktsson og Sigurvin Ólafsson mæta liði Steve Dagskrá þeim Vilhjálmi Frey Hallsyni og Andra Geir Gunnarssyni í bráðskemmtilegri keppni.

    • 57 min
    Annar þáttur - Guðrún Sóley

    Annar þáttur - Guðrún Sóley

    Gestastjórnandi vikunnar er að þessu sinni dagskrárgerðarkonan Guðrún Sóley Gestsdóttir. Guðrún stýrir áherslum og þemum í spurningum dagsins. Liðin tvö sem keppa er lið Stórveldisins sem mynda þeir Tómas Steindórsson og Snorri Másson en þeir mæta liði Veru Illugadóttur, dagskrárgerðarkonu og Veigu Grétarsdóttur kajakræðara. Meðal þess sem kemur við sögu í þætti dagsins eru söngleikir, sundlaugar á Íslandi, íslensk hlaðvörp og textar í íslenskum rapplögum.

    • 59 min
    Þriðji þáttur - Gísli Marteinn

    Þriðji þáttur - Gísli Marteinn

    Gísli Marteinn Baldursson, sjónvarpsmaður situr sem gestastjórnandi með Jóhanni Alfreð þessa helgina. Áherslur og þemun í spurningunum koma frá Gísla en meðal þess sem kemur við sögu í þætti dagsins eru borgarstjórar í Reykjavík, Tinni, gamlir íslenskir sjónvarpsþættir, sigurlögin í Eurovision og framherjar í Liverpool. Liðin tvö sem mynda þau Lóa Hjálmtýsdóttir og Hugleikur Dagsson sem mæta Andra Ólafssyni og Fanneyju Birnu Jónsdóttur í bráðskemmtilegri keppni.

    • 1 hr
    Fjórði þáttur - Grínhristingur

    Fjórði þáttur - Grínhristingur

    Benedikt Valsson úr Hraðfréttum situr með Jóhanni Alfreð sem gestastjórnandi í Stúdíó 12 í dag. Og framundan er grínhristingur. Allar spurningar dagsins munu tengjast gríni með einum öðrum hætti. Meðal þess sem kemur við sögu eru íslenskir grínkarakterar, íslenskir titlar á gömlum gamanþáttum, Fóstbræður, Spaugstofan, gamanmyndir og eftirhermur. Það eru tvö bráðfyndin sem lið eigast við ídag. Lið Gjamma mynda þeir Gunnar Sigurðarson og Hjálmar Örn Jóhannsson. Þeir mæta liði Snjójárns, þeim Snjólaugu Lúðvíksdóttir og Ara Eldjárn í hörkuspennandi og skemmtilegri viðureign.

    • 59 min
    Fimmti þáttur - Jólahristingur

    Fimmti þáttur - Jólahristingur

    Síðasti þáttur fyrir jól og að því tilefni er Jólahristingur. Já, jólin koma við sögu í öllum spurningum dagsins á liðin tvö. Innlend jólalög og erlend, jólamyndir, jólatextar, sögulegir atburðir um jól, jóladagatal sjónvarpsins og fleira og fleira jóla. Laufey Haraldsdóttir situr sem gestastjórnandi með Jóhanni Alfreð í þætti dagsins. Liðin tvö eru Húvellingar sem mynda uppistandararnir og handritshöfundarnir Karen Björg Þorsteinsdóttir og Stefán Ingvar Vigfússon en þau mæta liði Margló Hó Hó Hó sem í eru Margrét Erla Maack, fjöllista- og fjölmiðlakona og leikkonan Eygló Hilmarsdóttir.

    • 1 hr
    Sjötti þáttur - Áramótahristingur

    Sjötti þáttur - Áramótahristingur

    Í dag gamlársdag er á dagskrá sérstakur viðhafnar áramótahristingur. Allar spurningar dagsins munu tengjast árinu sem er að líða og í dag munu sitja þrír keppendur í hvoru liði sem bæði mynda fjölmiðlafólk af ýmsum miðlum. Fólk sem var áberandi á árinu, það skemmtilega sem gerðist, það skrýtna, það fréttnæma, Swedengate, boðorðin níu, sveitarstjórnarkosningarnar 2022 og fleira kemur við sögu í keppni dagsins. Gestaspyrill með Jóhanni Alfreð er Kristjana Arnarsdóttir. Oddur Þórðarson, fréttamaður situr sem stigavörður og er meðhöfundur spurninga ásamt Helga Hrafni Guðmundssyni. Liðin tvö sem mætast eru Atlið sem í eru Hólmfríður Ragnhildardóttir frá Morgunblaðinu, Sunna Valgerðardóttir frá Rás 1 og Atli Ísleifsson frá Stöð 2 og Vísi. Þau mæta liði Festivalsins sem mynda Berglind Pétursdóttir úr ritstjórn Vikunnar með Gísla Marteini, Freyr Rögnvaldsson frá Stundinni/Kjarnanum og Oddur Ævar Gunnarsson, Fréttablaðinu.

    • 1 hr 3 min

Customer Reviews

4.3 out of 5
12 Ratings

12 Ratings