49 episodes

Ási heldur áfram að spjalla á léttu nótunum við áhugavert fólk sem tengist á einn eða annan hátt.

Heitt á könnunni með Ása Ási

    • Society & Culture
    • 4.8 • 45 Ratings

Ási heldur áfram að spjalla á léttu nótunum við áhugavert fólk sem tengist á einn eða annan hátt.

    #49 - Elín Hall & Reynir Snær

    #49 - Elín Hall & Reynir Snær

    Tónlistarfólkið og vinirnir Elín Sif Hall og Reynir Snær Magnússon mættu til mín í virkilega áhugavert og skemmtilegt spjall um tónlistina og lífið yfir rjúkandi heitum kaffibolla.
    Elín er nýútskrifuð leikkona og getur fólk séð hana á leika listir sínar í borgarleikhúsinu í sýningunni 9 líf. Ásamt leiklistinni er Elín frábær tónlistarkona en hefur hún gefið út mörg lög og er eitt hennar vinsælasta lag lagið vinir sem fengið hefur að hljóma á útvarpsstöðum undanfarið.
    Reynir er gítarséní og er hann einn eftirsóttasti gítarleikari landsins í dag. En hann hefur meðal annars spilað á tónleikum hjá mörgu okkar þekktasta tónlistarfólki í dag. Ásamt spilamennskunni produserar hann líka lög hjá mörgu flottu tónlistarfólki.
    Elín og Reynir eiga sér áhugaverða sögu en vinna þau mikið saman að músíkinni en voru þau um tíma par. Þau hafa þó eftir sambandsslitin haldið samvinnunni í músíkinni áfram og eru miklir vinir.
    Í þættinum ræddum við meðal annars um tónlistina og hvar áhuginn á henni kviknaði, hvernig það er að vinna svona náið með sínum fyrrverandi maka, uppvaxtarárin, vináttuna og virðinguna. Svo prufaði ég þau að sjálfsögðu í því hversu vel þau þekkjast í raun og veru.

    • 1 hr 28 min
    #48 - Diljá & Steini

    #48 - Diljá & Steini

    Söngkonan, orkuboltinn og eurovision farinn Diljá Pétursdóttir mætti til mín í virkilega skemmtilegt spjall ásamt vini sínum og samstarfsmanni, tónlistarmanninum og söngvaranum Þorsteini Helga Kristjánssyni og var að sjálfsögðu rjúkandi heitt á könnunni.
    Eins og allir íslendingar ættu að vita flutti Diljá framlag íslands í Eurovision þetta árið og stóð hún sig ekkert eðlilega vel með kraftmikilli framkomu sinni á sviðinu. 
    Þorsteinn er einnig söngvari úr Garði og gefur Diljá ekkert eftir og saman mynda þau frábært teymi í hljómsveit sinni Midnight Librerian.
    Þrátt fyrir að hafa kannski ekki þekkst lengi eru þau miklir vinir og ætla þau sér bæði stóra hluti í músíkinni.
    Í þættinum ræddum við meðal annars um tónlistina og hvar áhugi þeirra kviknaði á henni, eurovision ævintýrið, vináttuna, hljómsveita bransann, framtíðaráform og margt fleira. svo prófaði ég þau að sjálfsögðu í því hversu vel þau þekkjast í raun og veru.

    • 1 hr 22 min
    #47 - Júlí Heiðar & Kristmundur Axel

    #47 - Júlí Heiðar & Kristmundur Axel

    Tónlistarmennirnir og vinirnir Júlí Heiðar Halldórsson og Kristmundur Axel Kristmundsson mættu til mín í stórskemmtilegt spjall um tónlistina, lífið og tilveruna og var að sjálfsögðu boðið upp á rjúkandi heitt á könnunni og með því.
    Júlí Heiðar hefur verið að gera það virkilega gott í íslensku tónlistarsenunni undanfarin ár en er hann svo sannarlega ekki við eina fjölina felldur en er hann einnig menntaður leikari ásamt því að vera bankastarfsmaður hjá Arion Banka í fullu starfi.
    Kristmundur Axel er að koma aftur upp á yfirborðið eftir dágóða pásu frá sviðsljósinu og má segja að hann sé að koma inn með látum, þrátt fyrir að hann hafi svo sem alltaf verið að vinna við tónlist.
    Þeir vinirnir hófu fyrst samstarf kornungir í Borgó og unnu söngkeppni framhaldsskólanna með laginu Komdu til baka og skutust þeir í kjölfarið hratt upp á stjörnuhimininn.
    Í þættinum ræddum við meðal annars um músíkina og hvar áhugi þeirra kviknaði á henni, textagerðina og tilfinningalega útrás sem henni fylgir, vináttuna, endurkomuna í sviðsljósið og margt fleira, svo prófaði ég þá að sjálfsögðu í því hversu vel þeir þekkjast í raun og veru.

    • 1 hr 39 min
    #46 - Eyrún Anna & Olga Helena

    #46 - Eyrún Anna & Olga Helena

    Frumkvöðlarnir, business píurnar og vinkonurnar Eyrún Anna Tryggvadóttir og Olga Helena Ólafsdóttir mættu til mín í stórskemmtilegt spjall og var að sjálfsögðu boðið uppá rjúkandi heitt kaffi og meðí.
    Eyrún og Olga hafa verið bestu vinkonur frá því þær voru saman í 8. bekk í Árbæjarskóla en hefur sú vinátta þróast yfir í frábært samstarf sem hófst allt þegar þær voru saman í fæðingarorlofi og hönnuðu Minningarbókina sem óx heldur betur í höndunum á þeim og stofnuðu þær saman barnavöruverslunina Von verslun. Í dag eru þær búnar að kaupa Bíum Bíum og er starfsemin heldur betur í blóma.
    Í þættinum ræddum við meðal annars um business lífið og hvernig það allt saman byrjaði, árin í Árbænum, vináttuna, hvernig það er að vinna með svona náinni vinkonu, fjölskylduna og margt fleira. Svo prófaði ég þær að sjálfsögðu í því hversu vel þær þekkjast í raun og veru.

    • 1 hr 49 min
    #45 - Villi Neto & Vigdís Hafliða

    #45 - Villi Neto & Vigdís Hafliða

    Leikarinn, grínistinn og uppistandarinn Vilhelm Neto mætti til mín í virkilega einlægt og skemmtilegt spjall ásamt samstarfskonu sinni og vinkonu tónlistarkonunni, grínistanum og uppistandaranum Vigdísi Hafliðadóttur.
    Villi Neto hefur verið áberandi ansi lengi í íslensku samfélagi en kom hann fyrst uppá sjónarsviðið í gegnum samfélagsmiðlana og var hann duglegur við að senda frá sér sketsa sem slógu rækilega í gegn. Í dag er Villi menntaður leikari og starfar við Borgarleikhúsið ásamt því að vera meðlimur í uppistand hópnum VHS sem hafa notið mikilla vinsælda.
    Vigdís er einmitt ásamt honum Villa meðlimur hópsins VHS og fer hver að verða síðastur að tryggja sér miða á sýninguna þeirra VHS velur vellíðan. En ásamt uppistandinu og að skrifa grínefni er hún einnig söngkona hljómsveitarinnar FLOTT en hafa þær einmitt notið gríðarlegra vinsælda og spennandi tímar framundan.
    Villi og Vigdís eiga einlægt og fallegt vinasamband sem heyrist greinilega á spjalli okkar.
    Í þættinum ræddum við meðal annars um grínið og hvenær þau ákváðu að stíga inní þá senu, leiklistina og samfélagsmiðlana, tónlistina, tækifærið sem þau fengu á að ferðast milli eyja saman og búa til sjónvarp og margt fleira. Svo prófaði ég þau að sjálfsögðu í því hversu vel þau þekkjast í raun og veru.


    Þátturinn er í boði:

    Smitten - https://smittendating.com/

    • 1 hr 43 min
    #44 - Anna Marta & Lovísa

    #44 - Anna Marta & Lovísa

    Frumkvöðlarnir, þjálfararnir, orkuboltarnir og tvíburasysturnar Anna Marta Ásgeirsdóttir og Lovísa Ásgerisdóttir mættu til mín í virkilega skemmtilegt spjall og komu heldur betur færandi hendi með brakandi ferskt súkkulaði með kaffinu.
    Anna Marta hefur verið þjálfari í mörg ár lengi vel hjá Hreyfingu en hún færði sig nýverið yfir til WorldClass og er einn vinsælasti hóptímakennarinn þar, ásamt því að taka að sér fólk í næringarþjálfun. Í covid bankaði svo tilboð til hennar sem hún gat einfaldlega ekki annað en stokkið á og hefur hún undanfarin ár framleitt bæði pestó og súkkulaði undir merkinu Anna Marta og er brjálað að gera.
    Lovísa er eins og systir sín einnig einn vinsælasti hóptímakennari WorldClass en er hún einnig tekin við gæðastjórnun í súkkulaði og pestó framleiðslunni.
    Þær tvíburasysturnar eru einstaklega nánar og góðar vinkonur en heyrist það mjög glögglega í spjallinu okkar.
    Í þættinum ræddum við meðal annars um heilsuna og mikilvægi þess að hlúa vel að því sem við setjum ofaní okkur, súkkulaðið og matargerðina og hvaðan sú hugmynd kviknaði, tvíburalífið, hvar þær eru líkar og hvar þær eru ólíkar, uppvöxtinn og margt fleira. Svo prófaði ég þær að sjálfsögðu í því hversu vel þær þekkjast í raun og veru.

    Þátturinn er í boði:

    Smitten - https://smittendating.com/

    • 1 hr 37 min

Customer Reviews

4.8 out of 5
45 Ratings

45 Ratings

Anna Lilja ,

Ási aftur með holu í höggi!

Elska hvað Ási nær “casual” spjalli við áhugavert fólk! Létt og skemmtilegt efni sem er þægilegt í eyra ⭐️⭐️⭐️⭐️⭐️

You Might Also Like

Þarf alltaf að vera grín?
Þarf alltaf að vera grín?
Beint í bílinn
Sveppalingur1977
70 Mínútur
Hugi Halldórsson
Morðcastið
Unnur Borgþórsdóttir
Í ljósi sögunnar
RÚV
Undirmannaðar
Undirmannaðar