250 episodes

Í hlaðvarpi Kjarnans má finna fjölbreytta þætti um allt frá pólitík til heiðarlegs skyndibita eða nýjustu græjunnar.

Hlaðvarp Kjarnans Kjarninn Miðlar ehf.

  • News

Í hlaðvarpi Kjarnans má finna fjölbreytta þætti um allt frá pólitík til heiðarlegs skyndibita eða nýjustu græjunnar.

  Tæknivarpið – Íslenskt fyrirtæki á CES og FBI vill bakdyr að iPhone

  Tæknivarpið – Íslenskt fyrirtæki á CES og FBI vill bakdyr að iPhone

  Tæknivarpið fer yfir fréttir vikunnar: Íslenska fyrirtækið Genki fór á CES í ár með Halo hringinn, Tim Apple fjárfestir í sturtuhaus, andslitsgreiningarfélagið Clearview verður enn skæðara og FBI vill fá bakdyr að öllum iPhone símum ... aftur. Svo fylgjum við á eftir umfjöllun okkar um hleðslumottuna Ikea Livboj (höskuldarviðvörun: hún er léleg).

  Stjórnendur í þætti 220 eru Andri Valur, Atli Stefán og Gunnlaugur Reynir.

  • 1 hr 32 min
  Kvikan – #Megxit, peningaþvætti, spilling og brot Seðlabankans

  Kvikan – #Megxit, peningaþvætti, spilling og brot Seðlabankans

  Í þætti vikunnar er fjallað um brot Seðlabankans á jafnréttislögum, peningaþvætti og spillingu, og þær stórfréttir sem nú heyrast frá Bretlandseyjum eða réttara sagt Megxit.

  Í vikunni sem leið var birt niðurstaða kærunefndar jafnréttismála í máli þar sem Seðlabankinn er talinn hafa sniðgengið mjög hæfa konu fyrir mun minna hæfan karl, en bankinn hefur þrívegis brotið gegn jafnréttislögum frá árinu 2012. En hvað felst í þessari niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála?

  Harry Bretaprins komst í heimsfréttirnar í síðustu viku ásamt eiginkonu sinni, Meghan Markle, en Sunna Ósk fjallaði um málið á Kjarnanum í ítarlegri fréttaskýringu um helgina.

  Nú rétt fyrir helgi sendi Sam­herji frá sér fréttatilkynningu þar sem fram kemur að fyrirtækið ætli að þróa og inn­leiða heild­rænt stjórn­un­ar- og reglu­vörslu­kerfi sem bygg­ist á áhættu­skipu­lagi fyr­ir­tæk­is­ins, meðal ann­ars með áherslu á spill­ingu, efna­hags­legar refsi­að­gerðir og pen­inga­þvætti.

  Á sama tíma kom fram í fréttum að ríkisstjórnin ætli að setja 200 milljónir til viðbótar í rannsóknir og varnir gegn peningaþvætti og skattsvikum. Héraðssaksóknari fær viðbótarfjármagn til að rannsaka Samherjamálið og skattayfirvöld munu geta bætt við sig mannafla tímabundið til að rannsaka „ýmis atriði sem þarfnast ítarlegrar skoðunar.“

  • 27 min
  Klikkið – Handan fíknar, jógísk leið til bata

  Klikkið – Handan fíknar, jógísk leið til bata

  Sigrún Halla Unnarsdóttir og Estrid Þorvaldsdótir komu til okkar á dögunum og kynntu fyrir okkur námskeið sem er á döfinni. Námskeiðið heitir Handan fíknar, Jógísk leið til bata.
  Námskeiðið hentar vel fyrir fólk í bata frá áföllum og fíknum, heilbrigðisstarfsfólk, jógakennara og alla sem leita jákvæðra breytinga og leiðbeininga við að þróa andlega iðkun.
  Á námskeiðinu munt þú meðal annars læra að:
  - Nota Kundalini jóga og hugleiðslu til að endurnýja líkama, huga og sál.
  - Nota jógíska tækni til að minnka fíknir
  - Endurhlaða taugakerfið, heilan, framheilan og nýrnahettur með jóga og náttúrulækningum.
  - Fá aðgang að andlegu miðjunni innra með þér og lærðu að stóla á þinn æðri mátt.

  Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna hér.

  • 35 min
  Hefnendurnir – CLXXXV - Haltá Ketti

  Hefnendurnir – CLXXXV - Haltá Ketti

  Ævorman langaði eiginlega bara að gera eitt í Berlín. Hann án djóks talaði eiginlega ekki um annað; Fara í bíó með Hulkleiki til að horfa á Cats. Og síðan að tala um það. Tala rosalega mikið um það vegna þess að það er furðulega mikið til að tala um. Þessi mynd? Þessi mynd!

  • 58 min
  Tæknivarpið - Samsung Galaxy S20 lekar og CES hluti 2

  Tæknivarpið - Samsung Galaxy S20 lekar og CES hluti 2

  Tæknivarpið fjallar um tæknifréttir vikunnar: Samsung Galaxy S20 lekar, MacOS "Pro Mode" og stöðlun hleðslutækja innan Evrópusambandsins.

  Stjórnendur eru Atli Stefán, Axel Paul, Bjarni Ben og Gunnlaugur Reynir.

  • 1 hr
  Kvikan – Umdeild rammaáætlun, bið eftir tillögum um breytingar á kvótaþaki og eftirköst WOW

  Kvikan – Umdeild rammaáætlun, bið eftir tillögum um breytingar á kvótaþaki og eftirköst WOW

  Í þætti vikunnar er fjallað um þriðja áfanga rammaáætlunar, kræfa elda í Ástralíu, bið eftir kvótaþakstillögum ríkisstjórnarinnar og rannsóknir á WOW air.

  Þingsályktunartillaga um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, þriðji áfangi rammaáætlunar, verður lögð fram á Alþingi í febrúar næstkomandi. Um óbreytta tillögu er að ræða frá því að hún var fyrst lögð fram þingveturinn 2015 til 2016 og síðar aftur 2016 til 2017. Um er að ræða umdeilda rammaáætlun.

  Skipta­stjórar WOW air hafa vísað nokkrum málum til emb­ættis hér­aðs­sak­sókn­ara vegna gruns um að þar hafi átt sér stað ólög­mæt hátt­semi. Á meðal þeirra mála sem þar eru undir eru mál tengd skulda­bréfa­út­boði WOW air, sem lauk í sept­em­ber 2018, og mál tengd hús­næði sem Skúli Mog­en­sen, eig­andi og for­stjóri WOW air, hafði til umráða í London.

  Krist­ján Þór Júl­í­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, kynnti til­lögur verk­efna­stjórnar rétt fyrir helgi um bætt eft­ir­lit með fisk­veiði­auð­lind­inni er varðar end­ur­skoðun á meðal ann­ars skil­grein­ingu á tengdum aðilum í lögum um stjórn fisk­veiða á rík­is­stjórn­ar­fundi. Í til­lög­unum er hvorki tekin afstaða til reglna um hámarks­afla­hluts­deild né kröfu um hlut­fall meiri­hluta­eignar í tengdum aðil­um. Þau mál er enn til skoð­unar hjá nefnd­inni og verður fjallað um þau í loka­skýrslu henn­ar, sem á að skila í mars næst­kom­and­i. En hvað felst þá í þessum tillögum?

  Varla hefur farið fram hjá nokkrum að miklir skógar- og kjarreldar hafa geisað í Ástralíu að undanförnu en mörgum dýrum hefur verið bjargað þar í landi við slæmar aðstæður. Margfalt fleiri hafa þó farist og þeirra á meðal eru þúsundir kóalabjarna, sem mikilvægur hlekkur í þegar viðkvæmu vistkerfi.

  Bára Huld Beck stýrir þættinum en með henni eru Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, og Sunna Ósk Logadóttir, blaðamaður.

  • 26 min

Customer Reviews

Score17774 ,

Vandaðir þættir og áhugaverður

.....

Darriulfsson ,

Unsubscribe - Skiptið upp þáttunum!

Mig langaði bara að söbskræba á Tvíhöfða og Tæknivarpið en það er alveg óásættanlegt að ég skuli vera neyddur til að fá hina þættina líka í feedið hjá mér. Hættur að hlusta á Tvíhöfða og Tæknivarpið í kjölfarið. Leiðinlegt.

Top Podcasts In News

Listeners Also Subscribed To