500 episodes

Í hlaðvarpi Kjarnans má finna fjölbreytta þætti um allt frá pólitík til heiðarlegs skyndibita eða nýjustu græjunnar.

Hlaðvarp Kjarnans Kjarninn Miðlar ehf.

  • News
  • 4.1 • 40 Ratings

Í hlaðvarpi Kjarnans má finna fjölbreytta þætti um allt frá pólitík til heiðarlegs skyndibita eða nýjustu græjunnar.

  Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES

  Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES

  Þá er Tæknivarpið loksins komið í rútínu og við fáum fyrsta fréttaþáttinn. Orion Sentry er eitt fyrsta íslenska Mac-appið sem kemur út í langan tíma en í því er reynt að koma í veg fyrir þjófnað á tölvum. Fjarskiptastofa vinnur í því að gera háhraðanet á þjóðvegum að kröfu. Vivaldi vafrinn er nú í boði á Astro Slide 5G nördasímanum. Það var brotist inn í tölvukerfi Strætó og þau ákváðu að borga ekki lausnargjald fyrir gögnin. CS:GO úrvalsdeild RÍSÍ heitir núna Ljósleiðaradeildinn. CES sýningin var í byrjun árs og telja gárungar að þetta sé líklega sú besta í mjög langan tíma. Við förum yfir það helsta þaðan eins og 55” tölvuskjá frá Samsung, 42” OLED sem sló í gegn og Freestyle skjávarpa sem er hægt að skrúfa upp í ljós. Stærsta frétt vikunnar er svo kaup Microsoft á Activision Blizzard fyrirtækinu fyrir fáranlega háa upphæð. 

  Þessi þáttur er í boði Macland og Elko.

  Stjórnendur eru Atli Stefán og Elmar Torfason.

  • 54 min
  Í austurvegi – Kínverska fjárfestinga- og innviðaverkefnið Belti og braut

  Í austurvegi – Kínverska fjárfestinga- og innviðaverkefnið Belti og braut

  Viðmælandi þáttarins að þessu sinni er Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir doktorsnemi. Guðbjörg Ríkey hefur rannsakað kínverska fjárfestinga- og innviðaverkefnið Belti og braut í gegnum meistaranám sitt og núna doktorsnám.

  Hún segir okkur sögu þess og um hvað það snýst. Belti og braut er hugtak sem gjarnan er í umræðunni þegar kemur að utanríkisstefnu Kína en þekking á því er lítil sem engin á Íslandi og er viðtalið því kærkomin bragabót á því.

  • 41 min
  Saga Japans – 47. þáttur: Síðasta Heian-skáldið

  Saga Japans – 47. þáttur: Síðasta Heian-skáldið

  Árið 1183 lagði samúræinn Tadanori líf sitt í hættu til að koma ljóðum sínum í réttar hendur. Í miðri orrustu laumaði hann sér yfir víglínur óvinarins svo hann gæti afhent lærimeistara sínum Shunzei allt ljóðasafn sitt. Í þessum þætti ræðum við ævi Shunzei og kynnum til sögunnar son hans Teika sem er mögulega eitt áhrifamesta skáld Japanssögunnar.

  • 44 min
  Tæknivarpið – Þáttur ársins 2021

  Tæknivarpið – Þáttur ársins 2021

  Nú er loksins komið að því. Þáttur ársins er mættur, aðeins seinna en vanalega út af sottlu. Þar fer næstum allur hópurinn á bak við Tæknivarpið (og Simon.is) yfir það sem var mest spennandi í nýrri tækni og tækjum á árinu sem var að líða.

  Flokkarnir eru eftirfarandi:
  Græja ársins
  Sími ársins
  Kaup ársins
  Leikur ársins
  Farleikur ársins
  App/forrit ársins
  Kvikmynd ársins
  Sjónvarp ársins
  Hlaðvarp ársins
  Vonbrigði ársins
  Klúður ársins
  Stærsta tæknifrétt ársins

  Við þökkum kærlega fyrir innsend svör hlustenda og árið sem var að líða 🙏🏻

  • 3 hrs 17 min
  Í austurvegi – Pu Songling og kínverskar furðusögur

  Í austurvegi – Pu Songling og kínverskar furðusögur

  Frægt rit sem heitir Liaozhaizhiyi er eitt stórmerkilegasta furðusagnarit Kína. Safnarinn heitir Pu Songling en hann skrifaði niður í þetta rit hinar ýmsu flökkusögur sem hann heyrði yfir ævina. Ekki er vitað hver er upprunalegur höfundur flestra furðusagnanna enda hafa þær bara flakkað um í þágu afþreyingar og þróast með tímanum þar til þær voru loks skrifaðar niður.

  Þúsundir kvikmynda og sjónvarpsþátta hafa verið framleiddir út frá kínverskum furðusögum og út um alla Asíu má finna sér útgáfu af mörgum þeirra.

  Þýðing furðusagna: Klara Kristjánsdóttir

  • 26 min
  Raddir margbreytileikans – 15. þáttur: Kóranskólar, COVID-19 og bólusetningarátök

  Raddir margbreytileikans – 15. þáttur: Kóranskólar, COVID-19 og bólusetningarátök

  Gestur vikunnar í mannfræðihlaðvarpinu Raddir Margbreytileikans er Geir Gunnlaugsson. Hann er fæddur árið 1951 í Gautaborg í Svíþjóð og lauk námi við læknadeild Háskóla Íslands árið 1978. Hann fluttist svo til Stokkhólms þar sem hann lauk doktorsprófi í barnalæknisfræði árið 1993 og meistaraprófi við lýðheilsufræði árið 1997 í Karolinska háskólanum.

  Geir hefur gegnt ýmsum störfum en hann var landlæknir á árunum 2010 til 2015, barnalæknir á barnadeild Karolinska Sankt Göran sjúkrahússins, sem í dag er Astrid Lindgren sjúkrahúsið, í 8 ár og hefur eytt mörgum árum við rannsóknir í Gíneu-Bissá. Geir kennir fræðigreinina hnattræna heilsu við HÍ.

  Við ræddum við Geir um bólusetningar, áhrif COVID-19 faraldursins á samfélagið í Gíneu-Bissá og aðgengi að upplýsingum og samfélagsmiðlum þar í landi.

  • 1 hr 6 min

Customer Reviews

4.1 out of 5
40 Ratings

40 Ratings

Oddur Þórðarson ,

Kvikan er best

Kvikan er minn allra uppáhalds þáttur í hlaðvarpi Kjarnans. Góð umfjöllun um málefni líðandi stundar — allt sem maður þarf að vita á einu stað.

Jón Pétur S ,

Of mikið kraðak

Mestallt gott efni en væri betra ef því væri skipt upp eftir þáttum, líkt og hljóðkirkjan gerir. Fer upp í 4-5 stjörnur hjá mér ef það verður gert.

Score17774 ,

Vandaðir þættir og áhugaverður

.....

Top Podcasts In News

Spjallið Podcast
Tortoise Media
Birta Líf og Sunneva Einars
Útvarp 101
RÚV
The New York Times

You Might Also Like

RÚV
Hljóðkirkjan
Hljóðkirkjan
Snorri Björns
Hjörvar Hafliðason
Helgi Jean Claessen