18 episodes

Sérfræðingar á sínu sviði teknir tali og áhugaverð viðfangsefni skoðuð frá sjónarhóli umhverfis, samfélags og tækninýjunga. Þættirnir varpa ljósi á ýmislegt sem við leiðum ekki hugann að þegar kemur að uppbyggingu á sviði verkfræði sem snertir okkur á einn eða annan hátt.

Samtal um sjálfbærni Mannvit

    • Technology
    • 5.0 • 3 Ratings

Sérfræðingar á sínu sviði teknir tali og áhugaverð viðfangsefni skoðuð frá sjónarhóli umhverfis, samfélags og tækninýjunga. Þættirnir varpa ljósi á ýmislegt sem við leiðum ekki hugann að þegar kemur að uppbyggingu á sviði verkfræði sem snertir okkur á einn eða annan hátt.

    Jasper Kyndi: Spennandi framtíðartækifæri á Íslandi.

    Jasper Kyndi: Spennandi framtíðartækifæri á Íslandi.

    Í maí 2023 keypti alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækið COWI Mannvit en fyrirtækin hafa átt í farsælu samstarfi undanfarin ár. Jasper Kyndi, yfirmaður viðskiptaþróunar hjá COWI í Danmörku, situr hér fyrir svörum og fer m.a. yfir markmiðin, verkefnin, vegferðina og það sem er framundan með Maríu Stefánsdóttur, umhverfisverkfræðing hjá Mannvit. Jasper segir að Ísland búi yfir mikilli sérstöðu hvað varðar endurnýjanlega orkukosti og sömuleiðis mannauðurinn, sem hefur mikla reynslu og sérfræðiþekkingu á sínu sviði.
     

    • 25 min
    Valgeir Kjartansson „Sjávarútvegurinn sýnir gott fordæmi í umhverfismálum”

    Valgeir Kjartansson „Sjávarútvegurinn sýnir gott fordæmi í umhverfismálum”

    Á Austurlandi hefur sjávarútvegurinn sýnt gott fordæmi í umhverfismálum. Valgeir segir okkur hvernig hlutirnir hafa tekið stakkaskiptum á mörgum sviðum umhverfismála í sjávarútvegi. Að sögn Valgeirs er starfsfólk Mannvits og ekki síst starfsfólkið á Austurlandi ansi fært í Mikado. Hvað á hann við með því? Valgeir Kjartansson, starfsstöðvarstjóri hjá Mannvit á Austurlandi í áhugaverðu spjalli.

    • 20 min
    Kristín Steinunnardóttir: „Erum við nýta jarðhitatækifæri í Afríku?“

    Kristín Steinunnardóttir: „Erum við nýta jarðhitatækifæri í Afríku?“

    Hvernig er að vinna að jarðhitaverkefnum í Austur Afríku. Hvað þýðir þetta fyrir fólkið sem býr á þessu svæðum? Hvar eru þessi verkefni og hvernig er staðan? Kristín Steinunnardóttir vélaverkfræðingur á jarðhitasviði hjá Mannvit sat fyrir svörum í áhugaverðu spjalli í hlaðvarpi Mannvits.  

    • 18 min
    Alma Dagbjört: „Af hverju Svansvotta og fyrir hverja?”

    Alma Dagbjört: „Af hverju Svansvotta og fyrir hverja?”

    Hvað er Svansvottun og fyrir hverja hentar vottunin? Hver eru fyrstu skrefin og hvað felst í Svansvottun? Hver er ávinningurinn af slíkri vottun? Alma Dagbjört Ívarsdóttir, fagstjóri hjá Mannviti og kom í stutt spjall.

    • 18 min
    Brynjólfur Björnsson: „Hvernig stöndum við okkur í fráveitu?”

    Brynjólfur Björnsson: „Hvernig stöndum við okkur í fráveitu?”

    Fráveitumál eru gríðarlega mikilvægir innviðir í samfélagi okkar. Hvernig erum við að standa okkur í fráveitumálum? Hvað eru nágrannaríki okkar að gera? Hvernig stöndum við í dag og hvað eru fituhlunkar? Brynjólfur Björnsson, fagstjóri og sérfræðingur í veitum mætti í skemmtilegt spjall.
     

    • 18 min
    Sigurður Páll: „Orkuskipti - hænan eða eggið?”

    Sigurður Páll: „Orkuskipti - hænan eða eggið?”

    Hvað er átt við með orkuskiptum? Þarf mitt fyrirtæki að huga að orkuskiptum? Hvar stöndum við í orkuskiptum í dag? Sigurður Páll Steindórsson, vélaverkfræðingur á sviði vélbúnaðar og efnaferla hjá Mannvit sat fyrir svörum í upplýsandi og áhugaverðu spjalli við Maríu Stefánsdóttur, umhverfisverkfræðing í hlaðvarpi Mannvits. 

    • 20 min

Customer Reviews

5.0 out of 5
3 Ratings

3 Ratings

Grjoti ,

Frábært hlaðvarp

Mjög skemmtilegt og upplýsandi