221 episodes

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Víðsj‪á‬ RÚV

    • Arts
    • 3.9 • 14 Ratings

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

    Auglýsingahlé, Dorothy Iannone, Mátulegir

    Auglýsingahlé, Dorothy Iannone, Mátulegir

    Upplýsingar og sjálfsmyndir eru fyrirbæri sem skilgreina samtíma okkar, að mati myndlistarmannsins Sigurðar Ámundasonar, en hann sýnir um þessar mundir teikningar á auglýsingaskiltum borgarinnar. Frá því að nýja árið hófst hafa verk Sigurðar yfirtekið ljósaskilti og í stað auglýsinga sjáum við nú merkingarlaus vörumerki sem túlka ekkert og hafa ekki upp á neitt að bjóða nema kannski sjálf sig. Sigurður verður gestur okkar í dag.
    Bandaríska myndlistarkonan Dorothy Iannone tók á sínum tíma þátt í hræringum fluxus og hugmyndalistarinnar á síðari hluta 20. aldar. Það var síðan með sýningu í New Museum í New York sem stjarna hennar fór að rísa á nýrri öld og hafa litrík og oft sjálfsævisöguleg verk hennar farið víða á undanförnum árum. Dorothy Iannone lést 89 ára nú á jóladag. Við rifjum upp ævi hennar og líka hvernig hún kom skyndilega inn í íslenska myndlist einn vordag árið 1967 þegar hún hitti myndlistarmanninn Dieter Roth í fyrsta sinn á hafnarbakkanum í Reykjavík.
    Nína Hjálmarsdóttir rýnir í Mátulega, sem frumsýnt var í Borgarleikhúsinu þann 30.desember.

    • 55 min
    GJörningalist á stríðstímum, Svipmynd af Magnúsi Jóhanni

    GJörningalist á stríðstímum, Svipmynd af Magnúsi Jóhanni

    Magnús Jóhann Ragnars­son, píanó­leikari, tón­skáld og upptökustjóri, hefur tekið þátt í að semja og útsetja margt af því vin­sælasta í ís­lensku popp­tón­listar­senunni síðustu ár. Hann hefur gefið út þrjár sólóplötur, Pronto, Without listening og Skissur, og auk þess plötuna Án tillits í samstarfi við Skúla Sverrisson bassaleikara og Tíu íslensk sönglög í samstarfi við GDRN. Þar að auki hefur hann samið tónlist leikhús og kvikmyndir og leikið inn á fjölmargar plötur annara listamanna og stýrt upptökum þeirra. Magnús Jóhann verður gestur okkar í svipmynd dagsins.
    En við hefjum þáttinn á pistli frá Viktoriu Bakshina, sem hefur undanfarnar vikur flutt pistla um listsköpun á stríðstímum. Að þessu sinni fjallar Viktoria um gjörningalist.
    Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir.

    • 55 min
    Hvíta tígrisdýrið, prentaraverkfallið 1923 og tónlist frumbyggja

    Hvíta tígrisdýrið, prentaraverkfallið 1923 og tónlist frumbyggja

    Samskipti barna og fullorðinna, sem og feluleikurinn sem oft á sér stað í fjölskyldum er eitthvað sem hefur lengi verið sviðshöfundinum Bryndís Ósk Ingvarsdóttir hugleikið. Bryndís frumsýnir um helgina nýtt leikverk í Borgarleikhúsinu. Hvíta tígrísdýrið er fantasíuverk fyrir alla fjölskylduna, sem fjallar um þrjú börn sem búa uppi á háalofti undir ógnarstjórn Konunnar með kjólfaldinn. Þeim hefur verið talin trú um að veröldin fyrir utan sé hættuleg og ekki bætir úr skák að Hvíta tígrisdýrið fylgist með hverri hreyfingu úr skuggunum. Bryndís er gestur Víðsjár í dag.
    Hlustendur heyra tónlistarpistil frá Jelenu Chirich. Að þessu sinni segir hún okkur frá örfáum tónlistarmönnum af frumbyggjaættum sem starfa í Kanada. Þetta eru tónlistarmenn sem eru innblásnir af ólíkum tónlistarstefnum, allt frá kantrý til dubstep, sem þeir svo blanda við hljóðheim og málefni frumbyggjaþjóða til að skapa eitthvað alveg nýtt.
    En þátturinn hefst á því að rifjuð er um hundrað ára vinnudeilu sem hafði áhrif á fjölmiðlaneyslu íbúa Reykjavíkur. Við rifjum upp prentaraverkfallið árið 1923.

    • 51 min
    Ráðningar stjórnenda í menningarstofnanir, Ég lifi enn - sönn saga

    Ráðningar stjórnenda í menningarstofnanir, Ég lifi enn - sönn saga

    Talsverð umræða hefur skapast á síðustu mánuðum og misserum um stöðuveitingar og tilfærslur æðstu stjórnenda menningarstofnanna landsmanna og svo er enn. Deilt hefur verið á orðalag í auglýsingum og er nýjasta dæmið auglýsing um rektorsstöðuna við Listaháskóla Íslands. Við reifum þessi mál og ræðum við Þórunni Sigurðardóttur og Karl Ágúst Þorbergsson í þætti dagsins.
    En við hefjum þáttinn á rýni Evu Halldóru Guðmundsdóttur í nýtt íslenskt leikverk, sem frumsýnt var í Tjarnarbíó um liðna helgi, Ég lifi enn - sönn saga, eftir Rebekku A. Ingimundardóttur, Þórey Sigþórsdóttur, Ásdísi Skúladóttur og leikhópinn Blik.

    • 55 min
    Fay Weldon, Hvíta tígrisdýrið

    Fay Weldon, Hvíta tígrisdýrið

    Breski rithöfundurinn Fay Weldon lést í síðustu viku, 91 árs að aldri. Rithöfundurinn sem kafaði í samskipti kynjanna og blæbrigði kynjapólitíkur með beittan stíl að vopni.
    Weldon talaði með verkum sínum inn í kvennabaráttu sjöunda og áttunda áratugarins, er ein af röddum þess sem kallað hefur verið annarar bylgju femínismi, og hafa bækur hennar stundum verið kallaðar sjálfbjargarbækur fyrir konur, en líka meistarverk og líka kerlingabækur. Weldon var afkastamikill höfundur sem skrifaði yfir 30 skáldsögur, auk smásagnasafna og verka fyrir útvarp og sjónvarp, en hún er sennilega þekktust fyrir tvö verk, Praxis og Ævi og ástir kvendjöfuls. Dagný Kristjánsdóttir þýddi Praxis og las upp í Ríkisútvarpinu 1981 en Elísa Björg þorsteinsdóttir þýddi Kvendjöfulinn 1985. Þær verða gestir okkar í dag.

    Um liðna helgi var frumsýnt nýtt íslensk leikverk í Borgarleikhúsinu, Hvíta tígrisdýrið eftir Bryndísi Ósk Ingvarsdóttur í samstarfi við leikhópinn Slembilukku. Nína Hjálmarsdóttir rýnir í verkið í þætti dagsins.

    • 54 min
    Hildigunnur Birgisdóttir og handknattleikur

    Hildigunnur Birgisdóttir og handknattleikur

    Í desember var tilkynnt að Hildigunnur Birgisdóttir myndlistarkona verður okkar næsti fulltrúi á Feneyjartvíæringnum. Frá því að Hildigunnur útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2003 hefur hún haldið fjölda samsýninga og einkasýninga, en í dag er hún á mála hjá i8 gallerí. Á ferli sínum hefur Hildigunnur rannsakað hugmyndir okkar um notagildi, fegurð og sannleika og þau kerfi sem liggja að baki öllu okkar gildismati. Með verkum sínum hvetur hún okkur til að sjá hversdagsleikann í nýju ljósi og efast um það sem er á yfirborðinu. Hún nýtir afleggjara neyslusamfélagsins sem efnivið og varpar ljósi á þýðingu og mikilvægi þess fíngerða og smáa. Hildigunnur verður gestur okkar í Svipmynd dagsins.
    Og HM í handbolta hefst í dag og því væntingarstjórnunar þörf fyrir íslenska þjóð næstu vikurnar. Framlag Víðsjár til þess er að huga að upphafsárum handknattleiks á Íslandi og heyra af leiðsögn Valdimars Sveinbjörnssonar við að kynna íþróttina fyrir landsmönnum á þriðja áratug síðustu aldar.

    • 55 min

Customer Reviews

3.9 out of 5
14 Ratings

14 Ratings

HrefnaR ,

Vandaðir þættir

Mjög góðir, vandaðir og áhugaverðir útvarpsþættir og þægilegt að hlusta á þá.

Top Podcasts In @@categoryName@@

You Might Also Like

Í ljósi sögunnar
RÚV
Lestin
RÚV
Þjóðmál
Þjóðmál
Morðcastið
Unnur Borgþórsdóttir
Dr. Football Podcast
Hjörvar Hafliðason
Chess After Dark
Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson