22 episodes

Spennum beltin og ferðumst hringinn með KrakkaRÚV! Stórskemmtilegir fjölskylduþættir fyrir ferðalanga á ferð um Ísland. Þjóðsögur og ævintýri, bílaleikir, fróðleiksmolar og sögur frá krökkum á öllum aldri. Í hverjum þætti er spurningakeppni þar sem kemur í ljós hvaða fjölskyldumeðlimur veit mest um Ísland...nú eða hlustaði best á þáttinn!

Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir og Jóhannes Ólafsson.

Hvar erum við núna‪?‬ RÚV

    • Kids & Family
    • 2.3 • 3 Ratings

Spennum beltin og ferðumst hringinn með KrakkaRÚV! Stórskemmtilegir fjölskylduþættir fyrir ferðalanga á ferð um Ísland. Þjóðsögur og ævintýri, bílaleikir, fróðleiksmolar og sögur frá krökkum á öllum aldri. Í hverjum þætti er spurningakeppni þar sem kemur í ljós hvaða fjölskyldumeðlimur veit mest um Ísland...nú eða hlustaði best á þáttinn!

Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir og Jóhannes Ólafsson.

    Reykjanesskagi

    Reykjanesskagi

    Við hefjum hringferðina á Reykjanesskaga. Heimamaðurinn Jón Grétar frá Suðurnesjabæ segir okkur frá leyndum perlum, við heyrum þjóðsöguna um Rauðhöfða og lærum nýjan bílaleik. Ef þið hlustið vel gætuð þið fengið gott forskot í spurningakeppninni í lokin!

    • 19 min
    Suðurland

    Suðurland

    Í þessum þætti ferðumst við um Suðurland, frá Hveragerði að Sólheimasandi. Vinkonunar Hekla og Amalía segja okkur frá heimabæ sínum Selfossi og svo kíkjum við á Sólheima í Grímsnesi en þar býr Sigurrós Tinna sem veit allt um lífið þar. Þjóðsagan frá Suðurlandi gerist í Skálholti og segir frá hugrakkri þjónustustúlku og beinagrind! Ef þið hlustið vel gætuð þið fengið gott forskot í spurningakeppninni í lokin!

    • 20 min
    Suðausturland

    Suðausturland

    Í þessum þætti ferðumst við um Suðausturland, frá Reynisfjöru að Höfn í Hornafirði! Frænkurnar, suðausturlandssérfræðingarnir og heimamennirnir í Hornafirði þær Elín Ósk og Ída Mekkín segja okkur frá lífinu þar og gefa okkur fullt af hugmyndum um hvað hægt er að gera á svæðinu. Þjóðsaga þáttarins fjallar um eldsumbrot og jökulhlaup, Móðuharðindin og hvers vegna Katla, eldstöðin ógurlega, fékk það nafn! Ef þið hlustið vel gætuð þið fengið gott forskot í spurningakeppninni í lokin!

    • 19 min
    Austurland

    Austurland

    Í þessum þætti ferðumst við um Austurland, frá Höfn í Hornafirði og að nesinu sem er svolítið eins og önd í laginu, Langanesi. Við heyrum í Austfirðingunum og sérfræðingum þáttarins, Maríu frá frá Djúpavogi og Ellý frá Eskifirði. Þær fara alveg yfir Austurlandið eins og það leggur sig og gefa okkur góð ferðaráð. Þjóðsaga þáttarins fjallar um ormagang á Austurlandi, því það eru víst risavaxnir ormar sem liggja á gulli bæði í Lagarfljóti og rétt við Papey. Ef þið hlustið vel gætuð þið fengið forskot í spurningakeppninni í lokin!

    • 19 min
    Norðausturland

    Norðausturland

    Í þessum þætti ferðumst við um Norðausturland, frá Langanesi og alveg að Siglufirði, þar sem miðnætursólin sest ekki! Sérfræðingur þáttarins kemur frá höfuðstað Norðurlands, en það er Albert Gísli frá Akureyri, en við lærum líka heilmargt um önnur bæjarfélög á svæðinu og jafnvel um heimkynni trölla og jólasveina. Þjóðsaga þáttarins fjallar um Grettir sterka og hvernig honum tókst að sigrast á tröllunum í Goðafossi. Veistu hvers vegna Goðafoss heitir Goðafoss? Hlustaðu vel á þáttinn og þú gætir fengið forskot í spurningakeppninni í lokin!

    • 20 min
    Norðvesturland

    Norðvesturland

    Í þessum þætti ferðumst við um Norðvesturland, frá miðjum Tröllaskaga og að Hrútafirði. Sérfræðingar þáttarins koma frá sitthvoru bæjarfélaginu á Norðvesturlandi, en það eru þau Anton frá Skagaströnd og Valdís Freyja frá Hvammstanga. Þau segja okkur frá alls kyns skemmtilegum og áhugaverðum stöðum til að heimsækja á ferð um svæðið. Þjóðsaga þáttarins fjallar um svarta og loðna krumlu sem á að skjótast út úr berginu í Drangey í Skagafirði og skera á reipin hjá þeim sem þar voga sér að klifra. Við ráðleggjum ykkur að passa ykkur á krumlunni og hlusta líka vel eftir áhugaverðum staðreyndum í þættinum því það gæti komið sér vel í spurningakeppninni í lokin!

    • 20 min

Customer Reviews

2.3 out of 5
3 Ratings

3 Ratings

i see yuo ,

Geggjað

Æðislegt Podcasts fyrir ferðalög og fleira.

Top Podcasts In Kids & Family

Calm Parenting Podcast
Kirk Martin
Mömmulífið
Mömmulífið
Undirmannaðar
Undirmannaðar
Fylgjan
Ronja Mogensen
Inga og Draugsi
ingaogdraugsi
The Calm Mom - Burnout, Anxiety, Nervous System, Mindset, Self-Care, Parenting, Work-Life Balance
Michelle Grosser - Inspired by Brene Brown, Mel Robbins & Rachel Hollis