8 min

Innræting eða menntun‪?‬ Óli Björn - Alltaf til hægri

    • Politics

Hvernig kennara dettur í hug að setja þekkta hrotta, morðingja og andlýðræðissinna við hlið íslensks stjórnmálamanns er óskiljanlegt nema að tilgangurinn hafi verið sá einn að vekja ákveðin hugrenningatengsl hjá nemendum: Í raun séu hugmyndafræðileg tengsl á milli formanns Miðflokksins og tveggja af verstu illmennum sögunnar. Hitler og Mussolini eru í hópi með Stalín og Maó. Allir áttu þeir blóði drifna slóð og virtu líf einstaklinga að vettugi og fótum tróðu frelsi og lýðræði. Sigmundur Davíð á ekkert skylt við ódæðismennina - allra síst hugmyndafræðilega.
Í annarri kennskustofu er Sjálfstæðisflokknum líkt við Þýskaland Hitlers, Gestapo og útrýmingu kynþátta. Forherðingin er fullkomin. Fölsunin og rangfærslurnar eru yfirgengilegar. 
Kennsla sem byggir á innrætingu og fölsunum hentar aðeins þeim sem aðhyllast forræðishyggju og ganga á hólm við frjálsa og sjálfstæða hugsun. Innræting og falsanir eiga ekkert skylt við menntun eða gagnrýna hugsun.
 

Hvernig kennara dettur í hug að setja þekkta hrotta, morðingja og andlýðræðissinna við hlið íslensks stjórnmálamanns er óskiljanlegt nema að tilgangurinn hafi verið sá einn að vekja ákveðin hugrenningatengsl hjá nemendum: Í raun séu hugmyndafræðileg tengsl á milli formanns Miðflokksins og tveggja af verstu illmennum sögunnar. Hitler og Mussolini eru í hópi með Stalín og Maó. Allir áttu þeir blóði drifna slóð og virtu líf einstaklinga að vettugi og fótum tróðu frelsi og lýðræði. Sigmundur Davíð á ekkert skylt við ódæðismennina - allra síst hugmyndafræðilega.
Í annarri kennskustofu er Sjálfstæðisflokknum líkt við Þýskaland Hitlers, Gestapo og útrýmingu kynþátta. Forherðingin er fullkomin. Fölsunin og rangfærslurnar eru yfirgengilegar. 
Kennsla sem byggir á innrætingu og fölsunum hentar aðeins þeim sem aðhyllast forræðishyggju og ganga á hólm við frjálsa og sjálfstæða hugsun. Innræting og falsanir eiga ekkert skylt við menntun eða gagnrýna hugsun.
 

8 min