31 episodes

Karlmennskuhugmyndir og afleiðingar þeirra á líf okkar og umhverfi eru viðfangsefni Þorsteins V. Einarssonar.

Karlmennskan - hlaðvarp Stundin

  • Society & Culture
  • 4.9 • 56 Ratings

Karlmennskuhugmyndir og afleiðingar þeirra á líf okkar og umhverfi eru viðfangsefni Þorsteins V. Einarssonar.

  #30: „Bros before hoes“ - Einar Ómars og Sólborg Guðbrands

  #30: „Bros before hoes“ - Einar Ómars og Sólborg Guðbrands

  „Ég fékk ekki spjall eða fræðslu um hvað væri markalaust og hvað ekki. Það var bara bros before hoes, high five á kviðmága og hversu mörg gígabæt af klámi voru á flakkaranum.” segir Einar Ómarsson í spjalli með Sólborgu Guðbrandsdóttir stofnanda Instagramsíðunnar Fávitar.
  Önnur bylgja metoo virðist hafin í kjölfar „slúðursagna” um ofbeldisbrot þjóðþekkts manns, sem Sölvi Tryggvason fjölmiðlamaður taldi eiga við um sig og sór af sér ásakanirnar í viðtali við sjálfan sig. Stuttu síðar tilkynnti lögfræðingur að hún hefði lagt fram kæru gegn Sölva, fyrir hönd tveggja kvenna.

  Einar og Sólborg reyndu að greina hvað er að gerast í samfélaginu, ræddu karlakúltúr, strákamenningu, skrímslavæðingu, gerendameðvirkni, klám, forréttindafirringu karla og sekt þeirra sem kunni að skýra ótta þeirra við að taka afstöðu með þolendum.

  Credit:
  Intro&outro: ON (instrumental) - Jói P. og Króli
  Tekið upp í Stúdíó Macland

  #29: Líkamsvirðing drengja og karla - Elva Björk (Bodkastið) og Erna Kristín (Ernuland)

  #29: Líkamsvirðing drengja og karla - Elva Björk (Bodkastið) og Erna Kristín (Ernuland)

  „Það er ekki eins samþykkt að strákar séu að segja frá átröskun eða segja frá því að þeim líki ekki vel við sig“ segja Elva Björk og Erna Kristín sem hafa lengi barist gegn fitufordómum og fyrir líkamsvirðingu. Í ljósi þess að fáir ef nokkur karlmaður er áberandi í umræðu um líkamsvirðingu drengja og karla, bað ég Elvu og Ernu um að svara því hverjar áskoranir drengja og karla eru og hvernig við, drengir og karlar, þurfum og getum tekið umræðu um líkamsvirðingu. Löngum hefur verið ljóst að margir drengir og karlar glíma við neikvæða líkamsímynd enda eru fyrirmyndir þeirra oft á tíðum að miðla óraunhæfum viðmiðum um útlit. Líkamsvirðing drengja og karla er viðfangsefni 29. þáttar í hlaðvarpinu Karlmennskan. Intro/outro: ON (instrumental) - Jói P. og Króli. Tekið upp í Stúdíó Macland.

  #28: „Þetta mun ekki breytast af sjálfu sér“ - Ása Steinarsdóttir

  #28: „Þetta mun ekki breytast af sjálfu sér“ - Ása Steinarsdóttir

  „Þetta mun ekki breytast af sjálfu sér“, segir Ása Steinarsdóttir sem er komin með nóg af kynjamisrétti og úreltum birtingamyndum kvenna í auglýsingaefni. Hún hefur ákveðið að taka slaginn enda með 700 þúsund fylgjendur á samfélagsmiðlum og skapað sér nafn innan ævintýra- og ljósmyndageirans. Ása er ein sú stærsta af örfáum konum í Evrópu sem starfa við efnissköpun á samfélagsmiðlum og hraðast vaxandi kvenkyns ljósmyndarinn. Stofnaði Ása fyrirtækið Bell Collective, sem er samfélag fyrir kvenkyns ljósmyndara og efnisskapara en með því vill Ása brjóta upp staðalmyndina um að konur þurfi að ná árangri út á útlitið. Í 28. hlaðvarpsþætti Karlmennskunnar gefur Ása Steinarsdóttir innsýn í karllægni auglýsingabransans, hvað þurfi að breytast og hvernig hún vill vera fyrirmynd fyrir konur sem hafa áhuga á ljósmyndun.

  #27: Ónýtasta ráðið er „ekki fara ósátt að sofa“ - Ólafur Grétar Gunnarsson

  #27: Ónýtasta ráðið er „ekki fara ósátt að sofa“ - Ólafur Grétar Gunnarsson

  „Ónýtasta ráðið þarna út er „ekki fara ósátt að sofa“,“ segir Ólafur Grétar Gunnarsson fjölskyldu- og hjónaráðgjafi, sem starfar á geðsviði Landspítalans og hefur starfað lengi með verðandi og nýbökuðum feðrum. Hann brennur fyrir því að „þegar karlar eru að verða pabbar í fyrsta sinn að þeir fái að njóta þess eins mikið og lífið bíður upp á“. Hann segir að það hafi aldrei verið eins góð tækifæri til þess og á þeim tímum sem við lifum í dag.

  #26: Bara ég og strákarnir - Ágúst, Árni, Hörður og Þorsteinn

  #26: Bara ég og strákarnir - Ágúst, Árni, Hörður og Þorsteinn

  „Það er ekkert svo langt síðan að við hættum að vera á yfirborðinu og fórum að tala um hvernig við erum í alvörunni“ er nokkuð lýsandi fyrir innihald samtals okkar fjögurra vina sem höfum verið að glíma við sjálfa okkur, sambönd og karlmennsku. Ég bauð nokkrum af mínum nánunustu vinum í spjall um það hvernig þeir eru að glíma við þá staðreynd að vera (hálf)miðaldra hvítir gagnkynhneigðir sís karlmenn. Persónulegt og oft á tíðum berskjaldað samtal sem snertir á upplifun af jafnréttisbaráttunni, karlmennsku, sjálfsvinnu, vináttu, ofbeldi og mental loadi. Geta miðaldra karlar verið nánir vinir án þess að næra misrétti, karlasamstöðuna og feðraveldið?

  #25: Synd, glæpur, sjúkdómur - Sögur af hommum - Þorvaldur Kristinsson

  #25: Synd, glæpur, sjúkdómur - Sögur af hommum - Þorvaldur Kristinsson

  „Ég á mér fortíð sem gagnkynhneigður maður, var í hjónabandi með konu og ól upp dóttur en það sem ég þráði alltaf innst inni voru karlmenn,“ segir Þorvaldur Kristinsson rithöfundur sem kominn er á áttræðisaldur og hefur staðið framarlega í réttindabaráttu samkynhneigðra í nokkra áratugi. Þorvaldur fékk yfir sig skítkast úti á götu, átti erfitt á íbúðamarkaði og upplifði á eigin skinni andúð og fordóma fyrir kynhneigð sína. Mikil framför hefur átt sér stað í réttindabaráttu samkynhneigðra undanfarin 30 ár sem Þorvaldur skýrir með tilkomu frjálsrar fjölmiðlunar, íslenskra fjölskyldubanda, stuðnings háskólasamfélagsins, ferðalögum Íslendinga erlendis og tilkomu netmiðla. Þorsteinn ræðir við Þorvald Kristinsson í 25. hlaðvarpsþætti Karlmennskunnar um tilvistarbaráttu homma, áskoranir okkar samtíma í réttindabaráttu hinsegin fólks og hvernig synd, glæpur og sjúkdómur tengist orðræðu um samkynhneigð.

Customer Reviews

4.9 out of 5
56 Ratings

56 Ratings

Top Podcasts In Society & Culture