72 episodes

Karlmennskuhugmyndir og viðfangsefni sem hafa snertiflöt við karla, jafnrétti eða karlmennsku eru til umfjöllunar í þessu hlaðvarpi.

Karlmennskan Karlmennskan

  • Society & Culture
  • 4.8 • 85 Ratings

Karlmennskuhugmyndir og viðfangsefni sem hafa snertiflöt við karla, jafnrétti eða karlmennsku eru til umfjöllunar í þessu hlaðvarpi.

  Aukaþáttur: Trúnó í Veganúar 2022

  Aukaþáttur: Trúnó í Veganúar 2022

  Aukaþáttur með upptöku af Trúnó á vegum Veganúar í boði Landverndar, Saffran og Veganbúðarinnar.

  Ég leiddi samtöl við fimm vegan einstaklinga og fræddist um vegferð þeirra í veganismanum í beinni útsendingu á Facebook síðu Veganúar. Viðmælendur eru Axel F. Friðriksson hreyfigrafíker og meðstjórnandi í samtökum grænkera, Raghneiður Gröndal tónlistarkona, Bjarni Snæbjörnsson leikari, Anna Hulda Ólafsdóttir íþróttakona og verkfræðingur og Sæunn Ingibjörg Marínósdóttir vegan brautryðjandi og eigandi Veganmatar, Vegabúðarinnar og Jömm.

  #70 „Það er verið að fylgjast með ykkur“ - Edda Falak og Ólöf Tara

  #70 „Það er verið að fylgjast með ykkur“ - Edda Falak og Ólöf Tara

  Edda Falak stjórnandi hlaðvarpsins Eigin konur og Ólöf Tara stjórnarkona í Öfgum hafa verið ansi áhrifamiklar undanfarna mánuði og að mörgu leiti leitt aðra bylgju metoo og þær samfélagshræringar, ef svo má segja, sem orðið hafa undanfarna daga og vikur.

  Við settumst niður og veltum fyrir okkur hvort nú værum við að horfa fram á raunverulegar breytingar, alvöru afstöðu valdafólks og fyrirtækja eða hvort meintir gerendur muni bara fara að rúlla til baka í makindum sínum og jafnvel með árásum á þolendur og baráttufólk.

  Edda Falak og Ólöf Tara lýsa upplifun sinni af akívisma og tilraunum fólks til að þagga niður í þeim en þær lýsa líka væntingum sínum til þess að hið opinbera og fyrirtæki verji raunverulegu fjármagni í baráttu gegn ofbeldi, bæði til að mæta afleiðingum þess en einkum til að fyrirbyggja frekara ofbeldi.

  Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
  Músík: Mr. Silla - Naruto (án söngs)

  Þátturinn er í boði Veganbúðarinnar, The Body Shop, Dominos og bakhjarla Karlmennskunnar.

  #69 Að vera drull, menga og kvæsa - Gyða Margrét Pétursdóttir

  #69 Að vera drull, menga og kvæsa - Gyða Margrét Pétursdóttir

  Gyða Margrét Pétursdóttir prófessor í kynjafræði í Háskóla Íslands rýnir í, skýrir og setur í samhengi vatnaskilin sem hafa átt sér stað undanfarna daga í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi og tilkalli karla til líkama kvenna. Afleiðing áratuga baráttu kvenna gegn nauðgunarmenningu, feðraveldi og þolendaskömm en vatnaskilin má skammlaust tileinka frásögn Vítalíu í hlaðvarpsþættinum Eigin konur með Eddu Falak. Gyða Margrét lýsir undrun og feginleik og segir í raun ótrúlegt hve hröð þróun hafi orðið í að losa um þolenda- og drusluskömm, afstöðu fyrirtækja og í umfjöllun fjölmiðla.

  Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
  Músík: Mr. Silla - Naruto (án söngs)

  Þátturinn er í boði Veganbúðarinnar, The Body Shop, Dominos og bakhjarla Karlmennskunnar.

  #68 „Feðraveldið hafnar ekki tækifæri til að sparka í konur“ - Hildur Lilliendahl

  #68 „Feðraveldið hafnar ekki tækifæri til að sparka í konur“ - Hildur Lilliendahl

  Hildur Lilliendahl er brautryðjandi í íslensku samfélagi og femínískur byltingaleiðtogi sem á stóran þátt í að varpa ljósi á og hreyfa við djúpstæðri kvenfyrirlitningu og karllægni. Það er engin spurning að hennar barátta hefur skapað aðstæður sem síðan hafa leitt af sér allskonar misstórar byltingar síðustu árin.

  Þakkirnar sem Hildur hefur fengið fyrir sitt framlag til jafnréttis hafa þó aðallega verið í formi niðurlæginga, árása, hótana og fyrirlitningar. Óumbeðið varð Hildur hættulegasti óvinur feðraveldis á einni nóttu og í kjölfarið nokkurskonar holdgervingur femínismans í augum ansi margra Íslendinga. Ummæli sem hún lét aldrei frá sér, um tjaldhæl, hafa síðan verið eignuð henni og stöðugt notuð til að níða og niðurlægja.

  Við ræðum málefnið sem triggerar Hildi hvað mest, áhrifin sem óumbeðin smellifréttamennska, hótanir og andúð hefur haft á líf hennar, konur sem hata konur, hvaða áskoranir eru mikilvægastar að yfirstíga í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi og ýmislegt fleira.

  Veganbúðin, Dominos, The Body Shop og bakhjarlar Karlmennskunnar bjóða upp á þennan þátt.

  Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
  Músík: Mr Silla - Naruto (án söngs)

  #67 „Við látum ekki kúga okkur“ - Katrín Oddsdóttir, baráttukona fyrir nýrri stjórnarskrá

  #67 „Við látum ekki kúga okkur“ - Katrín Oddsdóttir, baráttukona fyrir nýrri stjórnarskrá

  Katrín Oddsdóttir útskýrir í temmilega einfölduðu máli hvers vegna við sem samfélag þurfum nýja stjórnarskrá. Hún bendir á mikilvægi þess að líta á stjórnarskrána sem leiðarvísi og í senn leiðbeiningar. Við ræðum hvers vegna málefnið er umdeilt og af hverju ný stjórnarskrá birtist mörgum okkar sem einhverskonar togstreita um annað hvort eða. Við Katrín mætumst síðan í aktívismanum, metnaðnum og togstreitunni sem felst í því að reyna að hafa áhrif, breyta og bæta samfélagið.

  Eftirvinnsla: Unnur Gísladóttir
  Tónlist: Mr. Silla - Naruto (instrumental)

  Dominos, Veganbúðin, The Body Shop og bakhjarlar Karlmennskunnar bjóða upp á hlaðvarpið Karlmennskan. Þátturinn er sá síðasti sem tekinn var upp í stúdíó Macland.

  #66 „Menn eru hræddir við að konur taki valdið þeirra frá þeim“ - Reykjavíkurdætur (Steiney og Salka)

  #66 „Menn eru hræddir við að konur taki valdið þeirra frá þeim“ - Reykjavíkurdætur (Steiney og Salka)

  Reykjavíkurdætur urðu til upp úr rappkonukvöldum fyrir tæpum áratug, fyrst sem samkurl allskonar kvenna en síðar sem hljómsveit með ákveðnum fjölda og tilteknum einstaklingum. Þær mættu mikilli mótspyrnu til að byrja með, en yfirstigu andspyrnuna og hafa meikað það erlendis undir nafninu Daughters of Reykjavik. Þótt flestir Íslendingar hafi heyrt um hljómsveitina Reykjavíkurdætur hafa mun færri séð þær á tónleikum eða hlustað á plöturnar þeirra - eins og þær sjálfar hafa bent á. Er það vegna þess að þær eru konur, róttækar óþægilegar femínískar konur eða er músíkin ekki samboðin íslenskri menningu?

  Steiney Skúladóttir og Salka Valsdóttir úr Reykjavíkurdætrum fara í gegnum grýttan feril hljómsveitarinnar á Íslandi, upphafið sem markaði þær djúpt og er í raun helsta ástæða þess að þær hafa einbeitt sér að erlendum markaði. Við ræðum upphafið, músíkina, förum inn í karllægni og karlasamstöðuna í tónlistarsenunni, feðraveldi og femínisma, ræðum um kynferðisofbeldi, Twitter og framtíðina í músíkinni.

  Umsjón og eftirvinnsla: Þorsteinn V. Einarsson
  Tónlist: Mr. Silla - Naruto (instrumental)

  Dominos, Veganbúðin, The Body Shop og bakhjarlar Karlmennskunnar bjóða upp á hlaðvarpið Karlmennskan.

Customer Reviews

4.8 out of 5
85 Ratings

85 Ratings

Top Podcasts In Society & Culture

RÚV
Edda Falak
Ásgrímur Geir Logason
Snorri Björns
RÚV
Hljóðkirkjan

You Might Also Like

Edda Falak
normidpodcast
Ásgrímur Geir Logason
Snorri Björns
Hljóðkirkjan
Helgi Jean Claessen