1 hr 1 min

Kidda Svarfdal – Heppin að vera á lífi eftir heilablæðingu sem læknar héldu að væri vöðvabólga Fókus

    • Entertainment News

Kidda Svarfdal fékk allt í einu svakalegan hausverk árið 2021 og var send þrisvar sinnum heim af læknavaktinni og bráðamóttöku með sterkjar verkjatöflur. Henni var sagt að þetta væri bara slæm vöðvabólga en þegar hún rankaði við sér meðvitundarlaus í blóðpolli heima hjá sér var hún loksins send í myndatöku. Það kom í ljós að hún væri með heilablæðingu og sama dag fór hún í fyrstu aðgerðina af þremur.Kidda ræðir um þetta tímabil, bataferlið og lífið í nýjasta þætti af Fókus. Hún ræðir einnig um æskuna á Djúpavík, einum afskekktasta stað landsins, þar sem hún þurfti að fara með báti eða vélsleða í skólann.Kidda byrjaði að drekka á unglingsárum og vissi strax að drykkjan passaði ekki við hana. Með árunum versnaði það og var hvert djamm ævintýri, eða martröð, þar sem hún vissi aldrei hvar hún myndi enda. Eftir að hafa orðið fyrir hræðilegri líkamsárás sneri Kidda við blaðinu og hefur nú verið edrú í fjórtán ár.

Kidda Svarfdal fékk allt í einu svakalegan hausverk árið 2021 og var send þrisvar sinnum heim af læknavaktinni og bráðamóttöku með sterkjar verkjatöflur. Henni var sagt að þetta væri bara slæm vöðvabólga en þegar hún rankaði við sér meðvitundarlaus í blóðpolli heima hjá sér var hún loksins send í myndatöku. Það kom í ljós að hún væri með heilablæðingu og sama dag fór hún í fyrstu aðgerðina af þremur.Kidda ræðir um þetta tímabil, bataferlið og lífið í nýjasta þætti af Fókus. Hún ræðir einnig um æskuna á Djúpavík, einum afskekktasta stað landsins, þar sem hún þurfti að fara með báti eða vélsleða í skólann.Kidda byrjaði að drekka á unglingsárum og vissi strax að drykkjan passaði ekki við hana. Með árunum versnaði það og var hvert djamm ævintýri, eða martröð, þar sem hún vissi aldrei hvar hún myndi enda. Eftir að hafa orðið fyrir hræðilegri líkamsárás sneri Kidda við blaðinu og hefur nú verið edrú í fjórtán ár.

1 hr 1 min