45 episodes

Það er von mín að þátturinn Koma svo! virki sem pepp fyrir foreldra, fagfólk og alla þá sem hafa áhuga á einstaklingnum, lífinu og tilverunni

Koma svo! Podcaststöðin

  • Kids & Family

Það er von mín að þátturinn Koma svo! virki sem pepp fyrir foreldra, fagfólk og alla þá sem hafa áhuga á einstaklingnum, lífinu og tilverunni

  Koma svo! - Teiknari, hvernig vinna er það?

  Koma svo! - Teiknari, hvernig vinna er það?

  Í tuttugasta þætti Koma svo! er rætt við Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur, teiknara og rithöfund, um það sem einkennir hana, ímyndunaraflið og afkastagetuna. Hún hefur myndlýst fjölda barnabóka og námsefni, haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum. Frá því að fyrsta bók Bergrúnar, Vinur minn, vindurinn, kom út haustið 2014 hefur hún verið iðin við kolann, sent frá sér mikið efni og fengið margvísleg verðlaun. Hvaða þýðingu hafa samt myndir fyrir bækur? Erum við Íslendingar bókaþjóð eða orðaþjóð? 

  • 1 hr 26 min
  Koma svo! - OptimizedBjartur

  Koma svo! - OptimizedBjartur

  Í nítjánda þætti Koma svo! er rætt við Bjart Guðmundsson, leikara, frammistöðuþjálfara og margt fleira. Hvað er hægt að gera í mótlæti? Er hægt að snúa eigin brestum og erifðleikum í eitthvað jákvætt og magnað? Hvort viltu vellíðan eða sársauka? Flytur trúin fjöll?

  • 1 hr 46 min
  Koma svo! - Krakkar eru fáránlega skemmtileg fyrirbæri

  Koma svo! - Krakkar eru fáránlega skemmtileg fyrirbæri

  Í átjánda þætti Koma svo! er rætt við Gísla Ólafsson, uppeldis- og menntunarfræðing og forstöðumann í frístundaheimilinu Glaðheimum. Er rangt að vera fáránlega lengi að klára nám? Hvað er það við krakka sem gerir þau fáránlega skemmtileg fyrirbæri? Hvernig er að vera í samsettri fjölskyldu? Er alltaf tekið tillit til barnanna? Er sameiginlegt dagatal lífsnauðsyn?

  • 1 hr 20 min
  Koma svo! - Essið

  Koma svo! - Essið

  Í sautjánda þætti Koma svo! er rætt við Kristínu Dóru Ólafsdóttur, myndlistarkonu og listkennara, um Essið: Ræktun jákvæðrar sjálfsmyndar á umrótatímum. Essið fæddist í félagsmiðstöðinni Frosta og er hluti af MA verkefni Kristínar Dóru frá Listkennsludeild LHÍ 2019. Í Essinu er áhersla lögð á bætta sjálfsþekkingu, aukið sjálfstraust, skapandi skissuvinnu, skapandi skrif og bætta jákvæða sjálfsmynd. 

  • 1 hr 1 min
  Koma svo! - Fræðsla ekki hræðsla

  Koma svo! - Fræðsla ekki hræðsla

  Í sextánda þætti Koma svo! er rætt við Arnrúnu Magnúsdóttur, deildarstjóra í leikskólanum Brákarborg, um verkefnið "Fræðsla ekki hræðsla". Verkefnið gengur út á fræðslu og umræður og markmiðið er að vekja fólk til umhugsunar. Einnig að sýna fram á mikilvægi þess að ræða opinskátt, vera til staðar og hlusta á börnin. Í hvaða aðstæðum er líklegast að barn segi frá því að það hafi orðið fyrir ofbeldi?

  • 1 hr 28 min
  Koma svo! - EmmSjéGADHD

  Koma svo! - EmmSjéGADHD

  Í fimmtánda þætti Koma svo! er rætt við Gauta Þey Másson, AKA Emmsjé Gauta sem er búinn að vera í eldlínu rappsins frá 12 ára aldri. Jaðarsport, grunnskóli fyrir alla (eða ekki), afglæpavæðing fíkniefna og greiningar - já, allt þetta er rætt enda engin furða...nettur ofvirknis- og athyglisbrests þáttur!

  • 1 hr 50 min

Top Podcasts In Kids & Family

Listeners Also Subscribed To