16 min

Lífið sjálft felur í sér áhættu Óli Björn - Alltaf til hægri

    • Politics

Lífið sjálft fel­ur í sér áhættu. Sá sem vill enga áhættu taka hreyf­ir sig aldrei, ger­ir eins lítið og hægt er, held­ur sig heima við, fer ekki út úr húsi, skap­ar ekk­ert, takmark­ar sam­skipti við aðra eins og mögu­legt er. Hægt en örugglega vesl­ast viðkom­andi upp and­lega og lík­am­lega – verður lif­andi dauður. Dauðinn einn tryggir að hægt sé að koma í veg fyr­ir áhættu lífs­ins.
Hið sama á við um sam­fé­lög og ein­stak­linga. Sam­fé­lag sem lok­ar á eða takmark­ar til lengri tíma mann­leg sam­skipti, slekk­ur ljós­in og stöðvar hjól at­vinnu­lífs­ins, molnar með tím­an­um að inn­an – hætt­ir að vera sam­fé­lag frjálsra borg­ara.
Tíma­bundn­ar aðgerðir sem skerða borg­ara­leg rétt­indi kunna að vera réttlætanlegar í nafni al­manna­ör­ygg­is. Slík­ar ráðstaf­an­ir eru neyðaraðgerðir á tímum mik­ill­ar óvissu. En þegar stjórn­völd skerða frelsi ein­stak­linga meira en hálfu ári eft­ir að óvissu­stigi var lýst yfir hér á landi vegna kór­ónu­veirunn­ar, þá dug­ar ekki leng­ur ein­föld til­vís­un í lög um sótt­varn­ir. Heim­ild­in verður að vera skýr og afdráttar­laus í lög­um og hún fæst ekki án aðkomu lög­gjaf­ans, jafnvel þótt ætlunin sé að slaka á klónni hægt og bítandi. Ákvarðanir stjórnvalda þurfa að styðjast við skýran bókstafa laga og þær mega ekki ráðast af hræðslu og ótta við að takast á við áhættur lífsins.

Lífið sjálft fel­ur í sér áhættu. Sá sem vill enga áhættu taka hreyf­ir sig aldrei, ger­ir eins lítið og hægt er, held­ur sig heima við, fer ekki út úr húsi, skap­ar ekk­ert, takmark­ar sam­skipti við aðra eins og mögu­legt er. Hægt en örugglega vesl­ast viðkom­andi upp and­lega og lík­am­lega – verður lif­andi dauður. Dauðinn einn tryggir að hægt sé að koma í veg fyr­ir áhættu lífs­ins.
Hið sama á við um sam­fé­lög og ein­stak­linga. Sam­fé­lag sem lok­ar á eða takmark­ar til lengri tíma mann­leg sam­skipti, slekk­ur ljós­in og stöðvar hjól at­vinnu­lífs­ins, molnar með tím­an­um að inn­an – hætt­ir að vera sam­fé­lag frjálsra borg­ara.
Tíma­bundn­ar aðgerðir sem skerða borg­ara­leg rétt­indi kunna að vera réttlætanlegar í nafni al­manna­ör­ygg­is. Slík­ar ráðstaf­an­ir eru neyðaraðgerðir á tímum mik­ill­ar óvissu. En þegar stjórn­völd skerða frelsi ein­stak­linga meira en hálfu ári eft­ir að óvissu­stigi var lýst yfir hér á landi vegna kór­ónu­veirunn­ar, þá dug­ar ekki leng­ur ein­föld til­vís­un í lög um sótt­varn­ir. Heim­ild­in verður að vera skýr og afdráttar­laus í lög­um og hún fæst ekki án aðkomu lög­gjaf­ans, jafnvel þótt ætlunin sé að slaka á klónni hægt og bítandi. Ákvarðanir stjórnvalda þurfa að styðjast við skýran bókstafa laga og þær mega ekki ráðast af hræðslu og ótta við að takast á við áhættur lífsins.

16 min