
97 episodes

Lestarklefinn RÚV
-
- Society & Culture
-
-
5.0 • 1 Rating
-
Umræður um menningu og listir. Umsjónarmenn eru Anna Marsibil Clausen, Bergsteinn Sigurðsson, Davíð Kjartan Gestsson, Guðni Tómasson, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Kristján Guðjónsson.
-
-
Small Axe, Klassa drusla og Herbergi úr öðrum heimi
Rætt um kvikmyndabálkinn Small Axe sem sýndur er á RÚV þessa dagana, nýja íslenska kvikmynd sem heitir Hvernig á að vera klassa drusla og smásagnasafnið Herbergi í öðrum heimi eftir Maríu Elísabetu Bragadóttur. Gestir þáttarins eru Gunnþórunn Guðmundsdóttir bókmenntafræðingur, Edda Kristín Sigurjónsdóttir deildarfultrúi myndlistardeildar LHÍ og Gunnar Ragnarsson kvikmyndarýnir og tónlistarmaður. Umsjón hefur Davíð Kjartan Gestsson.
-
-
Afsakið mig, Last and first men og Mór
Í Lestarklefa vikunnar verður fjallað um kvikmynda Last and first men eftir Jóhann Jóhannsson, nýja plötu Agnars Más Magnússonar og félaga sem heitir Mór og sýninguna Afsakið mig í Ásmundarsal. Gestir Lestarklefans verða Sváfnir Sigurðarson markaðs- og kynningarfulltrúi Þjóðleikhússins, Guðrún Erla Geirsdóttiir myndhöfundur og menningarmiðlari og Ásbjörg Jónsdóttir tónlistarkona. Umsjón: Guðni Tómasson
-
-
Gösta, innsetningarathöfn og Veit andinn af efninu?
Fjallað um sænsku sjónvarpsþættina Gösta eftir Lukas Moodyson, innsetningarathöfn í embætti 46. forseta Bandaríkjanna, og samsýninguna Veit andinn af efninu? í Nýlistasafninu. Gestir eru Jón Gnarr, Rán Flygenring og Birta Guðjónsdóttir. Umsjón: Kristján Guðjónsson