3 episodes

Þann 5. apríl 1986 héldu sjö manns í flugi frá Ísafirði til Reykjavíkur, en ferðin fór öðruvísi en lagt var upp með þegar vélin fórst í Ljósufjöllum á Snæfellsnesi. Fimm týndu lífi en tveir lifðu af á ótrúlegan hátt eftir margra klukkustunda bið eftir björgun í aftaka veðri og erfiðum aðstæðum. Í þremur þáttum er fjallað um flugið á þessum tíma, veðrið í Ljósufjöllum, slysið, áskoranir og sorg en líka hvað hefur breyst síðan lagt var upp í þessa örlagaríku flugferð. Umsjón: Halla Ólafsdóttir.

Ljósufjöll RÚV

  • Society & Culture
  • 5.0 • 6 Ratings

Þann 5. apríl 1986 héldu sjö manns í flugi frá Ísafirði til Reykjavíkur, en ferðin fór öðruvísi en lagt var upp með þegar vélin fórst í Ljósufjöllum á Snæfellsnesi. Fimm týndu lífi en tveir lifðu af á ótrúlegan hátt eftir margra klukkustunda bið eftir björgun í aftaka veðri og erfiðum aðstæðum. Í þremur þáttum er fjallað um flugið á þessum tíma, veðrið í Ljósufjöllum, slysið, áskoranir og sorg en líka hvað hefur breyst síðan lagt var upp í þessa örlagaríku flugferð. Umsjón: Halla Ólafsdóttir.

  Þriðji þáttur

  Þriðji þáttur

  Tíu og hálfri klukkustund eftir að TF-ORM brotlenti í Ljósufjöll fjallar um flugslysið í Ljósufjöllum á Snæfellsnesi í apríl 1986. Fimm manns fórust en tveimur var bjargað eftir tíu og hálfrar klukkustundar bið í flakinu. Ljósufjöllum á Snæfellsnesi komust björgunarsveitir á slysstað og á meðan höfðu ástvinir farþeganna beðið fregna milli vonar og ótta. Fimm létust en tveir farþegar komust lífs af. Margt hefur breyst á þeim 34 árum sem eru liðin; umgjörð flugsins, björgunarbúnaður og viðbrögð við áföllum. Umsjón: Halla Ólafsdóttir. Tæknimaður: Einar Sigurðsson.

  Annar þáttur

  Annar þáttur

  Ljósufjöll fjallar um flugslysið í Ljósufjöllum á Snæfellsnesi í apríl 1986. Fimm manns fórust en tveimur var bjargað eftir tíu og hálfrar klukkustundar bið í flakinu. Flugvélin TF-ORM á leið frá Ísafirði til Reykjavíkur hafði brotlent í Ljósufjöllum á Snæfellsnesi. Við tók margra klukkustunda bið eftir björgun. Fljótlega tókst að staðsetja vélina en björgunarsveitarfólk átti mjög erfitt með að komast á slysstað vegna aftakaveðurs og erfiðra aðstæðna. Umsjón: Halla Ólafsdóttir. Tæknimaður: Einar Sigurðsson.

  Fyrsti þáttur

  Fyrsti þáttur

  Ljósufjöll fjallar um flugslysið í Ljósufjöllum á Snæfellsnesi í apríl 1986. Fimm manns fórust en tveimur var bjargað eftir tíu og hálfrar klukkustundar bið í flakinu. Flugmaður og sex farþegar héldu í leiguflugi frá Ísafirði til Reykjavíkur eftir að áætlunarflugi var aflýst. Flugvélin barðist á móti sunnanáttinni sem þandi sig á leiðinni. Flugmaðurinn lækkaði flugið þegar hann nálgaðist Snæfellsnes, að því virtist, til að forðast ísingu sem settist á vélina. Þá var eins og tröllshrammur rifi í vélina. Umsjón: Halla Ólafsdóttir. Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir.

Customer Reviews

5.0 out of 5
6 Ratings

6 Ratings

Top Podcasts In Society & Culture

Listeners Also Subscribed To