143 episodes

Eva og Sylvía taka hrátt plebbaspjall um mannlegheit!

Normi‪ð‬ normidpodcast

  • Health & Fitness
  • 4.9 • 391 Ratings

Eva og Sylvía taka hrátt plebbaspjall um mannlegheit!

  Allir eru asnalegir á köflum - WORKSHOP

  Allir eru asnalegir á köflum - WORKSHOP

  Jæja, sjóðandi heitur seinni partur af Skuggahliða workshop-inu. Þessi er bara virkilega skemmtilegur og innihaldsríkur. Njóttu vel og vonandi nýtist innihaldið í að uppfæra snilldina í lífinu þínu. 

  • 1 hr 25 min
  Skuggahliðarnar - WORKSHOP

  Skuggahliðarnar - WORKSHOP

  Hvað er það sem er að trufla þig dagsdaglega? Af hverju fer maður stundum í vörn? og hvers vegna í ósköpunum verður maður stundum svo óstjórnlega pirraður á hlutum sem ættu ekki að skipta neitt miklu máli. :) Skoðum og LOSUM. 

  • 47 min
  Ertu að reyna að sofna inni í ljónabúri? - Dr. Erla Björns

  Ertu að reyna að sofna inni í ljónabúri? - Dr. Erla Björns

  Við fengum okkar góðu vinkonu Dr. Erlu Björns aftur í stúdíóið og ræddum konur & svefn, hormónakerfið og hvað það er raunverulega sem er að hindra okkur í því að fá góðan svefn. 

  ATH að Svefn ráðstefnunni sem við minnumst á hefur verið frestað fram yfir áramót. 

  • 57 min
  Treystum við karlmennskunni? - Matti Osvald

  Treystum við karlmennskunni? - Matti Osvald

  Síðustu misseri hafa skapast sterkar umræður á milli kvenorkunar og karlorkunnar. Við fengum Matta Osvald, heildrænan heilsufræðing, markþjálfa og fyrirlesara, í hreint og beint spjall um alvöru karlmennsku og samskipti fólks. Hvað þurfum við öll að skoða til þess að ná umræðunni upp á hærra plan? Það er mikilvægt að við kynnum okkur öll málið. 

  • 1 hr 12 min
  Skrúfaðu hausinn aftur á

  Skrúfaðu hausinn aftur á

  Normið er 3 ára!! Það eru ÞRJÚ heil ár síðan að við Ebbi og Silli lögðum upp í þessa miklu plebbaferð með ykkur. Okkur þykir svo óendanlega vænt um þig kæri hlustandi. Í þessum þætti fórum við aðeins yfir farinn veg. Hóla og hæðir, holurnar sem við höfum dottið ofaní og lærdóminn sem þeim fylgdu. Onelove. 

  • 53 min
  Jóhanna Guðrún - "Það er enginn að fara að rétta þér neitt"

  Jóhanna Guðrún - "Það er enginn að fara að rétta þér neitt"

  Við erum sennilega langflest sammála um það að Jóhanna Guðrún, eða Yohanna, er ein færasta söngkona heimsins. En hún er líka virkilega metnaðarfull, skemmtileg og er ekkert að flækja hlutina. 

  Hún er sterk kvenfyrirmynd og við höfum öll gott af því að heyra þetta áhrifaríka spjall. Hlustum og njótum. 

  • 1 hr 19 min

Customer Reviews

4.9 out of 5
391 Ratings

391 Ratings

júle ,

Þættir sem maður má ekki missa af!

Eftir hvern einasta þátt er maður svo ótrúlega jákvæður og ofurpeppaður að massa lífið og ná markmiðum sínum. Eva of Sylvía kenna manni svo margt eins og til dæmis að ná stjórn á hugsunum mínum, eiga betri samskipti við aðra og fá betra sjalfstraust með einföldum tólum sem þær draga upp úr “verkfærakassanum” sínum og deila í þessum ofurfyndnu og skemmtilegu þáttum💪🏻 Hlustaðu á normið og þá líður þér betur. Svo einfalt er það🎉

HG 83 ,

Besta podcastið

Elska elska elska þetta podcast🙌🏻 bíð alltaf spennt eftir nýjum þætti og þegar ég hlusta á ykkur er það minn ME TIME❤️
Elska allan skalann af fróðleik frá ykkur og ráðin sem þið komið hef ég oft nýtt mér OG hjálpað mér mikið😍 takk takk takk fyrir ykkar framlag

NneinaA ,

Besta podcastið!

Þið eruð alveg magnaðar! Bið spennt í hverri viku eftir nýjum þætti. Lífið er einfaldlega betra með ykkur 🤩 Takk 🥰

Top Podcasts In Health & Fitness

You Might Also Like