150 episodes

Landsbyggðin, höfuðborgin og allt þar á milli.

Sögur af landi RÚV

  • News

Landsbyggðin, höfuðborgin og allt þar á milli.

  Flugsafn Íslands. Borgarnes borðar saman. Konur í slökkviliðinu

  Flugsafn Íslands. Borgarnes borðar saman. Konur í slökkviliðinu

  Í þessum þætti af Sögum af landi förum við í heimsókn á Flugsafn Íslands, er þar er meðal annars að finna hina þekktu björgunarþyrlu TF SIF. Í þættinum verður einnig spjallað um lítið samfélagsverkefni á Borgarnesi sem gengur út á að bæjarbúar hittast og borða saman kvöldmat. Að lokum verður rætt við tvær konur í slökkviliðinu á Akureyri en átak hefur verið gert í að fá fleiri konur til starfa á slökkvistöðvum landsins. Efni í þáttinn unnu Gígja Hólmgeirsdóttir, Elsa María Guðlaugs Drífudóttir og Óðinn Svan Óðinsson. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir

  Söngleikur í Samkomuhúsinu. Réttindi fatlaðs fólks. Pönkaður forstjóri

  Söngleikur í Samkomuhúsinu. Réttindi fatlaðs fólks. Pönkaður forstjóri

  Í þættinum verður farið í heimsókn í Samkomuhúsið á Akureyri þar sem rætt verður við leik- og söngkonuna Jónínu Björt Gunnarsdóttur, sem sýnir um þessar mundir söngleikinn Vorið vaknar hjá Leikfélagi Akureyrar. Einnig verður rætt við Ingu Margrétar- Bjarnadóttur baráttukonu, um hindranir sem mæta fötluðu fólki til dæmis innan menntakerfisins. Að lokum verður spjallað við Eydísi Líndal Finnbogadóttur forstjóra Landmælinga Íslands og meðlim í kvennapönkhljómsveitinni Hellidembu. Efni í þáttinn unnu Gígja Hólmgeirsdóttir, Þórgunnur Oddsdóttir og Elsa María Guðlaugs Drífudóttir. Umsjónarmaður: Gígja Hólmgeirsdóttir.

  40 daga verslunarpása. Sælusápur. Vatnavextir í Fljótsdal

  40 daga verslunarpása. Sælusápur. Vatnavextir í Fljótsdal

  Í Sögum af landi verður farið til Þórshafnar á Langanesi, þar sem spjallað verður við bændur sem reka litla sápu- og kertagerð í bílskúrnum. Heyrum einnig af hverju hjón á Akureyri ákváðu að kaupa ekki inn mat í 40 daga heldur borða frekar það sem þau eiga í hillum, skápum og frystikistu. Í þættinum verður auk þess rifjaður upp örlagaríkur dagur í Fljótsdal fyrir næstum 40 árum þegar þrír menn þurftu að berjast fyrir lífi sínu í miklum vatnavöxtum. Efni í þáttinn unnu Rúnar Snær Reynisson, Gígja Hólmgeirsdóttir og Ágúst Ólafsson. Umsjónarmaður: Gígja Hólmgeirsdóttir.

  Freyvangsleikhúsið

  Freyvangsleikhúsið

  Við kíkjum á æfingu hjá Freyvangsleikhúsinu og spjöllum við nokkra meðlimi leikhópsins um lífið í leikhúsinu. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir

  Minningar um veðurofsa. Hvammstangi. Hjálpræðisherinn

  Minningar um veðurofsa. Hvammstangi. Hjálpræðisherinn

  Í þættinum verður rifjað upp mannskaðaveður sem gekk yfir landið fyrir tæpum 85 árum síðan. Einnig verður farið í heimsókn á bóka- og héraðsskjalasafnið á Hvammstanga og farið í fjársjóðsleit í einum nytjamarkaða Hjálpræðishersins. Efni í þáttinn unnu Gígja Hólmgeirsdóttir, Þórgunnur Oddsdóttir og Úlla Árdal. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir

  Verslunarrekstur og Minjasafnið á Akureyri

  Verslunarrekstur og Minjasafnið á Akureyri

  Í þættinum heyrum við í verslunareiganda í tískuvöruverslun sem staðið hefur vaktina síðustu þrjátíu árin. Við förum einnig í heimsókn á Minjasafnið á Akureyri og fræðumst um starfsemina þar. Efni í þáttinn unnu Ágúst Ólafsson, Úlla Árdal og Gígja Hólmgeirsdóttir. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir

Top Podcasts In News

Listeners Also Subscribed To