100 episodes

Snorri Björns og áhugavert fólk.

The Snorri Björns Podcast Show Snorri Björns

  • Society & Culture
  • 4.8 • 956 Ratings

Snorri Björns og áhugavert fólk.

  Bjarni Benediktsson

  Bjarni Benediktsson

  Í þættinum ræðum við feril Bjarna fyrir pólitíkina, fótboltann, lögfræðina, námið í þýskalandi og Ameríku, að verða faðir 21 árs gamall, maraþonhlaup og hvernig stjórnarslit komu í veg fyrir Berlínarmaraþonið, hvernig annasamasti maður landsins - áreittur úr öllum áttum - finnur tíma fyrir fjölmörg áhugamálin sín (veiði, skíði, ljósmyndun, blómarækt, kökuskreytingar ofl.) og hleður batterýin í baðkarinu heima bæði morgna og kvölds.

  • 1 hr 40 min
  Martha Ernstsdóttir - Hraðasti hlaupari Íslandssögunnar

  Martha Ernstsdóttir - Hraðasti hlaupari Íslandssögunnar

  Martha Ernstsdóttir er fyrsti Íslendingurinn til að hlaupa maraþon á Ólympíuleikunum og Íslandsmetin hennar í  5000m 10000m, hálfu maraþoni og heilu maraþoni standa ennþá  - og það nokkuð örugglega. Hér förum við yfir hörkuna sem Martha og langhlauparar búa yfir, feril og yfirburði Mörthu, æfingarnar í snjónum, púlsþjálfun, mjólkursýrumælingar, ofþjálfun, egóið, að gera það sem maður vill og hvernig ÍSÍ kom í veg fyrir að Martha keppti á Ólympíuleikunum þrátt fyrir að ná lágmarki í þremur (!!!) greinum.

  • 1 hr 44 min
  Willum Þór Þórsson

  Willum Þór Þórsson

  “Ég get tekið undir það ég er alveg grjótharður gamli skólinn.”
   
  Willum Þór ræsti skólagönguna 5 ára gamall, lék með yngri landsliðum í körfubolta, fótbolta og handbolta ásamt því að leika fyrir meistaraflokk KR í öllum þremur greinunum á sama tíma.
  Kennari, þjálfari og alþingismaður af gamla skólanum sem hefur aldrei felt niður kennslu, tekið sér veikindadag frá vinnu og er með 99% mætingu á þingið.
  Samnefnarinn í íþróttum, kennslu og pólitík krufinn til mergjar og heimspekilegar pælingar frá hægum manni, að eigin sögn, sem getur þó séð rautt og gengst þá við viðurnefninu Tryllum, að annarra sögn.

  • 1 hr 43 min
  Anníe Mist

  Anníe Mist

  Anníe Mist vann sér inn medalíu á CrossFit Games 2021, 10 mánuðum eftir barnsburð. Ótrúleg frammistaða eftir áratug í sportinu rakin, hugmyndin um að sleppa þessum heimsleikum bara, ákvörðunin að eignast barn, fjárhagur crossfittara, konur eru ekki litlir menn, hvernig konur eiga að nærast/æfa öðruvísi en karlar og margt fleira.
   
  Dave Castro, framkvæmdastjóri CrossFit Games:
  People are too casual about the fact that Annie has been competing at the CrossFit Games since 2009. Someday, someone will write a book about the dizzying evolution of the sport that has occurred since then.
  In the meantime, you can learn everything you need to know by looking at Annie’s stats over the last 13 years—of all the OG competitors she is the only one still competing; a perennial contender in the new era she literally helped create.
   
  The physical and mental fortitude required to remain at the top of this sport for so long is hard to comprehend. The relatively short individual careers of Rich Froning (5 years) and Mat Fraser (7 years)—universally regarded as the best ever—provide some perspective. Annie, has outlasted them both.
  That she is returning to the Games for the eleventh time just 10 months after giving birth is, if not an outright flex, certainly a message: CrossFit’s original Dottir isn’t done redefining what’s possible.

  • 1 hr 48 min
  Birgir Jónsson - Úr prentnámi og þungarokki í forstjórastólinn

  Birgir Jónsson - Úr prentnámi og þungarokki í forstjórastólinn

  Birgir Jónsson er forstjóri PLAY Air en það er þriðja flugfélagið sem hann starfar fyrir. Rétt orðinn þrítugur var hann kominn í forstjórastól Iceland Express og þar áður bjó hann í Hong Kong sem svæðisstjóri Össur. Atvinnuferill Birgis er áhugaverður í ljósi þess að hann er menntaður sem offset prentari, fór í listaháskóla í London og var þungarokkari. Munurinn á rekstri fyrirtækja og þungarokkshljómsveita er í grunninn ekki mikill og rauði þráðurinn er að vinna með fólki. Hér förum við yfir ferilinn, tímann hans hjá Póstinum, DIMMU, hugmyndina af PLAY Air, hvað gerir Birgi svona góðan í því sem hann gerir og hvernig honum tókst að sannfæra 3 þungarokkara um að koma með sér í sálfræðitíma.

  • 1 hr 44 min
  #96 - Þorsteinn Bachmann

  #96 - Þorsteinn Bachmann

  Þorsteinn Bachmann fer með stórleik í þessum þætti. Við útskýringar á aðferðarfræði Chekhov og Stanislavski var hann við það að bresta í grát þáttastjórnandi líka. Við förum yfir hlutverkið hans í Kötlu, hvernig Helgi Björns kickstartaði leikferli Þorsteins og feimnina sem hann þurfti að yfirstíga til að mæta á svið - sem var svo mikil að hann kastaði upp á milli sena.

  • 1 hr 55 min

Customer Reviews

4.8 out of 5
956 Ratings

956 Ratings

sigurður óttar ,

Podcast

I like this podacst i dont understand Icelandic but other than that it’s a great podcast

podcasthlustandi ,

Mæli allan daginn með!

Àhugaverðir viðmælendur úr öllum áttum. Snorri hefur einlægan áhuga á að hlusta á það sem viðmælendurnir hafa að segja, spyr góðra spurninga og býr til þægilega stemmingu. Eitt uppáhalds íslenska viðtals podcastið mitt🙂

Anna Lilja ,

Mæli með!

Hrós dagsins til þín Snorri!
Undirbúningur fyrir viðtöl, þægileg stemning og skemmtilegar spurningar (spyrð oft að akkúrat því sem ég var að pæla) töfra fram skemmtilegar bransasögur sem er gaman af.
Virkilega vel unnið allt saman 👏🏼
Fyrir hönd þorra þjóðar og podcastunnenda þakka ég þér fyrir þau lóð sem þú hefur lagt á vogarskálar íslenskrar podcastmenningar 🙌🏽

Top Podcasts In Society & Culture

Listeners Also Subscribed To