19 episodes

Hildur og Ragnar fjalla um spóluna sem er í tækinu, farið er í huganum á leiguna og rekkarnir skoðaðir og ákveðið þema birtist þeim.

Video rekkinn Ragnar Aðalsteinn Guðjónsson og Hildur Evlalía Unnarsdóttir

    • TV & Film
    • 5.0 • 4 Ratings

Hildur og Ragnar fjalla um spóluna sem er í tækinu, farið er í huganum á leiguna og rekkarnir skoðaðir og ákveðið þema birtist þeim.

    #19 Nicolas Cage - Bringing out the dead

    #19 Nicolas Cage - Bringing out the dead

    Sjúkraflutningarmaður berst við andleg veikindi vegna mikillar streitu í vinnunni. Við fylgjumst með andlegri hnignun Franks á ferðalagi sínu um götur New York borgar þar sem hann reynir sitt besta að bjarga lífum þeirra sem minna mega sín.
    Allt við þessa mynd ætti að segja okkur að þetta sé meistarastykki, skrifuð eftir metsölubók, handritið á gæjinn sem gerði Taxi Driver og Raging Bull, leikstjórinn er Martin Scorsese og leikararnir eru allir í hæsta gæðaflokki.
    Tekst þetta? Hver veit. Komist að því í þessum þætti af Video Rekkanum.

    • 1 hr 6 min
    #18 Nicolas Cage - The Unbearable Weight Of Massive Talent

    #18 Nicolas Cage - The Unbearable Weight Of Massive Talent

    Kvikmyndastjarna leggur leið sína til Mallorca til að taka þátt í afmælishátíð óþekkts milljarðamærings. En allt er ekki sem sýnist; áður en langt um líður, er stjarnan komin á kaf í flókinn lygavef bandarísku leyniþjónustunnar og reynir í örvæntingu að bjarga dóttur pólitíkuss.
    Myndin er á sama tíma spennuþrungin hasarmynd, ævintýraferð, gamanmynd, djúpstæð drama, andrúmsþrungin spennumynd og rómantísk ástarsaga. Allt þetta og meira til í þessum þætti Video Rekkans.

    • 1 hr 8 min
    #17 Nicolas Cage - The Pig

    #17 Nicolas Cage - The Pig

    Einsetubúi nokkur lendir í kröppum dansi þegar trufflusvíninu hans er stolið um miðja nótt, af óprúttnum aðilum, og hann neyðist til fara aftur til borgarinnar í samfélag mannanna í leit að sínu ástkæra svíni. 
    Það mætti að segja að hér væri á ferðinni endurgerð af John Wick,  nema núna er hann kokkur og leynisvopnið hans eru bragðlaukar frekar en ofbeldi. 

    • 56 min
    #16 Nicolas Cage - Mandy

    #16 Nicolas Cage - Mandy

    Skógarhöggsmaður lendir í kröppum dansi þegar ofsatrúarhippacult fær afbriðgilegan áhuga á konunni hans. Hér blandast saman stórkostleg tónlist Jóhanns Jóhannssonar og listileg kvikmyndataka Panos Cosmatos.Hér eru ofboðslega mikið af litum, ofboðslega mikið af blóði, ofboðslega mikið af litaleiðréttingu, ofboðslega mikið að dauða og myrki.Hér er mynd sem engin hefði/ætti að láta framhjá sér fara og svo náttúrulega hlusta á þennan þátt :)

    • 1 hr 7 min
    #15 Nicolas Cage - Sorcerer's Apprentice

    #15 Nicolas Cage - Sorcerer's Apprentice

    Lærlingur Merlins fær það verkefni að finna arftaka læriföður síns, en það er eina leiðin til að bjarga heiminum frá glötun. Þetta er í senn ástarsaga og ævintýri, hvað gæti mögulega klikkað!Þið getið komist að því í nýjasta þætti Video Rekkans.

    • 1 hr 12 min
    #14 Nicolas Cage - Next

    #14 Nicolas Cage - Next

    Töframaður með ofurkrafta verður miðdepill aðgerða FBI til að stöðva kjarnorkusprengju sem hryðjuverkamenn ætla að sprengja í miðborg Los Angeles. Hér er olíuborinn húð, brjóstaskorurnar halda áfram, hárið heldur áfram að vera furðulegt og síðast en ekki síst ekki örvænta, vondu kallarnir eru þýskir...Allt þetta og meira til í þessum þætti!

    • 1 hr 12 min

Customer Reviews

5.0 out of 5
4 Ratings

4 Ratings

Top Podcasts In TV & Film

Podcast með Sölva Tryggva
Sölvi Tryggvason
Tveir á toppnum
Tveir á toppnum
The Rewatchables
The Ringer
Off The Beat with Brian Baumgartner
iHeartPodcasts
The Office Deep Dive
iHeartPodcasts
Bíóblaður
Hafsteinn Sæmundsson