192 episodi

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Guðmundur Pálsson.

Samfélagi‪ð‬ RÚV

    • Cultura e società

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Guðmundur Pálsson.

    Friðlýst svæði og þjóðgarðar, fjarkennsla, málfar og vísindaspjall

    Friðlýst svæði og þjóðgarðar, fjarkennsla, málfar og vísindaspjall

    Við ætlum að ræða friðlýst svæði og þjóðgarða, en starfshópur skilaði inn fyrir áramót skýrslu þar sem stöðu þessara svæða og áskorunum er lýst. Árni Finnsson hjá náttúruverndarsamtökum Íslands var formaður starfshópsins, og hann ætlar að ræða við okkur um helstu lykilþætti sem þarna komu fram, meðal annars hvað varðar mögulega fjölgun og stækkun friðlýstra svæða, þanþol svæðanna hvað varðar ágang, skipulag og umsjón - sem og fýsileika gjaldtöku. Svo veltum við fyrir okkur fjarkennslu og möguleikum hennar við Háskóla Íslands. Nú eru boðið upp á nokkur hundruð námskeið í fjarkennslu við skólann og áform um að fjölga þeim. Hólmfríður Árnadóttir, er verkefnisstýra fjarnáms við Háskóla Íslands. Hún ætlar að ræða þessi mál við okkur á eftir. Málfarsmínúta verður á sínum stað og svo kemur Edda Olgudóttir til okkar í sitt reglubundna vísindaspjall.

    • 59 min
    Tegundir í útrýmingarhættu, garðurinn fokinn burt, málfar og netsvindl

    Tegundir í útrýmingarhættu, garðurinn fokinn burt, málfar og netsvindl

    Við ætlum að forvitnast um Samninginn um alþjóðverslun með tegundir í útrýmingarhættu - CITES. Ísland hefur verið aðili að samingnum síðan árið 2000. Sigurður Þráinsson deildarstjóri hjá umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytinu þekkir samninginn í hörgul. Hann sest hjá okkur eftir smástund. Garðeigendum og öðru áhugafólki um trjágróður og plöntur er öllu lokið og gerði nýafstaðin Hvítasunnuhelgi útslagið að því er virðist, í það minnsta suðvestanlands. Laufblöð, blóm og brum hefur fokið af trjám og runnum og þau standa eftir ber, blóm og garðagróður hefur visnað, allt er brúnt eða dautt og bara fátt sem minnir á vor eða sumar. Hefur þetta vor vinda vætu og kulda drepið allt og er sumrinu í garðinum aflýst? Guðríður Helgadóttir garðyrkjusérfræðingur kemur til okkar. Málfarsmínúta er svo á sínum stað og við fáum svo Brynhildi Pétursdóttur ritstjóra neytendablaðsins í spjall um netsvindl, en sífellt fleiri svikahrappar virðast útbúa auglýsingar á facebook með tilboðum sem eru of góð til að vera sönn - en fjölmörg falla engu að síður fyrir.

    • 55 min
    Fundnar fornminjar, Hvaldimir njósnamjaldur, málfar og hnetuofnæmi

    Fundnar fornminjar, Hvaldimir njósnamjaldur, málfar og hnetuofnæmi

    Hvað áttu að gera ef þú rekst á mögulegar fornminjar á víðavangi? Það gerist nefnilega frekar reglulega á Íslandi að almenningur gangi fram á fornleifar, þekkt dæmi eru til að mynda rjúpnaskytturnar sem fundu sverð frá víkindaöld og göngufólkið sem fann skrautprýddar líkamsleifar konu frá 10. öld uppi á heiði. Þór Hjaltalín sviðstjóri hjá Minjastofnun Íslands fer yfir þetta með okkur, kemur með ráðleggingar og sögur og ýmsar vangaveltur. Mjaldurinn Hvaldimir, sem hefur verið grunaður um að vera rússneskur njósnahvalur, sást nýlega á sundi við strendur Svíþjóðar. Áður hafði hann sóst eftir félagsskap sjómanna við Noreg. Við vitum ekki hvaðan hann kemur eða hvert hann er að fara blessaður, en hann hefur augljóslega alist upp í haldi manna. Edda Elísabet Magnúsdóttir hvalasérfræðingur og lektor við Háskóla Íslands ætlar að segja okkur frá Hvaldimir, mjöldrum og sjávarspendýrum sem hafa verið í haldi manna. Við fáum málfarsmínútu að hætti hússins og svo kemur Edda Olgudóttir til okkar í vísindaspjall. Hún ætlar að fræða okkur um leiðir til að veita ungum börnum með hnetuofnæmi meðferð. Svokallaða afnæmingu.

    • 55 min
    Grænt mötuneyti, safnarasýning, ruslarabb og umhverfispistill

    Grænt mötuneyti, safnarasýning, ruslarabb og umhverfispistill

    Við heimsækjum mötuneyti Vínbúðarinnar, en Friðrik Hraunfjörð, líka kallaður Friðrik fimmti, ræður þar ríkjum og leiðir sitt fólk áfram í umhverfismálum og grænum skrefum. Þau vigta allt rusl, nýta afganga, reyna að áætla upp á gramm hvað hver borðar - það á ekki að vera nein matarsóun, eða umframkaup. Hvernig fá þau þetta til að ganga upp, eru allir ánægðir og saddir og hverju skilar þetta? Við heimsækjum íþróttahúsið við Ásgarð í Garðabæ þar sem verið er að undirbúa stóru safnarasýninguna Nordia 2023. Frímerkjasöfn, póstkort, merki, seðlar, munir tengdir sögu lögreglunnar og margt fleira er þar hægt að skoða. Og þarna eru sagðar sögur - eins og Gísli Geir Harðarson formaður sýningarnefndarinnar segir okkur betur frá á eftir. Ruslarabbið verður á sveimi einhverntíman í þættinum og svo verður umhverfispistilinn á sínum stað með Stefáni Gíslasyni.

    • 55 min
    Gervigreind, lexíur leiðtogafundar, málfar og rottukengúra

    Gervigreind, lexíur leiðtogafundar, málfar og rottukengúra

    Við tölum um gervigreind og siðferðislegar og samfélagslegar áskoranir sem fylgja þeirri byltingu sem er hafin. Páll Rafnar Þorsteinsson, verkefnisstjóri við Siðfræðistofnun Háskóla Íslands er einn þeirra sem ætla að taka til máls á málþingi um akkúrat þetta efni á mánudaginn í Háskóla Íslands. Leiðtogafundurinn skall á íslensku samfélagi af fullum þunga. Og nú þegar allt er yfirstaðið eru þau sem höfðu veg og vanda af skipulagningu þessa fundar að taka saman hvað gekk vel, hvað var óvænt og hvað kom út úr þessu. Að öðrum ólöstuðum stóð lögreglan í ströngu, viðlíka öryggisráðstafanir hafa aldrei verið gerðar á Íslandi, þó að hér á landi hafi mikilvægir fundir áður verið haldnir og þjóðarleiðtogar kíkt við. Við ræðum við Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn ræðir um lexíur leiðtogafundarins. Málfarsmínúta. Í lok þáttar kemur hin eina sanna Vera Illugadóttir í dýraspjall og segir okkur frá upprisu rottukengúrunnar.

    • 55 min
    Stafrænn útivistartími, heyrnarskerðing, málfar, sellófan og hagamýs

    Stafrænn útivistartími, heyrnarskerðing, málfar, sellófan og hagamýs

    Við ræðum hér á eftir við Margréti Lilju Guðmundsdóttur þekkingarstjóra hjá Planet youth um skjátíma og nauðsyn þess að setja á stafrænan útivistartíma á börn og ungmenni, jafnvel fullorðna. En eins og aðrar rammar sem foreldrar og skólar og samfélagið hafa komið upp tekur ákveðinn tíma að ná lendingu og finna út úr þessu, en tæknihraðinn er slíkur að það er nú ærið tilefni til að bregðast hratt við. Við endurflytjum efni frá því síðasta vetur hér í Samfélaginu. Kristbjörg Gunnarsdóttir og Kristbjörg Pálsdóttir eru báðar heyrnarfræðingar og leiða okkur í gegnum nokkrar upptökur sem leyfa hlustendum að heyra hvernig mismunandi heyrnarskerðingar hljóma. Málfarsmínúta er á sínum stað og ruslarabb Svo fáum við að heyra aftur pistil frá Ester Rut Unnsteinsdóttur spendýravistfræðingi en þar sagði hún okkur athyglisverðar fréttir af landnámi hagamúsa í Vestmannaeyjum.

    • 55 min

Top podcast nella categoria Cultura e società

ONE MORE TIME  di Luca Casadei
OnePodcast
Chiedilo a Barbero - Intesa Sanpaolo On Air
Intesa Sanpaolo e Chora Media
Passa dal BSMT
Gianluca Gazzoli
BESTIE
OnePodcast
Tintoria
OnePodcast
ATOMIKA
OnePodcast

Potrebbero piacerti anche…