208本のエピソード

Tölvuleikjaspjallið eru vikulegir þættir með almennum umræðum um tölvuleiki og leikjastefnur, umsögnum um leiki auk frétta úr tölvuleikjaheiminum.

Tölvuleikjaspjalli‪ð‬ Podcaststöðin

    • レジャー

Tölvuleikjaspjallið eru vikulegir þættir með almennum umræðum um tölvuleiki og leikjastefnur, umsögnum um leiki auk frétta úr tölvuleikjaheiminum.

    209. Hellblade 2 - gerist á Íslandi með TVEIMUR íslenskum aðalleikurum!

    209. Hellblade 2 - gerist á Íslandi með TVEIMUR íslenskum aðalleikurum!

    Annar þáttur af tveimur sem kemur út í dag!

    Hellblade 2 kom út í maí og við ætlum að sjálfsögðu að fjalla um hann.

    Saga baráttukonunnar frá Orkneyjum heldur áfram og hér er ekkert gefið eftir. Hún heldur til Íslands til að granda þrælasölum þar. Ekkert glens hér á ferð.

    Arnór Steinn og Gunnar taka leikinn fyrir og ræða allar hliðar. Sagan, combat kerfið, útlitið og margt fleira!

    Er þessi leikur þess virði? Við pælum vel í því saman. Við spillum ekki fyrir neinu alvarlegu í þættinum, þannig ykkur er óhætt að hlusta! En við segjum í hreinskilni hvað okkur finnst og það er margt.

    Hvað fannst þér? Er spenna hjá ykkur fyrir þessum leik?

    Endilega tékkið á þætti 207 þar sem við ræddum við Aldísi Amah Hamilton um hennar hlutverk í leiknum! Virkilega gott og fræðandi spjall.

    Þátturinn er í boði Elko Gaming.

    • 42分
    208. Star Wars Outlaws, Dragon Age Veil Guard, Indiana Jones og aðrar leikjakynningar júní 2024!

    208. Star Wars Outlaws, Dragon Age Veil Guard, Indiana Jones og aðrar leikjakynningar júní 2024!

    Helgin síðasta var STÚT full af kynningum fyrir spennandi leiki ársins. Star Wars Outlaws, Lego Horizon, munkabruggleikur og margir fleiri.

    Arnór Steinn og Gunnar taka best of og það kemur á óvart hvað hver er spenntur fyrir hverju.

    Er Arnór raunverulega að peppa Assassin´s Creed leik? Er Gunnar að fara að kaupa gæludýra-farming leik á degi eitt?

    Hlustið og tékkið á því! Þessi og næsti þáttur (209 – Hellblade 2) tengjast því við tókum þá upp einn á eftir öðrum. Þeir koma BÁÐIR út í dag!

    Þátturinn er í boði Elko Gaming.

    • 40分
    207. Aldís Amah í Hellblade II og MARGT fleira

    207. Aldís Amah í Hellblade II og MARGT fleira

    Leikkonan Aldís Amah Hamilton snýr aftur í stúdíó til strákanna og það er ekkert annað en VEISLA eins og í síðasta þætti.

    Eins og kunnugt er leikur hún aðalhlutverkið í íslensk-framleidda leiknum Echoes of the End, sem kemur ekki alveg strax út, EN! hún leikur í nýja Hellblade leiknum, Senua's Saga!

    Hún segir Arnóri Steini og Gunnari allt um hvernig það er að leika í þeim leik, tölum enn meira um Final Fantasy og hver er drauma tölvuleikjaserían til að leika í.

    Þátturinn er í boði Elko Gaming.

    • 1 時間25分
    206. Mad Max leikurinn

    206. Mad Max leikurinn

    Í tilefni þess að FURIOSA er komin í bíó taka Arnór Steinn og Gunnar fyrir Mad Max leikinn, falinn demant frá 2015.

    Leikurinn var svo óheppinn að koma út sama DAG og annar frekar legendary leikur .. munið þið hver það er?

    Strákarnir minnast líka á tilraun þeirra til að komast í samband við forsetaframbjóðendur varðandi tölvuleikjaspilun þeirra. Gekk ekki vel en fengum amk tvö svör!

    Hvernig fannst þér Mad Max leikurinn?

    Þátturinn er í boði Elko Gaming.

    • 58分
    205. Manor Lords - early access meistaraverk

    205. Manor Lords - early access meistaraverk

    Hvern langar ekki í city builder með hagfræðilegu ívafi?

    Án alls gríns þá er Manor Lords (sem er að mestu úr smiðju eins manns) andskoti áhugavert verkefni sem er nú í boði á Steam.

    Þý byggir þorp og breytir því í stórbæ ásamt því að taka yfir svæði í kringum þig.

    Arnór Steinn og Gunnar ræða það sem komið er út í þaula. Leikurinn er ekki tilbúinn en við erum með vísbendingar um hvað verður í boði í leiknum þegar hann er tilbúinn.

    Hlustaðu á þáttinn fyrir nokkur tips&tricks til að koma samfélaginu þínu af stað í MANOR LORDS

    ... og kaupið hann svo á Steam ... undir eins!

    Þátturinn er í boði Elko Gaming.

    • 50分
    204. Fallout New Vegas - fyrsti þáttur

    204. Fallout New Vegas - fyrsti þáttur

    Við þurftum 200 þætti til að hita upp fyrir þetta meistaraverk.

    Arnór Steinn suðaði og puðaði og það virkaði! Gunnar er kominn í New Vegas og búinn að spila nóg til að ræða fyrsta helminginn.

    Deep dive á einum helvíti áhugaverðum leik. Það fylgir stór höskuldarviðvörun þessum þætti; drengirnir ræða ALLT.

    Companions, sagan, factions, playstyles og margt, MARGT fleira í stút fullum þætti um New Vegas!

    Þátturinn er í boði Elko Gaming.

    • 1 時間21分

レジャーのトップPodcast

安住紳一郎の日曜天国
TBS RADIO
TBSラジオ『ジェーン・スーと堀井美香の「OVER THE SUN」』
TBS RADIO
アフター6ジャンクション 2
TBS RADIO
ワイドハイター presents りいちゃんの相談窓口
TOKYO FM
WONT
SPINEAR
TALK TO NEIGHBORS
J-WAVE

その他のおすすめ

Gula Spjaldið
Gula Spjaldið
Dr. Football Podcast
Hjörvar Hafliðason
FM957
FM957
Ólafssynir í Undralandi
Útvarp 101
Þarf alltaf að vera grín?
Þarf alltaf að vera grín?
Twenty Thousand Hertz
Dallas Taylor