325 episodes

Fílalag er hlaðvarp um tónlist. Á hverjum föstudegi senda þeir Snorri Helgason og Bergur Ebbi frá sér nýjan þátt þar sem dægurlag er tekið fyrir og fílað í ræmur.

Í fíluninni felst að greina menningarleg fyrirbæri sem eru kynnt í laginu, tískustrauma í hljómi og tíðaranda í framsetningu. Farið er um víðan völl og fjallar þátturinn um poppmenningu í stærra samhengi.

Um málið er ekkert meira að segja. Fílið þetta bara og fokk svo off.

Fílalag Fílalag

    • Music

Fílalag er hlaðvarp um tónlist. Á hverjum föstudegi senda þeir Snorri Helgason og Bergur Ebbi frá sér nýjan þátt þar sem dægurlag er tekið fyrir og fílað í ræmur.

Í fíluninni felst að greina menningarleg fyrirbæri sem eru kynnt í laginu, tískustrauma í hljómi og tíðaranda í framsetningu. Farið er um víðan völl og fjallar þátturinn um poppmenningu í stærra samhengi.

Um málið er ekkert meira að segja. Fílið þetta bara og fokk svo off.

    Way Down We Go – Djöfullinn á hringtorginu

    Way Down We Go – Djöfullinn á hringtorginu

    Kaleo – Way Down We Go Kjúklingabringurnar eru lentar á eldhúsbekknum, kaldar og blautar í frauðplastbökkum. Þær smokra sér úr plastinu eins og geimverur í Ridley Scott mynd. Þær smokra sér úr plastinu og klæða sig í ullarsjöl og setja á sig hatta. Kjúklingabringurnar steikja sér egg á pönnu. Þær horfa á eggið spælast á […]

    • 1 hr 19 min
    Crazy – Klikkun

    Crazy – Klikkun

    Crazy – Patsy Cline Kötturinn svífur um eldhúsið. Hárþurrkan syngur sópran inn á baði. Rafmagnslínurnar svigna milli stauranna úti á götu og spila hægan kontrabassagang. Það er klikkun í gangi. Kona lætur renna í krómbað og leggst í kaf sjálfsvorkunnar og efasemda. Þetta er bilun og brjálæði, fegurð og funhiti.

    • 1 hr 12 min
    Sex on Fire – Logandi kynlíf ljónanna

    Sex on Fire – Logandi kynlíf ljónanna

    Kings of Leon – Sex on Fire Hafið þið séð ljónshvolpa í dýragarði, leika við hvern annan, bíta í hálsa og veltast um í gamnislag, lúra svo þess á milli ofan á hver öðrum eins og tuskur. Ef það væri hægt að taka þessa orku, þetta ljónshvolpamódjó og setja á flöskur, þá væri maður með […]

    • 59 min
    Dag sem dimma nátt – Strenging húmsins

    Dag sem dimma nátt – Strenging húmsins

    Í Svörtum fötum – Dag sem dimma nátt Oft hefur Ísland nötrað. Undan hrolli jöklanna, undan jarðhræringum, undan hafísnum, landsins forna fjanda. Oft hefur hrollurinn læst sér í taugakerfi þeirra sem hér búa, refa, minka og manna. Og hrollurinn framkallar herping, þúfur á handarbaki, húð kennda við gæsir og fygl. Það eru milljón ástæður til […]

    • 1 hr 10 min
    Will You Love Me Tomorrow – Paradísarmissir, missir, missir, missir (bergmál)

    Will You Love Me Tomorrow – Paradísarmissir, missir, missir, missir (bergmál)

    The Shirelles / Carole King – Will You Love Me Tomorrow Hvað er þetta annað en paradísarmissir? Allt saman! Allar sögur! Nakið fólk að borða ávexti í vellystingum og búmm skömmustulegt fólk með fýkjublöð um klofið, grátbiðjandi um miskunn. Tveggja ára barn á bleyju, öskrandi og krotandi á veggi. Búmm. Sex ára barn í skóla, […]

    • 1 hr 4 min
    Quit Playing Games (With my Heart) – Tárin, árin, sárin

    Quit Playing Games (With my Heart) – Tárin, árin, sárin

    Backstreet Boys – Quit Playing Games (With my Heart) Höfrungasýning í skemmtigarði. Aflitaðir endar. Rigning inni í vöruhúsi. Uppásnúnir gallajakkar. Pýramídasvindlara-umboðsmaður. Vinir að eilífu. Plakötin yfir rúmstokknum. Tárin, árin, sárin. Skipt í miðju, uppfært andlit, skemmtiferðasigling um veröld sem var, horfnar ástir, skot í myrkri, ölvunarakstur, MTV í Þýskalandi. Það var hlegið að þeim. Að […]

    • 1 hr 7 min

Top Podcasts In Music

Dj Shinski New Mixes
Dj Shinski
Supremacy sounds Mixes
Dj Simple Simon
DJ TOPHAZ MIXES
Tophaz
Dj Joe Mfalme
Dj Joe Mfalme
Capital FM
Capital FM
Mr Friday Night- DJ John Mixshows
DJ John Rabar (Mr Friday Night)- Homeboyz

You Might Also Like

Steve Dagskrá
Steve Dagskrá
Í ljósi sögunnar
RÚV
Dr. Football Podcast
Hjörvar Hafliðason
Chess After Dark
Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson
Beint í bílinn
Sveppalingur1977
Þjóðmál
Þjóðmál