55 episodes

Leikfangavélin er hlaðvarp sem hóf göngu sína haustið 2019 og er í umsjón Atla Hergeirssonar. Tónlist, tónlistarfólk, hljómsveitir, umfjallanir og viðtöl, íslenskt og erlent. Fróðleikur, skemmtun og afþreying. Bara að það sé tónlist (með örfáum undantekningum þó). Finnið Leikfangavélina einnig á Facebook og smellið endilega í eins og eitt "like".
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

Leikfangavélin Atli Hergeirsson

    • Music

Leikfangavélin er hlaðvarp sem hóf göngu sína haustið 2019 og er í umsjón Atla Hergeirssonar. Tónlist, tónlistarfólk, hljómsveitir, umfjallanir og viðtöl, íslenskt og erlent. Fróðleikur, skemmtun og afþreying. Bara að það sé tónlist (með örfáum undantekningum þó). Finnið Leikfangavélina einnig á Facebook og smellið endilega í eins og eitt "like".
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

    Jónsmessa #13 - Instrumental

    Jónsmessa #13 - Instrumental

    Ósungin lög eða instrumental er málefni Jónsmessu hinnar þrettándu. Í þættinum komum við afar víða við, allt frá tölvupoppi í gegnum kvikmyndatónlist og klassískt rokk en þó með dassi af heiðarlegum metal og jafnvel trommusólóum, ásamt mun fleiru til. Þátturinn er hið minnsta svo sannarlega út um hvippinn og hvappinn að þessu sinni.
    Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

    • 2 hrs 3 min
    Jónsmessa #12 - Boards Of Canada

    Jónsmessa #12 - Boards Of Canada

    Í þessari tólftu Jónsmessu í Leikfangavélinni kemur Jón Agnar með rafdúettinn Boards of Canada að borðinu. Í raun er voða lítið vitað um þennan skoska dúet svona heilt yfir, en það sem þó er vitað veit sennilegast einmitt Jón Agnar einna best. Ljóst er að hér er um að ræða afar furðulegt band en því er þó alls ekki að neita að það er verulega áhugavert engu að síður, já og svo ekki sé talað um aðdáendahóp þeirra.
    Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

    • 2 hrs 5 min
    Jónsmessa #11 - Draumapoppið

    Jónsmessa #11 - Draumapoppið

    Jónsmessa númer 11. Það var í Jónsmessu þeirri sjöttu sem kom Jón Agnar með Skóglápið og nú er nokkurs konar framhald af þeim þætti. Við kíkjum saman á tónlistarstefnu sem hlaut heitið Draumapopp, eða „Dream pop“. Stefnan á ættir sínar að rekja til Bretlandseyja eins og svo margar aðrar, og eru þau furðumörg böndin sem hafa framið þessa tegund af tónlist. Við heyrum nokkur vel valin tóndæmi í þættinum, þætti sem varð óvart eiginlega líka framhald af síðasta þætti, þegar við tókum fyrir valdar kvenraddir, það eru nefnilega stelpurnar sem eru nokkuð fyrirferðamiklar í dag líkt og síðast. Njótið vel munið auðvitað eftir stjörnugjöfinni og umsögnum ásamt auðvitað Facebook síðu Leikfangavélarinnar.
    Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

    • 2 hrs 12 min
    Jónsmessa #10 - Kvenraddir

    Jónsmessa #10 - Kvenraddir

    Söngkonur eða kvenraddir er það sem Jón Agnar mætti með í Jónsmessu númer 10. Þær eru margar söngkonurnar sem við tökum fyrir í þættinum og allar eiga þær það sameiginlegt að hafa frábæra söngrödd og allar hafa þær hrifið okkur á einhverjum tímapunkti í lífinu. Við erum ekki að tala hér um eiginlega upptalningu á bestu söngkonum veraldar, heldur meira svona það sem þáttastjórnendur "fíla". Í þættinum förum við Jón því um víðan völlinn og erum eiginlega út og suður allan tímann. Það voru reyndar ansi margar söngkonur eftir á listanum hjá okkur þegar tíminn rann út, en skilaboðunum var sennilegast komið alla leið til skila.
    Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

    • 3 hrs 20 min
    Jónsmessa #9 - Bassinn

    Jónsmessa #9 - Bassinn

    Í Jónsmessu hinni níundu nördum við svolítið. Svolítið mikið, og kominn tími til. Við fórum nefnilega núna í einkasafnið og fundum til vel valin dæmi af framúrskarandi bassaleik, bassahljóðum, bassadrunum, bassaleikurum og svo framvegis. Jón Agnar kom skemmtilega á óvart þegar hann tilkynnti þema þáttarins sem er að þessu sinni einfaldlega bassi. Ó það sem bassinn getur gert fyrir eitt stykki lag. Við heyrum fullt af tóndæmum í þættinum og heyrum einnig sögur á bakvið nokkur vel valin lög. Góða skemmtun gott fólk, takk fyrir að hlusta og ekki gleyma stjörnugjöfinni þar sem þú hlustar á Leikfangavélina.
    Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

    • 3 hrs 3 min
    Jónsmessa #8 - Carole King

    Jónsmessa #8 - Carole King

    Það er komið að áttundu Jónsmessu. Í þetta skiptið tökum við "óskaþátt" fyrir hlustanda sem hafði samband og hreinlega bað um þennan þátt. Við ætlum að taka fyrir frábæran lagahöfund og hreint út sagt æðislega söngkonu. Það hafa flestir heyrt lögin hennar hvort sem viðkomandi veit af því eða ekki. Afköstin hennar hafa verið ótrúleg í gegnum tíðina, eða síðustu 60 ár eða svo. Við erum að tala um hina einu sönnu Carole King. Í þættinum förum við Jón Agnar yfir lífshlaup hennar og feril. Við skoðum alla þessa slagara! Allar þessar melódíur. Alla hittarana sem og lög sem ekki fóru eins hátt! Af nægu er að taka, svo mikið er víst þegar kemur að Carole King.
    Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

    • 2 hrs 46 min

Top Podcasts In Music

Mathaka Pada - මතක පද
Gemunu Jayantha Wanninayake
THE MORNING SHIFT
YOUKNOW MEDIA
Tamilan Podcast
Isaiyin Rasigan
Beach House Podcast
Beachhouse Music
Drake
Quiet. Please
Sound Opinions
Sound Opinions

You Might Also Like