150 episodes

Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.

Frjálsar hendur RÚV

  • Society & Culture

Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.

  Útlitslýsingar í fornsögum

  Útlitslýsingar í fornsögum

  Í Skírni 1934 birti Eiður S. Kvaran grein þar sem hann fjallar ítarlega um útlitslýsingar í fornsögum vórum, og kemst að þeirri niðurstöðu að hér hafi raunar verið á ferðinni á landsnámsöld fleiri en eitt „kyn“ eins og dæma megi af útlitslýsingunum. Samantekt Eiðs er vissulega fróðleg í sjálfu sér, en það merkilega er að hann var nasisti og trúði því statt og stöðugt að „ljósa fagra kynið“ væri æðra hinu „svarta og ljóta“ sem hann segir höfunda Íslendinga lýsa. Ritgerðin í Skírni lýsir því ekki aðeins fordómum Íslendingasagnahöfunda, heldur líka hættulegum fordómum Eiðs sjálfs og þeirra sem aðhylltust „mannkynbótastefnuna“.

  Hin forna Persía

  Hin forna Persía

  Íran, eður hin forna Persía, er enn í sviðsljósinu. Persar rekja sögu sína meira en 2.500 ár aftur í tímann og eiga að vonum miklar sögur og margar. Illugi Jökulsson gluggar í einhverjar elstu sem til eru um Persa, siði þeirra og háttu, en þær er að finna í söguriti gríska sögumannsins Heródótusar. Sá kunni að meta góðar og safaríkar sögur! Hér eru Kýrus hinn mikli, kóngur þeirra, og svo Heródótus.

  Læknablaðið 6. árgangur

  Læknablaðið 6. árgangur

  Illugi Jökulsson les upp úr Læknablaðinu frá árinu 1920, en það hafði komið út samfleytt í fimm ár. Ritstjórar voru Stefán Jónsson, Matthías Einarsson og Guðmundur Hannesson.

  Glöggt er gests augað

  Glöggt er gests augað

  Illugi Jökulssoni les upp úr bókinni Glöggt er gests augað: úrval ferðasagna um Íslands sem Sigurður Grímsson tók saman og gefin var út árið 1946. Bókin inniheldur brot úr frásögnum erlendra ferðalanga sem komu til Íslands á sínum tíma.

  Listamannaljóð og Gamanþættir af vinum mínum

  Listamannaljóð og Gamanþættir af vinum mínum

  Illugi Jökulsson gluggar í bókina Listamannaljóð en þar eru ljóð eftir fólk sem fékkst fyrst og fremst við myndlist. Hann heldur síðan áfram að lesa upp úr bók sem heitir Gamanþættir af vinum mínum eftir Magnús Á. Árnason myndlistarmann.

  Gamanþættir af vinum mínum, framhald

  Gamanþættir af vinum mínum, framhald

  Illugi Jökulsson les kafla úr bókinni Gamanþættir af vinum mínum eftir Magnús Á. Árnason myndlistarmann með meiru.

Top Podcasts In Society & Culture

Listeners Also Subscribed To