27 min

Kvikan – #Megxit, peningaþvætti, spilling og brot Seðlabankans Hlaðvarp Kjarnans

    • News

Í þætti vikunnar er fjallað um brot Seðlabankans á jafnréttislögum, peningaþvætti og spillingu, og þær stórfréttir sem nú heyrast frá Bretlandseyjum eða réttara sagt Megxit.

Í vikunni sem leið var birt niðurstaða kærunefndar jafnréttismála í máli þar sem Seðlabankinn er talinn hafa sniðgengið mjög hæfa konu fyrir mun minna hæfan karl, en bankinn hefur þrívegis brotið gegn jafnréttislögum frá árinu 2012. En hvað felst í þessari niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála?

Harry Bretaprins komst í heimsfréttirnar í síðustu viku ásamt eiginkonu sinni, Meghan Markle, en Sunna Ósk fjallaði um málið á Kjarnanum í ítarlegri fréttaskýringu um helgina.

Nú rétt fyrir helgi sendi Sam­herji frá sér fréttatilkynningu þar sem fram kemur að fyrirtækið ætli að þróa og inn­leiða heild­rænt stjórn­un­ar- og reglu­vörslu­kerfi sem bygg­ist á áhættu­skipu­lagi fyr­ir­tæk­is­ins, meðal ann­ars með áherslu á spill­ingu, efna­hags­legar refsi­að­gerðir og pen­inga­þvætti.

Á sama tíma kom fram í fréttum að ríkisstjórnin ætli að setja 200 milljónir til viðbótar í rannsóknir og varnir gegn peningaþvætti og skattsvikum. Héraðssaksóknari fær viðbótarfjármagn til að rannsaka Samherjamálið og skattayfirvöld munu geta bætt við sig mannafla tímabundið til að rannsaka „ýmis atriði sem þarfnast ítarlegrar skoðunar.“

Í þætti vikunnar er fjallað um brot Seðlabankans á jafnréttislögum, peningaþvætti og spillingu, og þær stórfréttir sem nú heyrast frá Bretlandseyjum eða réttara sagt Megxit.

Í vikunni sem leið var birt niðurstaða kærunefndar jafnréttismála í máli þar sem Seðlabankinn er talinn hafa sniðgengið mjög hæfa konu fyrir mun minna hæfan karl, en bankinn hefur þrívegis brotið gegn jafnréttislögum frá árinu 2012. En hvað felst í þessari niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála?

Harry Bretaprins komst í heimsfréttirnar í síðustu viku ásamt eiginkonu sinni, Meghan Markle, en Sunna Ósk fjallaði um málið á Kjarnanum í ítarlegri fréttaskýringu um helgina.

Nú rétt fyrir helgi sendi Sam­herji frá sér fréttatilkynningu þar sem fram kemur að fyrirtækið ætli að þróa og inn­leiða heild­rænt stjórn­un­ar- og reglu­vörslu­kerfi sem bygg­ist á áhættu­skipu­lagi fyr­ir­tæk­is­ins, meðal ann­ars með áherslu á spill­ingu, efna­hags­legar refsi­að­gerðir og pen­inga­þvætti.

Á sama tíma kom fram í fréttum að ríkisstjórnin ætli að setja 200 milljónir til viðbótar í rannsóknir og varnir gegn peningaþvætti og skattsvikum. Héraðssaksóknari fær viðbótarfjármagn til að rannsaka Samherjamálið og skattayfirvöld munu geta bætt við sig mannafla tímabundið til að rannsaka „ýmis atriði sem þarfnast ítarlegrar skoðunar.“

27 min

Top Podcasts In News