216 episodes

Hér er rætt hispurslaust um stjórnmál, efnahagsmál, menningu og annað tengt þjóðmálum.

Þjóðmál Þjóðmál

    • Society & Culture

Hér er rætt hispurslaust um stjórnmál, efnahagsmál, menningu og annað tengt þjóðmálum.

    #228 - Þrællinn greiðir laun þrælahaldarans

    #228 - Þrællinn greiðir laun þrælahaldarans

    Hörður Ægisson og Stefán Einar Stefánsson sameinast á ný eftir mánaðar viðskilnað í hlaðvarpi Þjóðmála. Við ræðum um fylgi Sjálfstæðisflokksins sem mælist sífellt lægra, stofnun nýrrar mannréttindaskrifstofu fyrir Vinstri græna, kynjaða skuldabréfaútgáfu ríkisins og annað af vettvangi stjórnmála. Þá er rætt um yfirtökuna á Marel og hvaða áhrif hún kann að hafa á markaðinn, vendingar í Seðlabankanum þar sem mögulega þarf að fylla tvo mikilvæga stóla og loks tökum við fyrir spurningar frá hlustendum.

    • 1 hr 19 min
    #227 – Einu sinni var hægri flokkur – Vandræði Samfylkingar í útlendingamálum

    #227 – Einu sinni var hægri flokkur – Vandræði Samfylkingar í útlendingamálum

    Andrés Magnússon og Þórður Gunnarsson ræða um tillögu að vantrausti á matvælaráðherra sem felld var á Alþingi í dag, hvort og þá hvaða áhrif tillagan hefur á stjórnarsamstarfið, viðhorf stjórnvalda til hvalveiða og atvinnulífsins yfirleitt, fráleitar tillögur ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum, þögn formanns Samfylkingarinnar í útlendingamálum, fylgistap hægri flokka sem gleyma erindi sínu, tölur sem sýna enn einu sinni að ríkisstarfsmenn eru með hæstu launin í landinu, minnkandi samkeppnishæfni landsins og margt fleira.

    • 1 hr 4 min
    #226 – Út í Eyjum með Binna í Vinnslustöðinni

    #226 – Út í Eyjum með Binna í Vinnslustöðinni

    Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, betur þekktur sem Binni í Vinnslustöðinni, og Stefán Einar Stefánsson fara yfir stöðuna. Rætt er meðal annars um hvalveiðar, stöðuna í sjávarútvegi, áhrif loðnubrests, lífið í Eyjum, stöðuna í pólitíkinni, tilraun fjármálaráðherra til að siga löggunni á samkeppnina og svar dómsmálaráðherra við því, menntastefnu sem hefur litlum árangri skilað og margt fleira.

    • 1 hr 10 min
    #225 – Yfirlæti stjórnmálstéttarinnar afþakkað – Er hægrisveifla í Evrópu?

    #225 – Yfirlæti stjórnmálstéttarinnar afþakkað – Er hægrisveifla í Evrópu?

    Andrés Magnússon og Stefán Gunnar Sveinsson frá Morgunblaðinu fara yfir stöðuna í Evrópu í kjölfar kosninga til Evrópuþingsins sem fram fóru um helgina, yfirvofandi kosningar í Bretlandi og í Frakklandi þar sem mikil kergja ríkir – þó af ólíkum ástæðum. Þá er farið yfir þau hugtök sem notuð eru um ólíka stjórnmálaflokka og stjórnmálastefnur, hvort að stjórnmálamenn og eftir tilvikum embættismenn hafa hunsað áhyggjur almennings á liðnum árum og hvaða afleiðingar það hefur, auk þess sem rætt er um hvaða áhrif þetta hefur hér heima fyrir. Loks er rætt um gíslabjörgun Ísraelshers um helgina, sem meðal annars bjargaði gísl sem var í haldi hjá fjölmiðlamanni.

    • 1 hr 9 min
    #224 – Pólitíska pásan kveikti enga neista í ástlausu ríkisstjórnarsamstarfi

    #224 – Pólitíska pásan kveikti enga neista í ástlausu ríkisstjórnarsamstarfi

    Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, fer yfir stöðuna í pólitíkinni. Ríkisstjórnin fékk að vera að mestu í fríði á meðan forsetakosningum stóð, en nú þegar þær eru yfirstaðnar hefur komið í ljós að sem svo oft áður er mikill órói á stjórnarheimilinu. Við ræðum um flókna stöðu Vinstri grænna sem leita að nýjum leiðtoga, skrif starfsmanna flokksins um stjórnarsamstarfið, stöðu Sjálfstæðisflokksins sem virðist skorta erindi, kröfur Framsóknar um aukin ríkisútgjöld og skattahækkanir, umræðuna um stjórnmálamenn í aðdraganda forsetakosninga – og margt fleira.

    • 56 min
    #223 – Rýnt í niðurstöðu forsetakosninga

    #223 – Rýnt í niðurstöðu forsetakosninga

    Andrés Magnússon og Stefán Einar Stefánsson rýna í niðurstöður forsetakosninganna. Við förum yfir hvað það var sem við teljum að hafi landað sigri fyrir Höllu Tómasdóttur, af hverju fylgið lækkaði hjá öðrum frambjóðendum, hvort að kosningarnar feli í sér einhver önnur skilaboð og þannig má áfram telja.

    • 1 hr 11 min

Top Podcasts In Society & Culture

C'est pas toi, c'est moi.
Leslye Granaud
Modern Wisdom
Chris Williamson
Night Confessions
Dairing Tia
Hardisk Stories
Hardisk
Ça commence aujourd'hui
France Télévisions
The New Bazaar
Economic Innovation Group

You Might Also Like

Chess After Dark
Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson
Spursmál
Ritstjórn Morgunblaðsins
Í ljósi sögunnar
RÚV
Dr. Football Podcast
Hjörvar Hafliðason
Steve Dagskrá
Steve Dagskrá
Þungavigtin
Tal