29 afleveringen

Kata Vignis spjallar við listamenn og fleira áhugavert fólk staðsett á Akureyri!

Farðu úr bænum Kata Vignis

    • Komedie

Kata Vignis spjallar við listamenn og fleira áhugavert fólk staðsett á Akureyri!

    #29 Berglind Festival - Núna er maður bara æði

    #29 Berglind Festival - Núna er maður bara æði

    Berglind Festival alheims drottning kíkti til mín í spjall og mikið var það ógeðslega gaman. Hún sagði mér m.a. frá hinum ýmsu ævintýrum lífs hennar eins og fyrsta viðtalinu hennar með RÚV mækinn, 70 ára manninum í Breiðholti sem sendir henni reglulega hatursskilaboð og því að hún elski að ferðast ein. Við ræddum einnig hvernig líkamsímynd Berglindar hefur breyst í gegnum tíðina og hvort að það hafi verið einhver sérstök pæling á bakvið karakterinn hennar á RÚV. Berglind er náttúrulega one of a kind snillingur sem er einstaklega gaman að hlusta á, vona að þið njótið og gleðileg jól elsku hlustendur! 
     
    IG: @berglindfestival & @katavignis  

    • 51 min.
    #28 Eva Laufey Kjaran - Þú hefur engu að tapa

    #28 Eva Laufey Kjaran - Þú hefur engu að tapa

    Eva Laufey Kjaran dagskrágerðarkona, baksturs drottning og samfélagsmiðlastjarna kíkti til mín í spjall. Það er mikil ró og öryggi sem umlykur Evu þegar að hún sest niður á móti mér en það er eitthvað sem hún hefur unnið í að auka síðustu ár og greinilega tekist vel til. Hún sagði mér frá skemmtilegum “passive aggressive” skilaboðum og símtölum sem hún fær reglulega varðandi baksturinn og hvernig hún lærði að setja mörk. Ef að Evu langar í eitthvað þá fer hún eftir því og kýlir á hlutina, en það er hugsunarháttur sem hefur komið henni á þann stað sem hún er á í dag og er eitthvað sem er algjörlega til fyrirmyndar. Mikið er gott að Eva sé oft á skjánum hjá okkur Íslendingum því það þurfa svo sannarlega allir eina Evu Laufey í líf sitt! Hlustið, njótið og endilega subscribeið!
    IG: @evalaufeykjaran & @katavignis  

    • 47 min.
    #27 Matthías Már - Borðaði kjötbollur í öll mál

    #27 Matthías Már - Borðaði kjötbollur í öll mál

    Matthías Már Magnússon tónlistarstjóri Rásar 2 bauð mér í kaffi til sín upp á Rúv þar sem að við settumst niður í stúdíói og tókum gott spjall. Hann sagði mér frá því hvernig námsmaður hann var og hvernig skólakerfið hentaði honum alls ekki. Samt sem áður þá tókst honum að næla sér í Meistaragráðu án þess að hafa tekið stúdentspróf eða BA gráðu. Matti var sendur í sveit til að vinna fyrst 6 ára gamall og sagði mér frá tímanum sínum þar og hvernig eitt sumarið borðaði hann kjötbollur í öll mál. Matti er nú vanur því að vera maðurinn sem er að spyrja spurninganna í viðtali en það var mjög gaman að fá að heyra hann svara þeim í þetta skiptið. Hlustið og njótið!
    IG: @mattimar & @katavignis

    • 58 min.
    #26 María Hrund - Elti mitt eigið hugrekki

    #26 María Hrund - Elti mitt eigið hugrekki

    María Hrund Marinósdóttir eigandi umboðsskrifstofunnar Móðurskipið kíkti í kaffi til mín og sagði mér frá því hvernig það er að starfa sem umboðsmaður á Íslandi. Við ræddum hinar ýmsu hliðar bransans og hvernig það væri að hætta í góðri vinnu með launaöryggi og stofna sitt eigið fyrirtæki. María er með háskólagráðu í stjórnmálafræði en er ekki viss um hvort að hún hefði farið þá leið í dag því hún vann sem markaðsstjóri fyrirtækja í 20 ár og núna sem umboðsmaður. María sagði mér frá ýmsum gildum sem hún hefur sankað að sér í gegnum tíðina, hvernig hún lærði að treysta innsæinu sínu og mörgu fleiru. María er sannkölluð kjarnakona sem var virkilega gaman að spjalla við!
    IG: @mariahrund @modurskipid & @katavignis

    • 47 min.
    #25 Þórhallur Gunnarsson - Barnið sem breytti lífi mínu

    #25 Þórhallur Gunnarsson - Barnið sem breytti lífi mínu

    Þórhallur Gunnarsson framkvæmdastjóri fjölmiðla Stöðvar 2 og Vodafone kíkti til mín í spjall og sagði mér frá hinum ýmsu ævintýrum sem hann hefur lent í á sínum magnaða ferli. Við ræddum um það hvernig hann fór frá því að vera leikari yfir í að vinna í fjölmiðlum, hvernig hann hugsar allt sem að hann tekur að sér til tveggja ára og einnig allskonar óvenjulegar samningaviðræður sem hann hefur átt á lífsleiðinni. Þórhallur sagði mér líka frá eineltinu sem hann lenti í sem barn og hvernig það hafði áhrif á manneskjuna sem hann er í dag. Það var sannur heiður að fá hann Þórhall í spjall, hlustið og njótið!
     
    IG: @thorhallurgunnarsson & @katavignis

    • 53 min.
    #24 Villi Vandræðaskáld - Drottinn minn leikhússalurinn

    #24 Villi Vandræðaskáld - Drottinn minn leikhússalurinn

    Vilhjálmur B. Bragason betur þekktur sem Villi Vandræðaskáld, leikari og tónlistarmaður, kíkti í spjall til mín á Akureyri. Við fórum í gegnum hans fjölbreytta feril með stoppum hér og þar, leiklist, tónlist, handritsskrif, London og margt fleira kom þar við sögu. Hann sagði mér frá menntaskólaárum sínum þar sem hann naut þess að vera aðeins öðruvísi en flestir sem hann gerði til dæmis með því að mæta í frakka og með skjalatösku í skólann. Villi er einstaklega fyndinn og það er algjör lífsins lukka að fá að hlusta á hann segja frá. Njótið!
     
    IG: @vilhjalmurbbragason & @katavignis

    • 50 min.

Top-podcasts in Komedie

Zo, Opgelost
NPO Luister / KRO-NCRV
Lon & Leo
Lon & Leo / Middle Child Media / Buro Bagsy
Marc-Marie & Isa Vinden Iets
Marc-Marie & Isa / Tonny Media
Chantal & Tina
&C Media
Japke-d. denkt mee
NRC
Spijkers met Koppen
NPO Radio 2 / BNNVARA

Suggesties voor jou