31 afleveringen

Í tilefni 110 ára afmælis Morgunblaðsins leggjum við land undir fót og ræðum við 110 Íslendinga
hringinn um landið. Ferðin stendur yfir í heilt ár og í henni verður jafnt og þétt dregin upp spennandi mynd af lífinu í landinu frá sjónarhóli heimamanna á hverjum stað, með sögum af fólki, því sem helst er að frétta og hvar tækifærin liggja til þess að efla samfélagið til framtíðar. Ferðin stendur yfir í heilt ár og mun jafnt og þétt draga upp spennandi mynd af því sem helst er að frétta og hvar tækifærin liggja.

Hringferðin Ritstjórn Morgunblaðsins

    • Maatschappij en cultuur

Í tilefni 110 ára afmælis Morgunblaðsins leggjum við land undir fót og ræðum við 110 Íslendinga
hringinn um landið. Ferðin stendur yfir í heilt ár og í henni verður jafnt og þétt dregin upp spennandi mynd af lífinu í landinu frá sjónarhóli heimamanna á hverjum stað, með sögum af fólki, því sem helst er að frétta og hvar tækifærin liggja til þess að efla samfélagið til framtíðar. Ferðin stendur yfir í heilt ár og mun jafnt og þétt draga upp spennandi mynd af því sem helst er að frétta og hvar tækifærin liggja.

    #31 - Reykjanesbær Halla Tómasdóttir

    #31 - Reykjanesbær Halla Tómasdóttir

    Á þriðja hundrað manns mætti á for­seta­fund Morg­un­blaðsins og mbl.is með Höllu Tóm­as­dótt­ur á Park Inn by Radis­son í Reykja­nes­bæ í gær­kvöldi. Þetta var síðasti for­seta­fund­ur­inn en í næstu viku verða haldn­ar for­se­takapp­ræður á veg­um Morg­un­blaðsins og mbl.is.

    Halla hef­ur verið á flugi í skoðana­könn­un­um að und­an­förnu og mun­ar núna inn­an við sex pró­sentu­stig­um á henni og Katrínu Jak­obs­dótt­ur, sem er með mesta fylgið, í skoðana­könn­un Pró­sents sem kom út á mánu­dag.

    • 1 u. 19 min.
    #30 - Akureyri Katrín Jakobsdóttir

    #30 - Akureyri Katrín Jakobsdóttir

    For­seta­fund­ur Morg­un­blaðsins á Græna hatt­in­um á Ak­ur­eyri með Katrínu Jak­obs­dótt­ur var fjöl­sótt­ur, en á annað hundrað manns gerðu sér leið þangað.

    Blaðamenn­irn­ir Andrés Magnús­son og Stefán Ein­ar Stef­áns­son stýrðu fund­in­um og spurðu Katrínu ým­issa spurn­inga um embætti for­seta Íslands og hvernig hún hygðist haga setu sinni í embætt­inu.

    • 1 u. 14 min.
    #29 - Selfoss Baldur Þórhallsson

    #29 - Selfoss Baldur Þórhallsson

    Hátt í 200 manns sóttu for­seta­fund Morg­un­blaðsins með Baldri Þór­halls­syni á Hót­el Sel­fossi þar sem líf­leg­ar umræður sköpuðust um ýmis mál.

    Í upp­hafi fund­ar voru álits­gjaf­ar fengn­ir til að ræða stöðuna og spá í spil­in um for­seta­kosn­ing­arn­ar. Kjart­an Björns­son, rak­ara­meist­ari og for­seti bæj­ar­stjórn­ar Árborg­ar, og Al­dís Haf­steins­dótt­ir sveit­ar­stjóri Hruna­manna­hrepps voru álits­gjaf­arn­ir að sinni og voru sam­mála um að um mjög spenn­andi kosn­ing­ar væri að ræða.

    • 1 u. 23 min.
    #28 Patreksfjörður - Með heilan spítala í fanginu

    #28 Patreksfjörður - Með heilan spítala í fanginu

    Rebekka Hilmarsdóttir og maður hennar, Örn Hermann Jónsson, tókust á hendur það verkefni árið 2014 að gera upp gamla spítalann á Patreksfirði sem reistur var á Geirseyrinni árið 1901. Þau standa enn í þeim stórræðum og halda því reyndar fram að verkefninu muni sennilega aldrei ljúka. Morgunblaðið tók hús á þeim á kyrrlátu kvöldi við fjörðinn.

    • 26 min.
    #27 - Egilsstaðir Halla Hrund Logadóttir

    #27 - Egilsstaðir Halla Hrund Logadóttir

    Hátt í tvö hundruð manns sóttu líf­leg­an borg­ar­a­fund Morg­un­blaðsins með Höllu Hrund Loga­dótt­ur for­setafram­bjóðanda í fé­lags­heim­il­inu Vala­skjálf á Eg­ils­stöðum.

    Halla Hrund sagði á fund­in­um að kannski væri sjald­an meiri þörf en nú að velja for­seta sem myndi leggja sig fram við að sam­eina þjóðina.

    Blaðamenn­irn­ir Andrés Magnús­son og Stefán Ein­ar Stef­áns­son spurðu Höllu Hrund um fram­boðsáhersl­ur henn­ar til embætt­is for­seta Íslands og þá fengu fund­ar­gest­ir tæki­færi til að spyrja Höllu spurn­inga.

    • 1 u. 13 min.
    #26 Hallormsstaðaskógur - Alltaf að baksa í moldinni

    #26 Hallormsstaðaskógur - Alltaf að baksa í moldinni

    Fyrir Bergrúnu Örnu Þorsteinsdóttur aðstoðarskógarvörð í Hallormsstaðaskógi kom fátt annað til greina en að vinnaí umhverfi þar sem tengslin við náttúruna eru mikil. Það hefur hún gert síðan sumarið 1987 og unir hag sínum vel.

    • 34 min.

Top-podcasts in Maatschappij en cultuur

De Jongen Zonder Gisteren
NPO Luister / WNL
Villa Betty
Floor Doppen & Dag en Nacht Media
Lang Zal Ze Leven
Liesbeth Staats / Corti Media
Aaf en Lies lossen het wel weer op
Tonny Media
Echt Gebeurd
Echt Gebeurd
Het Uur
NRC

Suggesties voor jou

Spursmál
Ritstjórn Morgunblaðsins
Þjóðmál
Þjóðmál
Snorri Másson ritstjóri
Snorri Másson
Ein Pæling
Thorarinn Hjartarson
Einmitt
Einar Bárðarson
Ræðum það...
Hlaðvarp Góðra samskipta - Ræðum það