12 afleveringen

Hlaðvarp um strauma og stefnur í hinum síbreytilega heimi kvikmynda og sjónvarps með sérstakri áherslu á Ísland.

Klapptré‪ð‬ Klapptré (klapptre.is)

    • Tv en film

Hlaðvarp um strauma og stefnur í hinum síbreytilega heimi kvikmynda og sjónvarps með sérstakri áherslu á Ísland.

    #12: Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri RÚV og Margrét Jónasdóttir aðstoðardagskrárstjóri

    #12: Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri RÚV og Margrét Jónasdóttir aðstoðardagskrárstjóri

    Ásgrímur Sverrisson ræðir við Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóra RÚV og Margréti Jónasdóttur aðsstoðardagskrárstjóra RÚV um stefnuna varðandi leikið efni og heimildamyndir, fjármögnun, nýjan þjónustusamning, samstarfið við hinar norrænu almannastöðvarnar og sambandið við þjóðina.

    • 42 min.
    #11: Ársuppgjör 2023 með Hlín Jóhannesdóttur og Anton Mána Svanssyni

    #11: Ársuppgjör 2023 með Hlín Jóhannesdóttur og Anton Mána Svanssyni

    Ásgrímur Sverrisson ræðir við þau Hlín Jóhannesdóttur og Anton Mána Svansson kvikmyndaframleiðendur um uppskeru ársins 2023, breytingarnar á Edduverðlaununum, þrönga stöðu Kvikmyndasjóðs og þau álitamál sem kvikmyndaheimurinn stendur frammi fyrir á næstu misserum. 

    • 45 min.
    #10: Börkur Gunnarsson rektor Kvikmyndaskóla Íslands

    #10: Börkur Gunnarsson rektor Kvikmyndaskóla Íslands

    Kvikmyndaskóli Íslands hefur menntað hundruði kvikmyndagerðarfólks og eru meirihlutinn að störfum í íslenskum kvikmynda- og sjónvarpsiðnaði. Skólinn átti þrjátíu ára afmæli í fyrrahaust og af því tilefni ræddi ég við Börk Gunnarsson leikstjóra og handritshöfund sem verið hefur rektor skólans þennan veturinn. Við spjölluðum um framlag skólans til íslenskrar kvikmyndagerðar, hvaðan nemendurnir koma og væntingar þeirra, áskoranirnar í rekstri skólans og reynslu Barkar af rektorsstarfinu.

    • 18 min.
    #09: Jörundur Rafn Arnarson: Það sem hæst ber í heimi myndbrella

    #09: Jörundur Rafn Arnarson: Það sem hæst ber í heimi myndbrella

    Jörundur Rafn Arnarson er myndbrellumeistari eða visual effects supervisor og hefur sem slíkur komið að tugum innlendra og erlendra verkefna síðustu tuttugu árin. Ásgrímur Sverrisson ræddi við hann um myndbrellufagið og það sem er efst á baugi í þeim heimi, sem að sjálfsögðu er óaðskiljanlegur hluti kvikmyndagerðar.

    • 1 u. 2 min.
    #08: Uppgjör 2022 með Kristínu Andreu Þórðardóttur og Ragnari Bragasyni

    #08: Uppgjör 2022 með Kristínu Andreu Þórðardóttur og Ragnari Bragasyni

    Umræða um það helsta sem íslenski kvikmyndabransinn gekk í gegnum á árinu 2022 með Kristínu Andreu Þórðardóttur framleiðanda, leikstjóra og stjórnanda Skjaldborgarhátíðarinnar og Ragnari Bragasyni leikstjóra, handritshöfundi og formanni Samtaka kvikmyndaleikstjóra. Umræðuefni: Aðsókn og áhorf, bíó og sjónvarp, Bíó Paradís, hækkun endurgreiðslunnar i 35%, Kvikmyndastefnan og niðurskurðurinn til Kvikmyndasjóðs, Kvikmyndalistadeild Listaháskólans, Evrópsku kvikmyndaverðlaunin og loks horfurnar framundan.

    • 57 min.
    #07: Fjórar bíómyndir á tveimur árum (Þorkell Harðarson og Örn Marinó Arnarson)

    #07: Fjórar bíómyndir á tveimur árum (Þorkell Harðarson og Örn Marinó Arnarson)

    Þorkell Harðarson og Örn Marinó Arnarson hafa á síðustu tveimur árum (2020-2022) sent frá sér fjórar bíómyndir sem allar hafa notið velgengni í kvikmyndahúsum þrátt fyrir heimsfaraldur. Þetta eru Síðasta veiðiferðin, Amma Hófí, Saumaklúbburinn og nú Allra síðasta veiðiferðin. Ég ræddi við þá um reynsluna af þessari þeysireið og hvert skal haldið héðan. 

    • 42 min.

Top-podcasts in Tv en film

De mediameiden
Tamar Bot & Fanny van de Reijt
AD Media Podcast
AD
Tina's TV Update
Audiohuis
Culturele bagage
de Volkskrant
De Lesbische Liga Podcast
NPO 3FM / NTR
De Communicado's
Victor Vlam & Lars Duursma