6 afleveringen

Hlaðvarp um íþróttir og íþróttahetjur samtímans. Minni spámenn, áhugaverðar sögur og umdeild atvik. Umsjón: Hinrik Wöhler.   -  Lof, last og hugmyndir - minni.spamenn@gmail.com   -  Intro & Outro - Jungle House

Minni Spámenn Wöhlsungur

    • Sport

Hlaðvarp um íþróttir og íþróttahetjur samtímans. Minni spámenn, áhugaverðar sögur og umdeild atvik. Umsjón: Hinrik Wöhler.   -  Lof, last og hugmyndir - minni.spamenn@gmail.com   -  Intro & Outro - Jungle House

    Kimi Räikkönen

    Kimi Räikkönen

    Kimi er afar fámáll maður og gefur lítið fyrir viðtöl og fjölmiðlastúss en hann lætur verkin tala á kappaksturbrautinni. Hann átti farsælan feril í Formúlu 1, varð heimsmeistari með Ferrari 2007 og lagði síðan stýrið á hilluna 42ja ára gamall. Ferillinn, skrautleg ævintýri utan brautar og hringt í Braga Þórðar sem hefur tileinkað líf sitt Kimi Raikkonen.

    • 35 min.
    Grænlensk knattspyrna

    Grænlensk knattspyrna

    Það fer ekki mörgum sögum af afrekum Grænlendinga á knattspyrnuvellinum. Íþróttin er þó sú vinsælasta í þessu risastóra en dreifbýla landi. Grænlenskt knattspyrnufólk þarf að mæta ófáum hindrunum til að iðka íþróttina, líkt og löng ferðalög og slæmar aðstæður. Í þessum þætti er fjallað um allt og ekkert tengt grænlenskri knattspyrnu og einnig hringt til Danmerkur í fyrrverandi leikmann Þróttar sem lék á móti grænlenska landsliðinu fyrir nokkrum árum síðan.

    • 26 min.
    Krulla (Curling)

    Krulla (Curling)

    Íþróttin krulla eða curling á sér ríka sögu og er spiluð í fjölmörgum löndum um heim allan þótt það fari ekki mikið fyrir íþróttinni hér heima fyrir. Sumir sjá íþróttina í skoplegu ljósi, sérstaklega vegna sóparanna tveggja á svellinu, en óhætt er að segja að það er mun meira spunnið í krulluna en það.

    • 24 min.
    Grikkland - EM 2004

    Grikkland - EM 2004

    Grikkir voru ekki líklegir til afreka á lokamóti Evrópumótsins 2004 og fáir gerðu ráð fyrir að þeir myndu komast upp úr erfiðum riðli. Þeir komu öllum á óvart og stóðu uppi sem sigurvegarar. Líklegast óvinsælustu minni spámenn knattspyrnusögunnar en þýski þjálfarinn Otto Rehhagel gaf ekki mikið fyrir þær gagnrýnisraddir.

    • 21 min.
    Jamaíska Bobsleðaliðið

    Jamaíska Bobsleðaliðið

    Saga Jamaíku í þessari stórbrotnu íþrótt er afar merkileg, þó að verðlaunagripirnir hafa ekki verið margir þá hafa litlu sigrarnir verið ófáir. Ævintýraleg vegferð Jamaíkumanna á vetrarólympíuleikana í Calgary 1988 vakti meðal annars áhuga framleiðanda í Hollywood og endaði með því að kvikmyndin Cool Runnings var frumsýnd fimm árum síðar.

    • 23 min.
    Mark Bosnich

    Mark Bosnich

    Lífshlaup knattspyrnumarkvarðarins Mark Bosnich hefur verið stormasamt. Hann var tvívegis fenginn til Manchester United, dæmdur í langt bann vegna eiturlyfjanotkunar og átti skrautlega endurkomu í boltann.

    • 22 min.

Top-podcasts in Sport

AD Voetbal podcast
AD
DRUK: In het hoofd van topteams
NPO Radio 1 / BNNVARA
In Het Wiel
DPG Media
KieftJansenEgmondGijp
KieftJansenEgmondGijp
Live Slow Ride Fast Podcast
Laurens ten Dam & Stefan Bolt
Kick-off met Valentijn Driessen
De Telegraaf