16 afleveringen

Umsjón: Tómas Ævar Ólafsson og Snorri Rafn Hallsson.

Ratsj‪á‬ RÚV

    • Maatschappij en cultuur

Umsjón: Tómas Ævar Ólafsson og Snorri Rafn Hallsson.

    Greindarvísitölur og flokkunarþörf

    Greindarvísitölur og flokkunarþörf

    Vísindin eiga það enn til að fara fram úr sjálfum sér. Þannig eru greindarvísitölupróf eru notuð til að mæla greind einstaklinga, en er það réttmætt að nota aldargamla aðferð til að greina námserfiðleika hjá börnum í þeim tilgangi? Greindarvísitölupróf kallast að vissu leiti á við höfuðlagsfræðin þar sem þeim hefur verið beitt til að bera saman kynþætti, útiloka hópa og festa í sessi hugmyndir um náttúrulega yfirburði. Innganga í gáfnaljósaklúbbinn Mensa krefst til dæmis 138 á Stanford-Binet skalanum, en kann að vera að þessar hugmyndir um gáfur séu bara enn ein vitleysan í vísindunum? Í þættinum verður saga greindarvísitölu- og persónuleikaprófa rakin og spurningarmerki sett við gagnsemi og beitingu slíkra mælikvarða. Umsjón: Snorri Rafn Hallsson.

    Vísindakirkjan og -skáldskapur

    Vísindakirkjan og -skáldskapur

    Árið 1950 gaf vísindaskáldsagnahöfundurinn L. Ron Hubbard út bókina Dianetics: The Modern Science of Mental Health, sem síðar varð grunnrit Vísindakirkjunnar. Díanetíkin er sálfræðimeðferð sem byggir á yfirheyrslum og rafmælingum til að hreinsa neikvæða reynslu úr viðbragðshuganum svokallaða. Díanetíkin var upphaflega hugsuð sem vísindi en naut meiri vinsælda sem trúarbrögð og skipta fylgjendur Vísindakirkjunnar tugum þúsunda um allan heim. Í þættinum skoðum við trú, sálfræði, tækjabúnað og sögu Vísindakirkjunnar. Umsjón: Snorri Rafn Hallsson.

    Orgónorkan og kynhvötin

    Orgónorkan og kynhvötin

    Rétt eins og röskun eða skortur á kynhvöt veldur taugaveiklun getur það að orgón-orkan sé ekki í lagi valdið krabbameini. Einhvern veginn á þessa leið var kenning Wilhelms Reich um lífskraftinn, en hana byggði hann meðal annars á hugmyndum Freud um sálarlíf mannsins. Reich var einn af fjölmörgum fræðimönnum sem flúðu til Bandaríkjanna við upphaf seinni heimsstyrjaldar og störfuðu við New School for Social Research en þegar þangað var komið setti Reich á laggirnar Orgón-orkustofnum. Hann seldi orgón-orkusafnklefa sem lækningatæki og fékk Einstein sjálfan til að taka þátt í rannsóknum. Í þættinum förum við yfir sögu Reichs sem sló í gegn hjá Beat-kynslóðinni með persónutöfrum og vísindalegu yfirbragði. Umsjón: Snorri Rafn Hallsson.

    Lífræn segulmögnun og dáleiðsla

    Lífræn segulmögnun og dáleiðsla

    Lífið sjálft hefur lengi verið manninum ráðgáta. Hvað er það sem greinir hið lifandi frá hinu lífvana? Á átjándu öld, lagði Franz Anton Mesmer til að lífskrafturinn væri segulmagnaður vökvi innra með öllum lifandi hlutum. Vökvann mátti hafa áhrif á með seglum og lækna þannig hina ýmsu kvilla. Þessi hugmynd er löngu gleymd og grafin, aðrar og betri kenningar hafa tekið við, lífræni segulvökvinn er ekki til. En eftir stendur þó önnur aðferð sem Mesmer þróaði til að meðhöndla sjúklinga sína, dáleiðslan. Í þættinum rekjum við sögu Mesmers og hættum okkur inn á hið gráa svæði dáleiðslunnar sem öðlast hefur sjálfstætt líf og er notuð í misgóðum tilgangi í dag. Umsjón: Snorri Rafn Hallsson.

    Frenólógía og hið glæpsamlega eðli

    Frenólógía og hið glæpsamlega eðli

    Að greina megi persónueinkenni og gáfnafar á höfuðlagi einstaklings kann að hljóma eins og argasta húmbúkk, samkvæmisleikur á borð við lófalestur og andaglas. Á Viktoríutímanum var höfuðlagsfræðin, eða frenólógían, þó tekin alvarlega, svo alvarlega að hún mótaði mennta- og refsistefnu hins enskumælandi heims. Höfuðlagsfræðin lofaði sömu innsýn og persónuleikaprófin gera í dag og hin nýja millistétt tók ástfóstri við poppsálfræði frenólógíunnar. Í þættinum fylgjum við frenólógíunni frá uppruna hennar í Vín til útbreiðslu í Bretlandi og Bandaríkjunum og alla leið inn í gervigreind nútímans. Umsjón: Snorri Rafn Hallsson.

    Við verðum að fara út í geim

    Við verðum að fara út í geim

    Framtíðin hér á jarðkringlunni er ekkert allt of björt. Enn er því ósvarað hvort okkur takist að sigrast á þeim vandamálum sem við stöndum frammi fyrir og hvað gerum við þá? Í þættinum er fjallað um áætlanir Jeff Bezos og Elon Musk um að byggja nýlendur í geimnum og hver framtíð mannkyns væri í slíkum heimi. Viðmælandi: Baldur Arnarson, blaðamaður og þýðandi. Umsjón: Snorri Rafn Hallsson.

Top-podcasts in Maatschappij en cultuur

De Jongen Zonder Gisteren
NPO Luister / WNL
Villa Betty
Floor Doppen & Dag en Nacht Media
Lang Zal Ze Leven
Liesbeth Staats / Corti Media
Echt Gebeurd
Echt Gebeurd
Aaf en Lies lossen het wel weer op
Tonny Media
Het Uur
NRC