600 afleveringen

Róttæk samfélagsumræða.
Við Rauða borðið er rætt um málefni dagsins, hagsmunamál almennings, samfélagið sem við eigum saman og hvernig við getum byggt það upp á grunni réttlætis, mannvirðingar, jöfnuðar og samkenndar.

Rauða borði‪ð‬ Gunnar Smári Egilsson

    • Nieuws

Róttæk samfélagsumræða.
Við Rauða borðið er rætt um málefni dagsins, hagsmunamál almennings, samfélagið sem við eigum saman og hvernig við getum byggt það upp á grunni réttlætis, mannvirðingar, jöfnuðar og samkenndar.

    Rauða borðið 5. júní:  Fjórða valdið, innflytjendur, stétt, öryggi, óveður og leiklist

    Rauða borðið 5. júní:  Fjórða valdið, innflytjendur, stétt, öryggi, óveður og leiklist

    Sverrir Björnsson hönnuður gagnrýnir stóru fjölmiðlana fyrir að hafa verið of hliðhollir Katrínu Jakobsdóttur í kosningunum. Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir unga innflytjendur ekki tengjast glæpum umfram aðra. Steinunn Gunnlaugsdóttir myndlistarkona opnar sýningu í Gluggagalleríinu Stétt. Hilmar Þór Hilmarsson ræðir um mun á áherslum nýkjörins forseta og stjórnvalda varðandi Úkraínustríðið. Sigurður Erlingsson landvörður segir frá vetri í júní. Og Níels Thibeaud Girerd kallaður Nilli mælir með leiklistarkennslu í grunnskólum.

    • 3 uur 36 min.
    Vg, Wolt, almannatryggingar, UK og Úkraína

    Vg, Wolt, almannatryggingar, UK og Úkraína

    Þriðjudagurinn 4. júní
    Vg, Wolt, almannatryggingar, UK og Úkraína

    Hvað verður um VG eftir brottför Katrínar Jakobsdóttur? Getur flokkurinn risið upp úr 3,3% fylgi? Vg-liðarnir Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson nýdoktor, Sunna Valgerðardóttir starfsmaður þingflokksins og Stefán Pálsson varaborgarfulltrúi ræða um stöðu Vg. Saga Kjartansdóttir og Halldór Oddsson starfsmenn lögfræði- og vinnumarkaðssviðs Alþýðusambandsins segja okkur frá Wolt, sem flest bendir til að svíni á starfsfólki sínu. Við höldum áfram umræðu um breytingar á lögum um almannatryggingar. Nú eru komið að þingmönnum að ræða kosti og galla frumvarpsins. Jóhann Páll Jóhannsson Samfylkingu, Inga Sæland Flokki fólksins og Steinunn Þóra Árnasdóttir Vg. Guðmundur Auðunsson hagfræðingur og fréttaritari Samstöðvarinnar í London fjallar um kosningar í Bretlandi og Hilmar Þór Hilmarsson prófessor fjallar um Úkraínustríðið og öryggismál Evrópu og Íslands.

    • 3 uur 56 min.
    Lögregluárás, elítur, þingið og heimilisofbeldi

    Lögregluárás, elítur, þingið og heimilisofbeldi

    Mánudagurinn 3. júní
    Lögregluárás, elítur, þingið og heimilisofbeldi

    Við ræðum við fólk sem tók þátt í friðsamri mótmælastöðu við ríkisstjórnarfund en varð fyrir piparúðaárás lögreglunnar. Qussay Odeh, Christa Hlín Lehmann, Daníel Þór Bjarnason, Lukka Sigurðardóttir, Pétur Eggerz og Bergþóra Snæbjörnsdóttir. Við förum síðan í uppgjör á umræðunni fyrir forsetakjör. Nanna Hlín Halldórsdóttir heimspekingur, Björn B. Björnsson kvikmyndagerðarmaður, Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri og Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálaræðingur ræða deilur um elítur, valdastéttir og kvenhatur. Í ÞINGINU í umsjón Björn Þorláks kryfja þrír þingmenn þingmál komandi daga og áhrif forsetakjörs á stjórnmálin: Vilhjálmur Árnason í Sjálfstæðisflokki, Björn Leví Gunnarsson. Pírötum og Sigmar Guðmundsson í Viðreisn fara yfir málin. Loks ræðum við samspil jafnréttis og kynbundins ofbeldis við Lindu Dröfn Gunnarsdóttur framkvæmdastýru Kvennaathvarfsins og Ingveldi Ragnarsdóttur ráðgjafi og vaktstýru athvarfsins.

    • 3 uur 47 min.
    Synir Egils 2. júní - Nýr forseti, pólitíkin og sjómenn

    Synir Egils 2. júní - Nýr forseti, pólitíkin og sjómenn

    Sunnudagurinn 2 . júní: Sjómannadagurinn
    Synir Egils: Nýr forseti, pólitíkin og sjómenn

    Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Þorvaldur Gylfason, prófessor, Atli Þór Fanndal starfsmaður Pírata, Auður Jónsdóttir rithöfundur og blaðamaður og Helga Vala Helgadóttir lögmaður og ræða forsetakjörið og áhrif þess á samfélagið. Síðan kemur fólk úr kosningastjórn þriggja efstu í forsetakjörinu og ræða baráttuna: Karen Kjartansdóttir stuðningskona Höllu Hrundar Logadóttur, Friðjón R. Friðjónsson stuðningsmaður Katrínar Jakobsdóttur og Vigdís Jóhannsdóttir stuðningskona Höllu Tómasdóttur. Þröstur Leó Gunnarsson leikari og sjómaður flytur ávörp óþekka sjómannsins og þeir bræður spjalla um sjómannadaginn, pólitíkina og forsetann.

    • 2 uur 28 min.
    Helgi-spjall: Þórir Baldursson

    Helgi-spjall: Þórir Baldursson

    Laugardagurinn 1. júní
    Helgi-spjall: Þórir Baldursson

    Gestur okkar í Helgi-spjalli er Þórir Baldursson tónlistarmaður úr Keflavík sem hefur víða farið um lendur tónlistarinnar. Hann segir okkur frá uppruna sínum, æsku, ferli, áföllum og uppgötvunum.

    • 2 uur 21 min.
    Vikuskammtur: Vika 22

    Vikuskammtur: Vika 22

    Föstudagurinn 31. maí
    Vikuskammtur: Vika 22

    Í Vikuskammt við Rauða borðið í dag koma þau Estrid Þorvaldsdóttir jógakennari, Hermann Stefánsson rithöfundur, Ingvar Þór Björnsson útvarpsmaður og María Lilja Ingveldar-Þrastardóttir Kemp blaðakona og ræða fréttir vikunnar sem einkenndust af jarðhræringum og skjálftum í menningarheimum, kosningabaráttu, stríði, mótmælum og piparúða.

    • 1 u. 50 min.

Top-podcasts in Nieuws

Maarten van Rossem - De Podcast
Tom Jessen en Maarten van Rossem / Streamy Media
Boekestijn en De Wijk
BNR Nieuwsradio
NRC Vandaag
NRC
Weer een dag
Marcel van Roosmalen & Gijs Groenteman
de Volkskrant Elke Dag
de Volkskrant
Europa draait door
NPO Radio 1 / VPRO

Suggesties voor jou

Samstöðin
Samstöðin
Þjóðmál
Þjóðmál
Spursmál
Ritstjórn Morgunblaðsins
Synir Egils
Gunnar Smári Egilsson, Sigurjón M. Egilsson
Chess After Dark
Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson
Podcast með Sölva Tryggva
Sölvi Tryggvason