10 afleveringen

Ragna Ingólfsdóttir og Kristín Birna Ólafsdóttir-Johnson ræða við íslenskt afreksíþróttafólk og íslenska þjálfara.

Verum hraust - Hlaðvarp ÍS‪Í‬ Ragna Ingolfsdottir

    • Sport

Ragna Ingólfsdóttir og Kristín Birna Ólafsdóttir-Johnson ræða við íslenskt afreksíþróttafólk og íslenska þjálfara.

    Verum hraust #10 - Ásgeir Sigurgeirsson

    Verum hraust #10 - Ásgeir Sigurgeirsson

    Ásgeir er skotíþróttamaður sem sérhæfir sig í loftskammbyssu og frískammbyssu. Ásgeir á langan og farsælan feril að baki en hann byrjaði að keppa fyrir Íslands hönd á alþjóðlegum unglingamótum þegar hann var 16 ára og nú, 20 árum síðar er hann á leið á sína aðra Ólympíuleika. Hann á Íslandsmetin í öllum sínum greinum og hefur keppt og komist í úrslit á öllum stærstu mótum í Evrópu, s.s. á Evrópumeistaramótum, Evrópuleikum og einnig á heimsbikarmótum.
    Í viðtalinu talar Ásgeir um skotíþróttina og lífið í tengslum við íþróttina og utan hennar.

    • 29 min.
    Verum hraust #9 - Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir

    Verum hraust #9 - Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir

    Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir er Íslandsmethafi í 100m, 200m og 60m hlaupi og hefur verið lykilmanneskja í landsliði Íslands um árabil þrátt fyrir ungan aldur. Guðbjörg Jóna er Ólympíumeistari ungmenna í 200m hlaupi, en þeim merka áfanga náði hún árið 2018 í Argentínu og er hún eini Íslendingurinn sem á gull frá Ólympíuleikum ungmenna. Guðbjörg Jóna varð einnig Evrópumeistari U18 í 100m hlaupi og náði 3. sæti á sama móti í 200m hlaupi. Hún hefur einnig unnið þónokkur verðlaun á Norðulandameistaramótum U20 og hefur verið lykilmanneskja í landsliði Íslands í mörg ár þrátt fyrir ungan aldur. Guðbjörg Jóna stundar nám í sálfræði við Háskólann í Reykjavík samhliða því að æfa og keppa af fullu kappi.
    Í viðtalinu sem er tekið af Kristínu Birnu Ólafsdóttur talar Guðbjörg um æfingar, keppnir, lífið og ýmsar áskoranir sem fylgja því að æfa og keppa á alþjóðavettvangi.

    • 47 min.
    Verum hraust #8 - Valgarð Reinhardsson

    Verum hraust #8 - Valgarð Reinhardsson

    Valgarð er margfaldur Íslandsmeistari í fimleikum og lykilmaður í landsliði Íslands undanfarin ár.  Hann hefur keppt með góðum árangri á alþjóðlegum mótum eins og Evrópu- og heimsmeistaramótum, Norðurlandamótum og Smáþjóðaleikum. Valgarð stefnir á að komast á Ólympíuleikana í Tókýó 2020 og er á fullu að undirbúa sig fyrir það ásamt því að stunda nám við Háskólann í Reykjavík.
    Í viðtalinu sem er tekið af Kristínu Birnu Ólafsdóttur talar Valarð um fimleikana, æfingar og keppnir hérlendis og erlendis sem og ýmsar áskoranir sem fylgja því að æfa og keppa á alþjóðavettvangi.

    • 29 min.
    Verum hraust #7 - Ólafía Þórunn Kristinsdóttir

    Verum hraust #7 - Ólafía Þórunn Kristinsdóttir

    Í viðtalinu, sem tekið er af Rögnu Ingólfsdóttur, talar Ólafía Þórunn um sinn íþróttaferil, allt frá sínum fyrstu skrefum í golfíþróttinni til þess að vera orðin atvinnukona í golfi.
    Viðtalið má sjá hér á Youtube-síðu ÍSÍ.

    • 55 min.
    • video
    Karen Knútsdóttir

    Karen Knútsdóttir

    Karen Knútsdóttir er landsliðskona í handknattleik og leikstjórnandi með meistaraflokki kvenna í Fram. Hún hefur náð frábærum árangri með liðinu og liðið hefur nokkrum sinnum orðið Íslands- og bikarmeistari. Karen var erlendis í atvinnumennsku um árabil og spilaði með þrem mismunandi liðum; Nice í Frakklandi, SönderjyskE í DK og Blomberg/Lippe í Þýskalandi. Karen hefur verið einn lykilleikmaður íslenska landsliðsins í yfir áratug og spilað með liðinu á þrem stórmótum.
    Karen eignaðist nýlega barn en stefnir ótrauð á að snúa aftur til keppni fljótlega.
    Í viðtalinu, sem er tekið af Kristínu Birnu Ólafsdóttur, talar Karen um ferilinn, æfingar hérlendis sem og erlendis og ýmislegt annað skemmtilegt.

    • 39 min.
    Guðni Valur Guðnason

    Guðni Valur Guðnason

    Guðni Valur Guðnason, Ólympíufari, margfaldur Íslandsmeistari og Íslandsmethafi í kringlukasti er fimmti gestur Verum hraust – Hlaðvarps ÍSÍ.
    Guðni Valur setti Íslandsmet á árinu 2020 er hann kastaði kringlunni 69,35 m., en það er einnig fimmta lengsta kast ársins í heiminum á árinu.
    Guðni Valur hefur keppt á Evrópu- og heimsmeistaramótum sem og Smáþjóðaleikum fyrir Íslands hönd frá árinu 2015. Hann sigraði kringlukastskeppnina á Smáþjóðaleikunum árin 2015 með kast upp á 56,40 m og 2017 með kast upp á 59,98 m og náði 2. sætinu árið 2019. Guðni Valur keppti á EM árið 2018 og var einungis 83 cm frá því að komast í úrslit. Guðni átti þá stigahæsta afrek Íslendings ársins samkvæmt stigatöflu Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins (IAAF).
    Í viðtalinu, sem tekið er af Kristínu Birnu Ólafsdóttur, talar Guðni um ferilinn, æfingar, lífið, áskoranir og markmið komandi ára.
    Viðtalið má sjá hér á Youtube-síðu ÍSÍ.

    • 50 min.

Top-podcasts in Sport

AD Voetbal podcast
AD
In Het Wiel
DPG Media
DRUK: In het hoofd van topteams
NPO Radio 1 / BNNVARA
KieftJansenEgmondGijp
KieftJansenEgmondGijp
Kick-off met Valentijn Driessen
De Telegraaf
De Boordradio
NU.nl