335 episodes

Podcast þar sem Hafsteinn Sæmundsson fær alls konar fólk til sín og spjallar við það um lífið og bíómyndir. Nýr þáttur alla miðvikudaga.

Bíóblaður Hafsteinn Sæmundsson

    • TV & Film

Podcast þar sem Hafsteinn Sæmundsson fær alls konar fólk til sín og spjallar við það um lífið og bíómyndir. Nýr þáttur alla miðvikudaga.

    #292 Friday the 13th: Part II með Jökli, Pétri og Hödda

    #292 Friday the 13th: Part II með Jökli, Pétri og Hödda

    ATH! Þessi þáttur kom upphaflega út sem áskriftarþáttur 13. október 2023.



    Kvikmyndaáhugamennirnir Jökull Jónsson, Pétur Ragnhildarson og Hörður Ásbjörnsson kíktu til Hafsteins til að ræða eina merkilegustu slasher seríu allra tíma, Friday the 13th.



    Friday the 13th serían er auðvitað þekktust fyrir að hafa kynnt heiminum fyrir fjöldamorðingjanum Jason Voorhees og strákarnir kafa djúpt í þessa seríu og ræða allar tólf myndirnar.



    Í þessum seinni hluta ræða þeir meðal annars hvernig Jason berst í rauninni við Carrie í Part VII, hversu leiðinleg Jason Takes Manhattan er, af hverju Jason Goes to Hell er lélegasta myndin, hversu gaman það var að sjá Freddy Krueger berjast við Jason, hversu vel heppnuð 2009 endurgerðin er, hvort það sé ekki algjört möst að framleiða þrettándu myndina í seríunni og margt, margt fleira.



    Þátturinn er í boði Sambíóanna og Smash.

    • 2 hrs
    #291 Beverly Hills Cop með Hansel Eagle, Kilo og Snorra

    #291 Beverly Hills Cop með Hansel Eagle, Kilo og Snorra

    Í tilefni þess að fyrsta Beverly Hills Cop myndin fagnar 40 ára afmæli í ár og þar sem fjórða myndin er á leiðinni á Netflix, þá komu leikarinn Hansel Eagle, rapparinn Kilo og matgæðingurinn Snorri Guðmundsson til Hafsteins til að ræða þessa skemmtilegu seríu.



    Í þættinum ræða þeir meðal annars hversu ungur Eddie Murphy var í fyrstu myndinni, hversu gamall Taggart var í rauninni, hvort Beverly Hills Cop II sé best af þeim, hversu leiður Murphy var þegar hann gerði þriðju myndina, hvort Kilo myndi gera hvað sem er fyrir launin sem Eddie fékk fyrir þriðju myndina, hvort Eddie Murphy sé með betri feril en Adam Sandler og margt, margt fleira.



    Þátturinn er í boði Sambíóanna og Smash

    • 1 hr 58 min
    #290 007: Daniel Craig með Agli, Ísrael og Teiti

    #290 007: Daniel Craig með Agli, Ísrael og Teiti

    Kvikmyndagerðarmaðurinn Egill Nielsen, Óskarsverðlaunasérfræðingurinn Ísrael Daníel Hanssen og kvikmyndagerðarmaðurinn Teitur Magnússon eru allir grjótharðir James Bond aðdáendur og þeir kíktu til Hafsteins í fyrsta James Bond þátt Bíóblaðurs. Í þetta skiptið er fókusinn á myndirnar sem Daniel Craig lék í.



    Í þættinum ræða þeir meðal annars hversu vel Craig hafi passað sem Bond, hvort það hafi verið sniðug hugmynd að hafa eina tengda sögu yfir allar fimm myndirnar hans, hversu frábærlega Martin Campbell byrjaði þetta með Casino Royale, hversu hræðileg Quantum of Solace er, hversu vel þeim tókst til með að nútímavæða Bond og margt, margt fleira.



    Þátturinn er í boði Sambíóanna og Smash.

    • 3 hrs 2 min
    #289 Bíóspjall með Anthony Evans

    #289 Bíóspjall með Anthony Evans

    ATH! Þessi þáttur kom upphaflega út sem áskriftarþáttur 20. janúar 2023.



    Sjómaðurinn og kvikmyndaáhugamaðurinn Anthony Evans Berry er mikill Bíóblaður aðdáandi og Hafsteinn var spenntur að fá hann til sín og spjalla við hann um kvikmyndir.



    Í þættinum ræða þeir meðal annars dönsku myndina Speak No Evil og hversu mikil áhrif hún hafði á þá, hversu léleg Black Adam var, 90’s myndir og hversu geggjaðar þær eru, Menace II Society og Boys N’ the Hood, Steven Seagal og Out for Justice, hversu skemmtilegar 90’s hasarhetjurnar voru og margt, margt fleira.



    Þátturinn er í boði Sambíóanna og Smash.

    • 2 hrs 44 min
    #288 Star Wars: Dave Filoni: Part II með Gumma, Adam og Aroni

    #288 Star Wars: Dave Filoni: Part II með Gumma, Adam og Aroni

    Star Wars sérfræðingarnir Gummi Sósa, Adam Sebastian og Aron Andri kíktu til Hafsteins til að ræða ýmislegt tengt Star Wars heiminum en þó með sérstakri áherslu á öllu sem Dave Filoni hefur komið nálægt.



    Í þessum seinni hluta ræða strákarnir meðal annars allar leiknu Star Wars seríurnar sem hafa komið út, hversu stórkostleg Andor er, hvernig The Book of Boba Fett gat klikkað svona, hvort Filoni hafi tekist vel til með Ahsoka seríuna og margt, margt fleira.



    Þátturinn er í boði Sambíóanna og Smash.

    • 1 hr 52 min
    #287 Star Wars: Dave Filoni: Part I með Gumma, Adam og Aroni

    #287 Star Wars: Dave Filoni: Part I með Gumma, Adam og Aroni

    Star Wars sérfræðingarnir Gummi Sósa, Adam Sebastian og Aron Andri kíktu til Hafsteins til að ræða ýmislegt tengt Star Wars heiminum en þó með sérstakri áherslu á öllu sem Dave Filoni hefur komið nálægt.



    Í þessum fyrri hluta ræða strákarnir meðal annars hver Dave Filoni er, hversu góðir The Clone Wars þættirnir voru, hvernig Filoni skapaði magnaðan karakter í Ahsoka Tano, hvort Star Wars Rebels séu bestu Star Wars teiknimyndaþættirnir, hversu skemmtileg hugmynd er á bakvið The Bad Batch, hversu geggjuð fyrsta serían var af The Mandalorian og margt, margt fleira.



    Þátturinn er í boði Sambíóanna og Smash.

    • 2 hrs 31 min

Top Podcasts In TV & Film

The Official Game of Thrones Podcast: House of the Dragon
HBO
The Mess Around with Hannah and Lamorne
iHeartPodcasts
The Movies That Made Me
Trailers From Hell, Josh Olson, Joe Dante
Drama Queens
iHeartPodcasts
Give Them Lala
Lala Kent | Cumulus Podcast Network
A Cast of Kings - A House of the Dragon Podcast
Decoding TV

You Might Also Like

Ólafssynir í Undralandi
Útvarp 101
Steve Dagskrá
Steve Dagskrá
Chess After Dark
Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson
FM957
FM957
70 Mínútur
Hugi Halldórsson
Beint í bílinn
Sveppalingur1977