150 episodes

Lykilorð þáttarins Fuzz er Rokk! Það er Fuzztudagskvöld og þá er Rokk á Rás 2. Hér verður allskonar rokk; nýtt rokk, kántrí-rokk, 70´s, 60´s, 80´s 50´s, 90´s rokk og þungarokk. Rokkið fær sjálft að tala og syngja og maður á að hlusta hátt.

Füzz RÚV

  • Music

Lykilorð þáttarins Fuzz er Rokk! Það er Fuzztudagskvöld og þá er Rokk á Rás 2. Hér verður allskonar rokk; nýtt rokk, kántrí-rokk, 70´s, 60´s, 80´s 50´s, 90´s rokk og þungarokk. Rokkið fær sjálft að tala og syngja og maður á að hlusta hátt.

  Nirvana - Nevermind

  Nirvana - Nevermind

  Plata þáttarins sem við heyrum amk. þrjú lög af er meistaraverkið Nevermind með Nirvana sem kom út þennan dag árið 1991, fyrir 30 árum sléttum. Gestur þáttarins að þessu sinni er enginn en vinur þáttarins sendir pistil og lag og óskalagasíminn opnar kl. 20.00 - 5687123. Nevermind er önnur hljóðversplata hljómsveitarinnar Nirvana og hún er hvorki meira né minna en 30 ára gömul í dag. Hún kom út 24. Nóvember 1991. Platan er öllu aðgengilegri og ?útvarpsvænni? en fyrsta platan; Bleach, sem kom út tveimur árum fyrr og þar á upptökustjórinn Butch Vig ansi stóran part, en hann stjórnaði upptökum á Nevermind. Trommarinn Dave Grohl var nýkominn inn í bandið þegar platan var gerð, Dave sem hefur leitt Foo Fighters síðasta aldarfjórðunginn eða svo. Platan var tekin upp í maí og júní 1991 í tveimur hljóðverum; Sound City Studios í Kaliforníu, og Smart Studios í Madison í Wisconsin, en Butch Vig kemur þaðan. Hann er líka þekktur fyrir að vera trommari hljómsveitarinnar Garbage. Kurt Cobain forsprakki Nirvana var ekki mikið fyrir að fela áhrifavalda sína. Hann var mikill Bítlamaður þegar hann var strákur og hélt mest upp á Lennon. En síðar komu svo sveitir eins og Pixies, R.E.M., the Smithereens, og Melvins sem höfðu áhrif á hann og Nevermind. Hann vildi blanda saman popp-melódíum og grjóthörðum gítar-riffum. Hann lét hafa eftir sér á sínum tíma að með Nevermind hafi hann viljað blanda saman áhrifum frá popp-hljómsveitum eins og The Knack og Bay City Rollers við rokk hljómsveita á borð við Black Flag og Black Sabbath. Platan hefur að geyma hart ruddalegt gruggrokk en í raun eru margar stefnur og margir stílar á plötunni. Bandið vissi þegar verið var að taka plötuna upp að hún yrði vel heppnuð, en það bjuggust ekki margir við gríðaregri velgengni hennar. Í janúar 1992, nokkrum mánuðum eftir að hún kom út settist hún í toppsæti vinsældalistans í Bandaríkjunum og um það leyti seldust um það bil 300.000 eintök af plötunni á viku. Myndbandið við lagið Smells like teen spirit var mikið sýnt á MTV og lagið náði hæst í sjötta sæti vinsældalistans. Þrjú önnur lög af plötunni voru gefin út á smáskífum; Come as You Are, Lithium, og In Bloom". Nevermind er risastór varða í rokksögunni, líkast til mikilvægasta plata 10unda áratugarins og X-kynslóðarinnar og ein mikilvægasta plata rokksögunnar. Á sama hátt er lagið Smells like Teen spirit risi meðal risa. Hún er líka ein mest selda plata sögunnar, hefur selst í meira en 30 milljónum eintaka. Henni var árið 2004 bætt við hljóðritasafn Bandaríska þingsins sem safnar menninga

  Guns?n Roses - Use Your Illusion

  Guns?n Roses - Use Your Illusion

  Plata þáttarins sem við heyrum amk. þrjú lög af er Guns?n Roses platan Use your Illusion sem kom út þennan dag árið 1991, fyrir 30 árum sléttum. Gestur þáttarins að þessu sinni er enginn en vinur þáttarins sendir pistil og lag og óskalagasíminn opnar kl. 20.00 - 5687123. Use Your Illusion kom út sama dag og systurplatan; Use Your Illusion II og þetta þótti dálítið merkilegt á sínum tíma. Aðdáendur Guns?n Roses biðu í ofvæni eftir þessum plötum enda bandið þarna á hátindi frægðar sinnar. Og svo kom þessi líka svakalegi pakki ? tvær plötur (diskar) stútfullar af músík. 16 lög á Use Your Illusion I og 14 á númer II. 30 lög í það heila. Use Your Illusion I fór hæst í annað sæti Bandaríska vinsældalistans en hin platan fór alla leið á toppinn. Plöturnar seldust báðar gríðarlega vel og hafa í dag selst í meira en sjöfaldri platínu. Use Your Illusion var tilnefnd til Grammy verðlauna 1992 í flokknum Best Hard Rock Performance ásamt Moneytalks með AC/DC, Man in The Box með Alice in Chains og For Unlawful Carnal Knowledge með Van Halen sem hlaut verðlaunin, sem hljómar eins og brandari í dag. Það man enginn eftir þeirri plötu. Á Use You Illusion plötunum var Gun?s Roses orðið sex manna band. Matt Sorum sem áður var í Cult var tekinn við trommukjuðunum af Steven Adler sem var rekinn úr hljómsveitinni fyrir sukk, og hljómborðsleikarinn Dizzy Reed hafði bæst í hópinn. Það er sama harða rokkið á Use Your Illusion plötunum og var á Appetite for Destruction, en þeir voru líka óhræddir við að feta nýjar slóðir og á plötunum er blús, pönkrokk og stórar píanóballöður í bland við klassískt þungarokkið.

  Kings of Leon - Youth and Young Manhood

  Kings of Leon - Youth and Young Manhood

  Plata þáttarins sem við heyrum amk. þrjú lög af er fyrsta plata Kings of Leon, Youth and Young Manhood sem kom út árið 2003 ? fyrir 18 árum. Gestur þáttarins að þessu sinni er enginn en vinur þáttarins sendir pistil og lag og óskalagasíminn opnar kl. 20.00 - 5687123. Youth & Young Manhood kom út 7. júlí 2003 í Bretlandi en 19. ágúst sama ár í bandaríkjunum. Platan var tekin upp í nokkrum hljóðverum í Bandaríkjunum; Sound City Studios í Van Nuys, Shangri-La Studios í Malibu og Ocean Way í Nashville. Lögin Molly's Chambers, Wasted Time og California Waiting voru öll gefin út á smáskífum meðfram ítgáfu stóru plötunnar og vöktu þónokkra athygli á þessum ungu mönnum frá Nashville. Þrír eru bræður, þeir Caleb Followill, Jared Followill, Nathan Followill og svo er Matthew Followill frændi þeirra. Platan fékk góða dóma þegar hún kom út, fékk 79 í einkun hjá Metacritic og það var talað um hana sem eina bestu frumraun hljómsveitar í heilan áratug. Hún lenti í 10. sæti yfir bestu plötur ársins 2003 hjá Rolling Stone og í 7. sæti hjá NME. Platan náði hæst í 3. sæti breska listans en ekki nema 113. sæti í Ameríku.

  Rolling Stones - Tattoo You

  Rolling Stones - Tattoo You

  Plata þáttarins sem við heyrum amk. þrjú lög af er Tatto You, átjánda hljóðversplata Rolling Stones, kom út 24. Ágúst 1981 ? fyrir 40 árum og þremur dögum. Gestur þáttarins að þessu sinni er enginn en vinur þáttarins sendir pistil og lag og óskalagasíminn opnar kl. 20.00 - 5687123. Já við tökum ofan fyrir Charlie Watts í Füzz í kvöld með því að velja plötu með Rolling Stones plötu þáttarins og spila af henni nokkur lög auk þess sem Birgir Baldursson trommuleikari flytur okkur pistil um Charlie og minnist hans. Tatto You er virkilega fín plata og það er svolítið merkilegt í ljósi þess að hún hefur að geyma hin og þessi lög sem hljómsveitin hafði tekið upp áratuginn á undan en ekki sett á plöturnar sínar. Þetta er hrærigrautur af afgöngum í rauninni. En á tatto You er líka að finna eitt þekktasta lag Rolling Stones, lagið Start me Up sem náði öðri sæti bandaríska vinsældalistans á sínum tíma. Rolling Stones spilaði mikið á þeim tíma þegar þessi plata var að fæðast og bæði það og ósamkomulag milli manna í hljómsveitinni olli því að það var erfitt að gera þessa plötu og ekki mikil stemning fyrir því að koma saman og semja ný lög. Þess vegna var farið í að skoða gamlar upptökur, demó og hálfkláruð lög frá fyrri upptökulotum undanfarins áratugar og ýmislegt tínt til. Svo mættu menn í hljóðver þegar þeir máttu vera að og eða voru í stuði til þess og gerðu sitt til að klára þessi mikið til gömlu lög. Þarna samanstóð bandið af Mick Jagger, Keith Richards, Bill Wyman, Charlie Wattas og Ron Wood, en Mick Taylor sem sagði skilið við bandið í desember 1974 spilar í tveimur lögum á plötunni og annað þeirra er hið frábæra Waiting on a friend. Hljómborðs og píanóleikararnir Nicky Hopkins, ian Stewart og Billy Preston spila líka á plötunni. Platan fékk frábæra dóma þegar hún kom út og seldist líka vel, fór á toppinn á bandaríska vinsældalistanum t.d. og var síðasta plata Rolling Stones til að komast á toppinn þar. Árið 1989 þegar níundi áratugurinn var gerður upp af Rolling Stone tímaritinu lenti Tatto You í 34. Sæti yfir bestu plötur áratugarins. Og 2003 setti Rolling Stone hana í 211. sæti yfir bestu plötur allra tíma. Platan fékk Grammy verðlaun á sínum tíma fyrir umslagið.

  Robert Plant - Mighty Rearranger

  Robert Plant - Mighty Rearranger

  Plata þáttarins sem við heyrum amk. þrjú lög af er Mighty Rearranger, áttunda sólóplata Robert Plant sem kom út 25. Apríl 2005, en Robert Plant á afmæli í dag, hann er 73 ára. Gestur þáttarins að þessu sinni er enginn Vinur þáttarins sendir pistil og lag og óskalagasíminn opnar kl. 20.00 - 5687123. Mighty ReArranger er önnur platan sem Robert Plant gerði með hljómsveitinni sinni sem hann kallaði Strange Sensation, en þar voru innanborð margir góðir menn. Þetta er ekki hreinræktuð rokkplata eins og sumt af því sem Plant hafði gert áður heldur er þarna að finna blöndu af rokki, þjóðlagatónlist og heimstónlist - sem er kannski lýsing á því sem Led Zeppelin gerði best meðan sú merka sveit var og hét. Plant er heimspekilegur í mörgum textum plötunnar, er að velta fyrir sér trúmálum, örlögum, pólitík og mystík ýmiskonar. Í einu laga plötunnar, Freedom Fries er hann að velta fyrir sér utanríkisstefnu Bandaríkjanna í kjölfar 11. September 2001 svo dæmi séu tekin. Mighty ReArranger náði 4. sæti breska vinsældalistans og 22. Sæti í Bandaríkjunum. Platan var tilnefnd til tvennra Grammy-verðlauna; Best Solo Rock Vocal Performance fyrir lagið Shine It All Around og Best Hard Rock Performance fyrir Tin Pan Valley. Plant kom með hljómsveitinni sinni hingað til lands 22. apríl 2005, aðeins nokkrum dögum eftir að platan kom út og spilaði fyrir fullri Laugardalshöll. Hér fyrir neðan er lagalistinn: No Quarter (Led Zeppelin) Shine It All Around Black Dog (Led Zeppelin) Freedom Fries That's the Way (Led Zeppelin) Tin Pan Valley Takamba Gallows Pole (Led Zeppelin) Mighty ReArranger When the Levee Breaks (Led Zeppelin) Uppklapp: Babe, I'm Gonna Leave You (Led Zeppelin) The Enchanter Whole Lotta Love (Led Zeppelin)

  Iron Maiden - Dance of Death

  Iron Maiden - Dance of Death

  Plata þáttarins sem við heyrum amk. þrjú lög af er Dance of Death, þrettánda stúdíóplata Iron Maiden sem kom út 8. September 2003. Gestur þáttarins að þessu sinni er enginn og vinur þáttarins erí sumarfríi en óskalagasíminn opnar kl. 20.00 - 5687123. Dance of Death er önnur plata Iron Maiden sem kom út eftir að söngvarinn Bruce Dicksinson og gítarleikarinn Adrian Smith komu aftur inn í bandið 1999 eftir að hafa hætt nokkrum árum fyrr. Platan er merkileg fyrir margra hluta sakir. Hún hefur t.d að geyma eina lag hljómsveitarinnar sem trommarinn Nicko McBrain er meðhöfundur í. Og svo er á þessari plötu líka eina órafmagnaða lag Iron Maiden. Upptökustjóri plötunnar er Kevin Shirley sem gerði líka með sveitinni plötuna Brave New World árið 2000 og hefur unnið Maiden að öllum þeirra plötum síðan. Platan seldist vel þegar hún kom út og fékk yfirleitt góða dóma. Hún náði 18. Sæti vinsældalistans í Bandaríkjunum en 2. Sæti heima í Bretlandi og 1. Sæti í Svíþjóð, Ítalíu og Finnlandi t.d.

Top Podcasts In Music