27 episodes

Alma Dóra Ríkarðsdóttir ræðir við konur í nýsköpun um nýsköpunarumhverfið á Íslandi, jöfn tækifæri, fjölbreytni og valdeflingu kvenna til nýsköpunar.

Verkefnið er hýst af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna.

Konur í nýsköpun Alma Dóra Ríkarðsdóttir

    • Business

Alma Dóra Ríkarðsdóttir ræðir við konur í nýsköpun um nýsköpunarumhverfið á Íslandi, jöfn tækifæri, fjölbreytni og valdeflingu kvenna til nýsköpunar.

Verkefnið er hýst af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna.

    26. NETÖRYGGI: HIÐ FULLKOMNA TÆKIFÆRI TIL AÐ GERA ÓLÖGLEGA HLUTI Á LÖGLEGAN HÁTT – Guðrún Valdís Jónsdóttir, upplýsingaöryggisstjóri og öryggisráðgjafi hjá Syndis

    26. NETÖRYGGI: HIÐ FULLKOMNA TÆKIFÆRI TIL AÐ GERA ÓLÖGLEGA HLUTI Á LÖGLEGAN HÁTT – Guðrún Valdís Jónsdóttir, upplýsingaöryggisstjóri og öryggisráðgjafi hjá Syndis

    Guðrún Valdís Jónsdóttir er upplýsingaöryggisstjóri og öryggisráðgjafi hjá tölvuöryggisfyrirtækinu Syndis. Hún er með gráðu í tölvunarfræði frá Princeton og hefur starfað við öryggisprófanir bæði í Bandaríkjunum og á Íslandi auk þess að vera virk í félagsstarfi kvenna í atvinnulífinu. Guðrún sagði mér frá sinni vegferð, hvernig hún byggði upp tengslanet á Íslandi eftir nám í Bandaríkjunum og hvernig það væri að starfa sem „góður hakkari“.

    Styrktaraðilar hlaðvarpsins eru Origo og Framvís, samtök vísisfjárfesta á Íslandi.

    • 24 min
    25. ÞVÍ FJÖLBREYTTARI, ÞVÍ BETRI - Fida Abu Libdeh, framkvæmdastjóri GeoSilica

    25. ÞVÍ FJÖLBREYTTARI, ÞVÍ BETRI - Fida Abu Libdeh, framkvæmdastjóri GeoSilica

    Fida Abu Libdeh er framkvæmdastjóri og stofnandi Geosilica sem framleiðir náttúruleg fæðubótarefni í vökvaformi sem unnin eru úr steinefnum úr jarðhitasvæðum Íslands. Fida kemur upprunalega frá Palestínu, er með meistarapróf í  umhverfis- og orkutæknifræði og hefur undanfarin áratug byggt fyrirtækið sitt frá grunni ásamt því að vera áberandi í nýsköpunarumhverfinu á Íslandi. Við Fida ræddum um hennar vegferð, hvernig hún byggði sitt tengslanet á Íslandi sem innflytjandi og muninn á fjölbreytni, inngildingu og jafnrétti.

    Styrktaraðilar hlaðvarpsins eru Origo og Framvís, samtök vísisfjárfesta á Íslandi.

    • 24 min
    24. ÞAÐ ER SVO GAMAN AÐ STARFA Á ÞESSUM VETTVANGI – Soffía Kristín, Product Manager fyrir Paxflow hjá Origo og stjórnarformaður KLAK

    24. ÞAÐ ER SVO GAMAN AÐ STARFA Á ÞESSUM VETTVANGI – Soffía Kristín, Product Manager fyrir Paxflow hjá Origo og stjórnarformaður KLAK

    Soffía Kristín Þórðardóttir er Product Manager fyrir Paxflow hjá Origo og stjórnarformaður KLAK. Hún hætti í læknisfræði til þess að vinna í tækni- og nýsköpunarheiminum og fá að „föndra í vinnunni“. Soffía sagði mér frá sinni vegferð, hennar bestu ráðum til frumkvöðla og hvernig nýsköpun á líka heima í rótgrónum fyrirtækjum eins og Origo.

    Styrktaraðilar hlaðvarpsins eru Origo og Framvís, samtök vísisfjárfesta á Íslandi.

    • 31 min
    23. IF SOMEONE ELSE HAS DONE IT, WELL, I CAN DO IT! – Renata Bade Barajas, CEO and Co-founder of Greenbytes

    23. IF SOMEONE ELSE HAS DONE IT, WELL, I CAN DO IT! – Renata Bade Barajas, CEO and Co-founder of Greenbytes

    This is the first time I am publishing an episode in English and it is with a good reason. My guest is Renata Bade Barajas, CEO and co-founder of Greenbytes. Renata is originally from Mexico, her parents being Mexican and German, and she has lived, learned and worked around the globe. She told me about her journey, how Greenbytes is working towards solving foodwaste and how the startup has secured over 1M dollars in funding.

    This is the episode: „If someone else has done it, well, I can do it!“ With Renata Bade Barajas.

    The podcast is sponsored by Origo and Framvís.

    • 32 min
    22. ÞAÐ ER ALLTAF PLÁSS FYRIR ÞIG Í NÝSKÖPUNARSENUNNI - Kristín Soffía Jónsdóttir, framkvæmdastjóri KLAK

    22. ÞAÐ ER ALLTAF PLÁSS FYRIR ÞIG Í NÝSKÖPUNARSENUNNI - Kristín Soffía Jónsdóttir, framkvæmdastjóri KLAK

    Kristín Soffía Jónsdóttir er framkvæmdastjóri KLAK sem styður við frumkvöðla- og nýsköpunarfyrirtæki á Íslandi með ýmsum hröðlum, prógrömmum, viðburðum og fleiru. Kristín sagði mér frá sinni vegferð úr pólitík yfir í nýsköpun, stemmingunni hjá KLAK, mikilvægi inngildingar í nýsköpunarheiminum og deildi einnig frábærum ráðum fyrir frumkvöðla.




    Þetta er þátturinn „það er alltaf pláss fyrir þig í nýsköpunarsenunni“ með Kristínu Soffíu.




    Styrktaraðilar hlaðvarpsins eru Origo og Framvís, samtök vísisfjárfesta á Íslandi.

    • 27 min
    21. VIÐ ERUM AÐ HJÁLPA HUGMYNDUM AÐ FLJÚGA - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra

    21. VIÐ ERUM AÐ HJÁLPA HUGMYNDUM AÐ FLJÚGA - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra

    Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra Íslands. Hún er ung kona sem hefur sannarlega sett sitt mark á íslensk stjórnmál á undanförnum árum og vinnur nú að því að byggja glænýtt ráðuneyti með nýrri nálgun og áherslum. Áslaug ræddi við mig um sína vegferð, mikilvægi fjölbreytileikans og forgangsröðunar og hvað það er mikilvægt að sækjast eftir tækifærunum og láta það ekki á sig fá þótt manni mistakist.

    Styrktaraðilar hlaðvarpsins eru Origo og Framvís, samtök vísisfjárfesta á Íslandi.

    • 35 min

Top Podcasts In Business

E24
Finansavisen
Dine Penger
AksjeSladder
Moderne Media
Dagens Næringsliv

You Might Also Like

Helgi Ómars
Fortuna Invest
Tal
Spjallið Podcast
Helgi Jean Claessen
Birta Líf og Sunneva Einars