28 min

Spjallið með Góðvild # 20 Margeir Þór Hauksson Góðvild

    • Alternative Health

Maggi segist vera lífsglaður einstaklingur sem hafi gaman að tækifærum. Hann lauk sjálfur diplómanámi eftir menntaskóla, en segir að það vanti fleiri möguleika fyrir fatlaða og langveika einstaklinga sem þola ekki vel hávaða eða geta ekki sótt nám. Nefnir hann þar sem dæmi félagsmiðstöð og menntaskóla, því enginn vilji hanga alltaf heima allan liðlangan daginn.

„Ég get alveg viðurkennt að þau hafa batnað en þau mega alveg vera betri,“ segir Margeir Þór Hauksson um aðgengi fyrir fatlaða hér á landi.

Hann er sjálfur einhverfur og með CP-hreyfihömlun og notar hjólastól vegna sinnar fötlunar. Lenti hann til dæmis í vandræðum á dögunum með að komast til læknis í örorkumat þar sem aðgengið var svo lélegt.

Grein á Vísi: 

https://www.visir.is/g/20212068517d/-thetta-a-ekki-ad-vera-svona-mikid-vandamal-

Maggi segist vera lífsglaður einstaklingur sem hafi gaman að tækifærum. Hann lauk sjálfur diplómanámi eftir menntaskóla, en segir að það vanti fleiri möguleika fyrir fatlaða og langveika einstaklinga sem þola ekki vel hávaða eða geta ekki sótt nám. Nefnir hann þar sem dæmi félagsmiðstöð og menntaskóla, því enginn vilji hanga alltaf heima allan liðlangan daginn.

„Ég get alveg viðurkennt að þau hafa batnað en þau mega alveg vera betri,“ segir Margeir Þór Hauksson um aðgengi fyrir fatlaða hér á landi.

Hann er sjálfur einhverfur og með CP-hreyfihömlun og notar hjólastól vegna sinnar fötlunar. Lenti hann til dæmis í vandræðum á dögunum með að komast til læknis í örorkumat þar sem aðgengið var svo lélegt.

Grein á Vísi: 

https://www.visir.is/g/20212068517d/-thetta-a-ekki-ad-vera-svona-mikid-vandamal-

28 min