Выпусков: 31

Spursmál er nýr og beinskeyttur umræðuþáttur á mbl.is

Þar eru stóru mál samfélagsins krufin með afdráttarlausum hætti undir stjórn Stefáns Einars Stefáns­sonar sem fær til sín valinkunna gesti í settið alla föstudaga kl. 14.

Fylgstu með lifandi, fjölbreyttri og kraftmikilli umræðu í Spursmálum
á mbl.is.

Spursmál Ritstjórn Morgunblaðsins

    • Новости

Spursmál er nýr og beinskeyttur umræðuþáttur á mbl.is

Þar eru stóru mál samfélagsins krufin með afdráttarlausum hætti undir stjórn Stefáns Einars Stefáns­sonar sem fær til sín valinkunna gesti í settið alla föstudaga kl. 14.

Fylgstu með lifandi, fjölbreyttri og kraftmikilli umræðu í Spursmálum
á mbl.is.

    #29. - Lilja og listamannalaunin

    #29. - Lilja og listamannalaunin

    Ákvörðun Lilju Daggar Alfreðsdóttur um að hækka fjár­fram­lög til lista­manna­launa hef­ur hlotið tals­verða gagn­rýni und­an­farið. Hef­ur því verið haldið fram að frem­ur frjáls­lega sé farið með al­manna­fé í því til­liti og ákvörðunin ekki í takti við rétta for­gangs­röðun fjár­heim­ilda.


    Í þætt­in­um verður margt fleira til umræðu og verður ráðherra gert að svara krefj­andi spurn­ing­um um stöðu ferðaþjón­ust­unn­ar, lista­manna­laun­in, rík­is­fjár­mál­in, ís­lenska tungu og annað sem teng­ist störf­um henn­ar sem ráðherra.

    Þau Helga Vala Helga­dótt­ir, lögmaður og fyrr­ver­andi þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og Bergþór Ólason, þing­flokks­formaður Miðflokks­ins, mæta í settið til að fara yfir það helsta sem þótti draga til tíðinda í líðandi viku.

    • 1 ч. 13 мин.
    #28. - Dagur svarar fyrir bensínstöðvalóðirnar

    #28. - Dagur svarar fyrir bensínstöðvalóðirnar

    Dag­ur B. Eggertsson hef­ur setið und­ir tölu­verðri gagn­rýni að und­an­förnu fyr­ir embætt­is­færsl­ur í borg­ar­stjóratíð sinni.

    Því hef­ur verið haldið fram að Reykja­vík­ur­borg hafi veitt olíu­fé­lög­um und­anþágur á gjöld­um sem nema millj­örðum króna með því að kom­ast hjá að greiða innviðagjöld né bygg­inga­rétt­ar­gjöld á reit­um sem þau hyggj­ast byggja á.

    Stefán Einar knýr á svör um þetta og fleira í þættinum og þá mun Þorsteinn Pálsson fyrrverandi forsætisráðherra fara yfir landslagið í pólitíkinni bæði hér heima og erlendis.

    • 1 ч. 15 мин.
    #27. - Bjarni á pólitísku jarðsprengjusvæði?

    #27. - Bjarni á pólitísku jarðsprengjusvæði?

    Bjarni Benediktsson nýskipaður forsætisræðherra fer yfir málin með Stefáni Einari. Til umræðu er rík­is­stjórn­ar­sam­starfið, rík­is­fjár­mál­in, ný­kjör­inn for­seti, hval­veiðar og hæl­is­leit­enda­mál svo eitt­hvað sé nefnt. 

    Stór mál hafa beðið af­greiðslu í þing­inu und­an­farið en ný yf­ir­staðnar for­seta­kosn­ing­ar höfðu áhrif á störf þing­manna og rík­is­stjórn­ar sem nú er sögð hanga á bláþræði eft­ir brott­hvarf Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur.

    Auk hans koma þau Gunn­ar Bragi Sveins­son­ fyrr­ver­andi ráðherra og Sandra Hlíf Ocares vara­borg­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins og fara yfir það sem komst í há­mæli í vikunni.

    • 1 ч. 22 мин.
    #26. - Baráttan um Bessastaði og eldsumbrot

    #26. - Baráttan um Bessastaði og eldsumbrot

    Þau Edda Her­manns­dótt­ir markaðs- og sam­skipta­stjóri hjá Íslands­banka, Sindri Sindra­son fjöl­miðlamaður og Andrés Jóns­son al­manna­teng­ill mæta í settið og rýna í stöðuna sem nú blas­ir við á loka­metr­um kosn­inga­bar­átt­unn­ar. Miðað við niður­stöður síðustu skoðanakann­ana gæti verið að fram und­an séu mest spenn­andi kosn­ing­ar síðustu ára­tugi.


    Eld­fjalla­fræðing­ur­inn Ármann Hösk­ulds­son ræðir við Stefán Ein­ar Stef­áns­son um um elds­um­brot­in en eins og alþjóð veit þá hóft nýtt eld­gos í Sund­hnúkagígaröðinni á miðviku­dag.

    • 1 ч. 4 мин.
    #25. - Arnar Þór situr fyrir svörum

    #25. - Arnar Þór situr fyrir svörum

    Und­an­farið hef­ur fram­boð Arn­ars vakið mikið um­tal. Einna helst eft­ir að Arn­ar Þór kærði Hall­dór Bald­urs­son skopteikn­ara til siðanefnd­ar Blaðamanna­fé­lags Íslands á dög­un­um.

    Þá hafa hug­sjón­ir Arn­ars og and­óf hans á ríkj­andi stjórn­ar­fari og for­ræðis­hyggju rík­is­valds­ins einnig verið í umræðunni síðastliðna daga. Hef­ur hann hlotið þó nokkra gagn­rýni vegna af­stöðu sinn­ar til þung­un­ar­rofs og bólu­setn­inga en Arn­ar Þór gef­ur sig út fyr­ir að vera mik­ill talsmaður fyr­ir frelsi ein­stak­lings­ins.

    • 1 ч. 5 мин.
    #24. - Hverju svarar Halla T.

    #24. - Hverju svarar Halla T.

    Halla Tóm­as­dótt­ir for­setafram­bjóðandi sit­ur fyr­ir svör­um í nýj­asta þætti Spurs­mála und­ir stjórn Stef­áns Ein­ars Stef­áns­son­ar.

    Líkt og í fyrri þátt­um verður Höllu gert að svara krefj­andi spurn­ing­um. Beint verður að henni spurn­ing­um sem snúa að skyld­um for­set­ans og því sem kem­ur í hlut­skipti hans út frá bak­grunni henn­ar sem for­stjóri alþjóðlegu sjálf­seign­ar­stofn­un­ar­inn­ar B Team.

    Fyr­ir­tækið B Team er vett­vang­ur stjórn­mála-, viðskipta- og áhrifa­fólks víðs veg­ar um heim með höfuðstöðvar í New York. Stofn­andi B Team, Rich­ard Bran­son, hef­ur verið um­deild­ur í gegn­um tíðina og hlotið gagn­rýni fyr­ir tví­mæli í stefnu sinni um lofts­lags­mál. Þá hef­ur hann einnig verið sakaður um skattsvik.


    Berg­lind Ósk Guðmunds­dótt­ir þing­kona Sjálf­stæðis­flokks­ins í Norðaust­ur­kjör­dæmi og sr. Grét­ar Hall­dór Gunn­ars­son prest­ur í Kópa­vogs­kirkju mæta í settið til að fara yfir þær frétt­ir sem komust í há­mæli í vik­unni sem er að líða.

    • 1 ч. 8 мин.

Топ подкастов в категории «Новости»

Эхо Москвы
Feed Master by Umputun
Живой Гвоздь
Живой Гвоздь
Что случилось
Медуза / Meduza
Minaev Live
Sergey Minaev
Что это было?
BBC Russian Radio
Global News Podcast
BBC World Service

Вам может также понравиться

Þjóðmál
Þjóðmál
Chess After Dark
Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson
Podcast með Sölva Tryggva
Sölvi Tryggvason
70 Mínútur
Hugi Halldórsson
Í ljósi sögunnar
RÚV
Dr. Football Podcast
Hjörvar Hafliðason