21 avsnitt

Fjárfesting – skemmtiþáttur um fjármálin er glænýr gaman- og fræðsluþáttur sem ber ekki undir neinum kringumstæðum að túlka sem fjármálaráðgjöf. Hákon Jóhannesson og Matthías Tryggvi Haraldsson kanna óravíddir fjármálaheimsins án þess þó að vita neitt um fjármál. Þeir fá til sín góða gesti, viðskiptafyrirsagnir vikunnar eru á sínum stað og orðið er frjálst þegar opnað er á símann. Sérstakir ráðgjafar þáttanna eru Stefán Michaelsson og Vigdís Hafliðadóttir.

Fjárfesting Útvarp Saga

    • Komedi

Fjárfesting – skemmtiþáttur um fjármálin er glænýr gaman- og fræðsluþáttur sem ber ekki undir neinum kringumstæðum að túlka sem fjármálaráðgjöf. Hákon Jóhannesson og Matthías Tryggvi Haraldsson kanna óravíddir fjármálaheimsins án þess þó að vita neitt um fjármál. Þeir fá til sín góða gesti, viðskiptafyrirsagnir vikunnar eru á sínum stað og orðið er frjálst þegar opnað er á símann. Sérstakir ráðgjafar þáttanna eru Stefán Michaelsson og Vigdís Hafliðadóttir.

    Fjárfesting - Þáttur 21: Raftæki

    Fjárfesting - Þáttur 21: Raftæki

    Rafmagn færir okkur gleði um jólin. Við nýtum raftækni til að færa hlustendum fyrirframupptekinn Þorláksmessuþátt svo Davíð tæknimaður komist í jólafrí. Ryksugur, leysigeislar og uppþvottavélar rata í umræðu þáttarins og mögulega í pakka undir jólatré.

    • 1 tim. 4 min
    Fjárfesting - Þáttur 20: Fasteignir

    Fjárfesting - Þáttur 20: Fasteignir

    Sum hver búum við í húsi. Þáttur dagsins er ekki jólaþáttur heldur skemmtiþáttur um fasteignir. Við tölum við Óskar hjá Fjárfestingu fasteignasölu, Ástu Birnu arkítekt og Hlyn fasteignamiðlara í Kýpur. Við lítum einnig út í heim með lærðum pistli frá Magnúsi Skúlasyni ráðgjafa þáttanna og loks íhugum við það sem raunverulega skiptir máli í lífinu.

    • 1 tim.
    Fjárfesting - Þáttur 19: Jólakort

    Fjárfesting - Þáttur 19: Jólakort

    Það er gaman að gleðja fólk um jólin. Á alþjóðlegum degi jólakorta skrifa þáttastjórnendur jólakort handa öllum sem hringja inn! Svo er að sjálfsögðu hringt í jólakortasérfræðing og Stefán Michaelsson, sérstakur ráðgjafi þáttanna, sendir hugheila jólakveðju.

    • 57 min
    Fjárfesting - Þáttur 18: Píla

    Fjárfesting - Þáttur 18: Píla

    Það er gaman að kasta pílu í mark. Í þessum þætti fjöllum við ekki um Pílu Pínu, ævintýrasöngleik sem settur var upp á Akureyri um árið, heldur íþrótt. Ingibjörg pílumeistari segir sögur, Skorri hjá Bullseye deilir sjónarmiði rekstraraðila og Tumi Björnsson leikskáld sendir okkur fjórða útvarpsleikritið sem flutt er í sögu Útvarps Sögu.

    • 1 tim.
    Fjárfesting - Þáttur 17: Fjölmiðlar

    Fjárfesting - Þáttur 17: Fjölmiðlar

    Góður fjölmiðill reynir að vera heiðarlegur í hvívetna. Við ræðum við fjölmiðlafólk um fjölmiðla og kynnum auk þess dagskrárliðinn „myndir þú fyrir pening“ til sögunnar. Vigdís flytur málefnalegan pistil með sekkjapíputónlist.

    • 59 min
    Fjárfesting - Þáttur 16: Hlutabréf

    Fjárfesting - Þáttur 16: Hlutabréf

    Hlutabréf vaxa stundum í verði. Við ræðum hlutabréfamarkaði í besta þætti Fjárfestingar – skemmtiþáttar um fjármálin til þessa. Við sláum á þráðinn til Mogens hjá Íslandssjóðum, Kristínar Hildar hjá Fortuna Invest og heyrum í ónefndum starfsmanni hjá Hótel Keflavík. Þá flytur góðvinur þáttarins Magnús Skúlason Cand. Mag. lærðan pistil um ævintýralegan vöxt á verði Game Stop.

    • 1 tim. 2 min

Mest populära poddar inom Komedi

Stor & Liten
Emilio Araya & Sanna Dollan
ursäkta
Perfect Day Media
Alex & Sigges podcast
Perfect Day Media
Maja & Amalia - The Podcast
Perfect Day Media
Allt vi inte lärt oss om kärlek
Martin Persson & Peter Magnusson
Filip & Fredrik podcast
filipandfredrik.com