62 avsnitt

Velkomin  í Grænkerið, hlaðvarpið sem fjallar um alla króka og kima veganisma og snertir á þeim málefnum sem grænkerar upplifa dags daglega. Talað er á mannamáli út frá raunverulegum aðstæðum og reynt að setja fram lausnir við hversdagslegum vandamálum á jákvæðan hátt. Eva Kristjánsdóttir stýrir hlaðvarpinu en hún hefur verið vegan í 9 ár. Hún stofnaði Grænkerið með það að markmiði að skapa vettvang sem styður við grænkera á sinni vegan vegferð og minnir þau á að þau séu ekki eina vegan fólkið á landinu. 

Grænkeri‪ð‬ Grænkerið

    • Samhälle och kultur
    • 5,0 • 2 betyg

Velkomin  í Grænkerið, hlaðvarpið sem fjallar um alla króka og kima veganisma og snertir á þeim málefnum sem grænkerar upplifa dags daglega. Talað er á mannamáli út frá raunverulegum aðstæðum og reynt að setja fram lausnir við hversdagslegum vandamálum á jákvæðan hátt. Eva Kristjánsdóttir stýrir hlaðvarpinu en hún hefur verið vegan í 9 ár. Hún stofnaði Grænkerið með það að markmiði að skapa vettvang sem styður við grænkera á sinni vegan vegferð og minnir þau á að þau séu ekki eina vegan fólkið á landinu. 

    Að ala upp vegan börn í ó-vegan heimi

    Að ala upp vegan börn í ó-vegan heimi

    Seint koma sumir en koma þó. 
    Þáttur vikunnar kemur út aðeins á eftir áætlun vegna mikilla anna. 
    Þátturinn er persónulegur þar sem við ræðum okkar reynslu og upplifun af því að vera vegan foreldrar, að reyna að kenna börnunum okkar ákveðna lífshætti. Komum inná pælinguna um “ófullkominn veganisma” og hvað það getur reynst erfitt að lifa í þessum ó-vegan heimi. 


    Þátturinn er í boði Yipin Tofu —> ef þú ert nýgræðingur í tofu bransanum þá er þetta varan fyrir þig. Léttsteikja á pönnu og ekkert annað, algjör leikbreytir í bransanum 🧑‍🍳
    -
    Grænkerið er hlaðvarp sem fjallar á mannamáli um hin ýmsu málefni grænkera, dýravelferð og umhverfismál. Finndu hópinn Grænkerið - hlustendavaktin á Facebook en þar finnur þú umræður um bæði þættina og almennt vegan líf.

    Intro: Promoe - These walls don’t lie

    • 51 min
    Vegan páskar

    Vegan páskar

    Grænkerið er þriggja ára! Takk fyrir að hlusta, takk fyrir að vera í hlustendavaktinni og takk fyrir peppið í gegnum þetta allt saman 3. 

    Í fréttahorninu ræðum við um Prettyboi tjokkó og nýja myndbandið sem feature'ar blettatíg og tígrisdýr í einkaeigu hjá manni úti í Dubai. 

    Við förum aðeins yfir páskahefðir og auðvitað páskaegg..  Og svo tilkynnum við páskauppskriftina í ár! Helduru að þú þorir að prófa? 
    Í lok þáttarins tókum við svo ranthornið en ég ætla svosem ekki að lýsa því í fleiri orðum.

    Þessi þáttur er í boði Örlö og Oumph. 
    -
    Grænkerið er hlaðvarp sem fjallar á mannamáli um hin ýmsu málefni grænkera, dýravelferð og umhverfismál. Finndu hópinn Grænkerið - hlustendavaktin á Facebook en þar finnur þú umræður um bæði þættina og almennt vegan líf.

    Intro: Promoe - These walls don’t lie

    • 1 tim. 13 min
    Fréttamolar, Ítalskt ævintýri og vangaveltur um páskamat

    Fréttamolar, Ítalskt ævintýri og vangaveltur um páskamat

    Í þættinum í dag kom Rósa María í heimsókn og við höldum áfram að ræða um málefni sem hafa verið í umræðunni síðustu vikur. 
    Við ræddum um Kveiks þáttinn um blóðmerahald sem var virkilega vel gerður og fórum einnig yfir Kastljós viðtalið við framkvæmdarstjóra Ísteka.
    Rósa er á leiðinni í brettaferð til Ítalíu og ætlar að fara á michelin stjörnu veitingastað Í Milano! Staðurinn býður upp á grænmetis og grænkeramat og er með sérstaka græna michelin stjörnu. Við ræðum um hvernig það er að vera vegan á Ítalíu og hvernig undirbúningurinn er fyrir útlönd. 
    Nú fara líka að koma páskar og við veltum fyrir okkur hvort við ættum að skella í uppskrift! Hvað viljið þið fá? Eru öll komin með ógeð á Oumph Wellington? Rósa kom með hugmynd að við myndum jafnvel útbúa VEGAN LAMBALÆRI!
    Látið okkur endilega vita hverju þið eruð spennt fyrir á hlustendavaktinni og við förum í málið!
    -
    Grænkerið er hlaðvarp sem fjallar á mannamáli um hin ýmsu málefni grænkera, dýravelferð og umhverfismál. Finndu hópinn Grænkerið - hlustendavaktin á Facebook en þar finnur þú umræður um bæði þættina og almennt vegan líf.

    Intro: Promoe - These walls don’t lie

    • 56 min
    Einmannalegt að vera eini grænkerinn í vinahópnum

    Einmannalegt að vera eini grænkerinn í vinahópnum

    Birta Ísey og Axel Friðriks kíktu í kaffi til Evu og ræddu um allt og ekkert í vegan útgáfu. 

    Við fórum yfir vegan fréttir úr samfélaginu eins og stofnfrumukjöt en aðallega ræddum við um hvernig það getur verið einmannalegt að vera eini grænkerinn í vinahópnum. 

    Við þráum sem mannverur að tilheyra hóp og það getur verið erfitt að upplifa sig öðruvísi og smá útundan. Með þættinum vildum við taka utan um grænkera sem þekkja ekki endilega aðra grænkera og er tileinkum þeim þáttinn. 


    Þáttur dagsins er í boði Örlö. 
    -
    Grænkerið er hlaðvarp sem fjallar á mannamáli um hin ýmsu málefni grænkera, dýravelferð og umhverfismál. Finndu hópinn Grænkerið - hlustendavaktin á Facebook en þar finnur þú umræður um bæði þættina og almennt vegan líf.

    Intro: Promoe - These walls don’t lie

    • 54 min
    Vegan bollur, baunasúpur og börn á tyllidögum

    Vegan bollur, baunasúpur og börn á tyllidögum

    Í dag eins og svo oft áður sat með mér hin yndislega Rósa María og í dag kom einn auka gestur, hún Lúna sem þið heyrið í reglulega í gegnum þáttinn. 

    Við fórum yfir um dagana sem yfirtaka pínu febrúar sem eru að sjálfssögðu Bolludagur, Sprengidagur, Öskudagur og svo Valentínusardagurinn. 

    Hvernig bollur eru bestar? Er ómögulegt að gera vegan vatnsdeigsbollu? 
    Við förum yfir sænska öskudagsbúninga og ræðum sænskar semlur. 
    Við Rósa lofum upp í ermina á okkur að búa til Churroz bollu og ég vona persónulega mín vegna að við stöndum við það því VÁ HVAÐ ÞESSI BOLLA HLJÓMAR VEL. 

    Þið finnið umræður um þættina og önnur vegan málefni í facebook hóp Grænkersins -Hlustendavaktin. Komið endilega þangað og segið mér hvað ykkur finnst um þættina!
    -
    Grænkerið er hlaðvarp sem fjallar á mannamáli um hin ýmsu málefni grænkera, dýravelferð og umhverfismál. Finndu hópinn Grænkerið - hlustendavaktin á Facebook en þar finnur þú umræður um bæði þættina og almennt vegan líf.

    Intro: Promoe - These walls don’t lie

    • 49 min
    Fælir vegan merking fólk í burtu?

    Fælir vegan merking fólk í burtu?

    Eva ræðir við Axel Friðriks, grafískan hönnuð og grænkera um hvort að vegan merkingar fæli fólk frá vörukaupum? Eru fyrirtæki að veigra sér við að merkja vörur vegan vegna viðbragða frá viðskiptavinum sem eru ekki vegan? Hvað veldur? 

    Skrifið endilega review á Apple podcast eða Spotify til að hjálpa hlaðvarpinu að lenda ofar í leitarvélum og ná til fleirri hlustenda 3.
    -
    Grænkerið er hlaðvarp sem fjallar á mannamáli um hin ýmsu málefni grænkera, dýravelferð og umhverfismál. Finndu hópinn Grænkerið - hlustendavaktin á Facebook en þar finnur þú umræður um bæði þættina og almennt vegan líf.

    Intro: Promoe - These walls don’t lie

    • 1 tim.

Kundrecensioner

5,0 av 5
2 betyg

2 betyg

Mest populära poddar inom Samhälle och kultur

GP Dokumentär
Göteborgs-Posten
P3 Dokumentär
Sveriges Radio
Spöktimmen
Ek & Borg Productions
30s in the City med Hanna och Stella
Podplay | Hanna & Stella
Flashback Forever
Flashback Forever
Gynning & Berg
Perfect Day Media