114 avsnitt

Landsbyggðir er vikulegur viðtalsþáttur á N4, þar sem kjastljósinu er beint að áhugaverðum samfélagsmálum, með áherslu á sjónarmið landsbyggðanna.

Þættirnir höfða því einstaklega vel til allra sem áhuga hafa á samfélagsmálum.

Landsbyggðir Landsbyggðir

  • Samhälle och kultur

Landsbyggðir er vikulegur viðtalsþáttur á N4, þar sem kjastljósinu er beint að áhugaverðum samfélagsmálum, með áherslu á sjónarmið landsbyggðanna.

Þættirnir höfða því einstaklega vel til allra sem áhuga hafa á samfélagsmálum.

  #115 Halla Eiríksdóttir - stjórnarmaður í Bændasamtökum Íslands

  #115 Halla Eiríksdóttir - stjórnarmaður í Bændasamtökum Íslands

  Er matvælaöryggi mikilvægt fyrir okkur Íslendinga?
  Hvernig þróast íslenskur landbúnaður?
  Er umræðan um landbúnað alltaf sanngjörn?

  Halla Eiríksdóttir stjórnarmaður í Bændasamtökum Íslands er gestur Karls Eskils að þessu sinni í Landsbyggðum á N4.

  • 27 min
  #114 Kristín Ágústsdóttir - forstöðumaður Náttúrustofu Auturlands

  #114 Kristín Ágústsdóttir - forstöðumaður Náttúrustofu Auturlands

  Náttúrustofa Austurlands gegnir mikilvægu hlutverki. Kristín Ágústsdóttir forstöðumaður Náttúrustofu Auturlands var gestur Karls Eskils Pálssonar í Landsbyggðum á N4, þar sem farið var yfir ýmsar merkilegar rannsóknir á vegum stofunnar.

  „Vertíðin hjá náttúrufræðingum er yfir sumartínann. Veturinn fer svo í að greina rannsóknir sumarsins og skrifa skýrslur.“

  Hún segir að GPS tæknin hafi gjörbreytt vísindarannsóknum.

  „Já, já, tæknin hefur breytt ýmsu. Ég man þá tíð þegar við stóðum úti með blauta pappíra og svart/hvítar myndir af svæðunum sem við vorum að kortlegga og rannsaka. Í dag erum við með tölvur og skráum allt inn í þær, sem gerir það meðal annars að verkum að niðurstöðurnar liggja fyrr fyrir hjá okkur.“

  • 16 min
  #113 Jón Björn Hákonarson - forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar

  #113 Jón Björn Hákonarson - forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar

  Sveitarfélögin þurfa að horfa til framtíðar, meðal annars hvernig bregðast á við tækni- og samfélagsbreytingum. Jón Björn Hákonarson forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar er gestur í Landsbyggðum.

  Byggðapólitík, atvinnulífið, sameining sveitarfélaga, uppbygging innviða á landsbyggðunum og fleira.

  • 27 min
  #112 Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir - sveitarstjóri í Húnaþingi vestra

  #112 Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir - sveitarstjóri í Húnaþingi vestra

  Íbúum Húnaþings vestra fjölgar umfram landsmeðaltal.
  Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir er sveitarstjóri, hún var gestur í Landsbyggðum á N4, þar sem meðal annars var rætt um uppganginn í sveitarfélaginu, byggðastefnu, fjölgun opinberra starfa og fleira.

  • 22 min
  #111 Hjördís Albertsdóttir - varaformaður Félags grunnskólakennara og kennari í Mývatnssveit

  #111 Hjördís Albertsdóttir - varaformaður Félags grunnskólakennara og kennari í Mývatnssveit

  Starf kennarans hefur tekið miklum breytingum

  „Já, kennarastarfið hefur breyst mikið á undanförnum árum og áratugum, breytingarnar hafa verið hraðar á allra síðustu árum,“ segir Hjördís Albertsdóttir varaformaður Félags grunnskólakennara og kennari í Mývatnssveit.

  Hún var gestur Karls Eskils Pálssonar í Landsbyggðum á N4.

  „Í dag er staðan sú að kennarar og nemendur eru í samvinnu við að leysa ákveðin rauntengd verkefni, kennarinn er nemendum til stuðnings.“

  • 25 min
  #110 Sumarnámskeið Háskólans á Akureyri 2020

  #110 Sumarnámskeið Háskólans á Akureyri 2020

  "Við erum mjög ánægð með viðbrögðin, skráningar sýna að fólk hefur áhuga á þessum leiðum sem í boði eru"

  Fjallað er um sumarnámskeið Háskólans á Akureyri í Landsbyggðum á N4.

  • 26 min

Mest populära podcaster inom Samhälle och kultur