26 avsnitt

Eva Ágústa Aradóttir og Guðlaug Svala Kristjánsdóttir ráfa um einhverfurófið.

Ráfað um rófi‪ð‬ Ráfað um rófið

    • Utbildning

Eva Ágústa Aradóttir og Guðlaug Svala Kristjánsdóttir ráfa um einhverfurófið.

    Ráfað um rófið 04 02 - Sensory mapping og tilfinningar

    Ráfað um rófið 04 02 - Sensory mapping og tilfinningar

    Í þessum þætti er ráfað um mjög mikilvæg svæði, nánar tiltekið skynjunina og það hvernig hægt er að kortleggja skynrænan prófíl hvers og eins. Óhjákvæmilega koma líka við sögu tilfinningar, því þær eru jú eitt af því sem við skynjum og upplifum.

    Brauðsúpa, bjúgu, bað og bleyta eru líka meðal viðkomustaða, svona eins og gerist og gengur.

    • 1 tim. 1 min.
    Ráfað um rófið 04 01 - Ertu Tesla?

    Ráfað um rófið 04 01 - Ertu Tesla?

    Þær Eva Ágústa og Guðlaug Svala eru mættar aftur eftir langt hlé og ráfa um víðan völl að vanda. Meðal viðkomustaða eru orkubókhald, life stressor scale, 7 tegundir hvíldar, mysingur og normal brauð.

    • 46 min
    Ráfað um rófið 03 06 Tilfinningar, sorg og fleira

    Ráfað um rófið 03 06 Tilfinningar, sorg og fleira

    TW: umræða um sorg og missi.

    Í þessum þætti ráfa þær Eva Ágústa og Guðlaug Svala um svæði sem oft er ranglega talið vanta í einhverft fólk, nefnilega tilfinningar. Sorg er Evu ofarlega í huga, t.d. hvort einhverft fólk fari á ólíkan hátt gegnum sorgarferli en almennt gerist. Meðal annarra umræðuefna eru sjálfsmildi, stýrifærni, dagatalsblinda, PDA ofl ofl.

    • 51 min
    Ráfað um rófið 03 05 Sunna Dögg, stimm og fleira

    Ráfað um rófið 03 05 Sunna Dögg, stimm og fleira

    Ráfið hjá Evu Ágústu og Guðlaugu Svölu liggur um víðan völl í þessum þætti og leiðsögumaðurinn er Sunna Dögg Ágústsdóttir sem er verkefnastjóri málefna ungmenna hjá Þroskahjálp. Meðal áfangastaða á ráfinu eru stimm, þjóðfánar, handavinna og kettir svo eitthvað sé nefnt. Einnig hvernig það er að vera einhverf í óeinhverfu samfélagi, hvort kröfur eru sanngjarnar eða ekki og hvernig stendur á því að einstaklingur sem nýtur þess að læra skuli ekki hafa notið þess að vera í skóla. Efnisviðvörun: minnst er á sjálfsvígstilraun á einum stað í samtalinu.

    • 59 min
    Ráfað um rófið 03 04 - Jóhanna Birna og óhefðbundnar leiðir í námi

    Ráfað um rófið 03 04 - Jóhanna Birna og óhefðbundnar leiðir í námi

    Í Ráfi dagsins fá þær Eva Ágústa og Guðlaug Svala til sín góðan gest, Jóhönnu Birnu Bjartmarsdóttur, háskólanema í University of Florida. Hún leggur stund á nám í menntavísindum með fókus á heilsulæsi barna og stefnir að því að efla tækifæri barna til heilbrigðs lífs með því að efla almenna menntun um heilsu. Leið hennar til háskólanáms hefur þó síður en svo verið bein og breið, hún glímdi við alvarlegan heilsubrest og passaði illa inn í skólakerfið hérlendis vegna lesblindu, einhverfu og ADHD. Hún ákvað því að finna sína eigin leið, sem hún segir frá í þessum þætti - ásamt öðru. Rödd Jóhönnu Birnu hefur svo sannarlega náð eyrum margra eftir að hún sagði sögu sína á ráðstefnu BUGL um "skólaforðun". 

    • 1 tim. 8 min
    Ráfað um rófið 03 03 - Páll Ármann og Margrét Oddný, skóli.

    Ráfað um rófið 03 03 - Páll Ármann og Margrét Oddný, skóli.

    Hér er kominn seinni þátturinn af tveimur þar sem þær Eva Ágústa og Guðlaug Svala ráfa um rófið ásamt Páli Ármanni og Margréti Oddnýju Leópoldsdóttur. Leið ráfsins liggur um vegi skólagöngunnar og hvernig sú ganga blasir við frá sjónarhóli einhverfra. 

    • 1 tim. 17 min

Mest populära poddar inom Utbildning

The Subtle Art of Not Giving a F*ck Podcast
Mark Manson
Max Tänt med Max Villman
Max Villman
Sjuka Fakta
Simon Körösi
Livet på lätt svenska
Sara Lövestam och Isabelle Stromberg
The Jordan B. Peterson Podcast
Dr. Jordan B. Peterson
The Mel Robbins Podcast
Mel Robbins

Du kanske också gillar